Framhaldsskólinn

Í byrjun vikunnar fengu forsvarsmenn Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar upplýsingar þess efnis að ekkert yrði af undirritun samnings vegna stofnunar nýs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, en samninginn átti að undirrita á morgun. Þess í stað voru Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar og Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar boðuð á fund með menntamálaráðherra á Akureyri á morgun.     
Nýr framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð átti að taka til starfa næsta haust, að hluta til. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af þeim áformum, og mun ástæðan vera skýr fyrirmæli Fjármálaráðuneytisins um að stofna ekki til nýrra skuldbindinga.

Sjá frétt á hjá ruv.is http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item234999/