Framhaldsskólinn

Á fundi með menntamálaráðherra og forsvarsmönnum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar var rætt um málefni fyrirhugaðs framhaldsskóla í Ólafsfirði. Fundurinn var að sögn þátttakenda mjög gagnlegur og var þar ákveðið í framhaldinu að skipa skólanefnd og byggingarnefnd. Fyrir er starfandi fagnefnd vegna skólans. Jafnframt var ákveðið að leitað yrði allra leiða til að kennsla megi hefjast í skólanum haustið 2009.