Sigríður Gísladóttir er fædd á Siglufirði 5. nóvember 1908. Hún bjó þar til 11 ár aldurs en flutti þá með foreldrum sínu að Veðramótum í Fljótum. Árið 1925 flutti hún að Hólkoti í Ólafsfirði og hefur síðan þá búið í Ólafsfirði.
Sigríður giftist eiginmanni sínum Vilhjálmi Jóhannssyni árið 1930. Vilhjálmur lést árið 1978.
Sigríður og Vilhjálmur áttu fjögur börn; Önnu fædda 1931, Kristinn (Kidda) fæddan 1933, Viðar (Vidda) fæddan 1937 og Svanlaugu fædda 1944. Svanlaug er eina barn þeirra sem enn er á lífi.
Sigríður dvelur nú á dvalarheimilinu Hornbrekku Ólafsfirði en þangað flutti hún árið 1989. Hún er vel ern og fer um allt í göngugrind þrátt fyrir brotna mjaðmakúlu.
Þegar Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri og Þorsteinn Ásgeirsson forseti bæjastjórnar heimsóttu hana í morgun tók hún vel á móti þeim og flutti þeim m.a. ljóð.