Ályktun bæjarráðs frá 23. október 2008

Bæjarráð samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum  23. október 2008.
Bæjarráð Fjallabyggðar tekur undir með forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að lögð verði áhersla á eftirfarandi þætti í samskiptum við ríkisvaldið á næstunni:
Ekki verði gerðar neinar breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í því ástandi sem nú ríkir, tillögum endurskoðunarnefndar frá desember 2007 verði slegið á frest um sinn.
Áfram verði greitt 1.400 m.kr. aukaframlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Í ljósi þeirra þrenginga sem steðja að landsmönnum þá vill bæjarráð beina því til forsvarsmanna og íbúa sveitarfélagsins að standa saman að eflingu innviða samfélagsins t.d. með því að versla í heimabyggð og nýta til fulls þá þjónustu sem fyrir er í sveitarfélaginu.