Fréttir

Raddir í steini hljóma í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði

Tvíeykið Aurora Borealis heldur tónleika í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði föstudaginn 8. ágúst kl. 20.00. Þar syngja og leika saman Margrét Hrafnsdóttir sópran og Ólöf Sigurvinsdóttir sellóleikari.
Lesa meira

Hið árlega Pæjumót byrjar í dag

Pæjumótið byrjaði í dag. Fyrstu leikirnir hófust á hádegi. Að sögn mótshaldara hefur undirbúningur gengið mjög vel og reiknað er með að í bæinn komi á milli þrjú og fjögurþúsund gestir vegna keppninnar  
Lesa meira

Brúðubíllinn í Ólafsfirði

Sunnudaginn 10. ágúst kl. 16:00 mun brúðubíllinn sýna á planinu við Tjarnarborg. Það kostar ekkert að koma og sjá og eru sem flestir hvattir til að mæta.
Lesa meira

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Lesa meira

Ný heimasíða um örnefni opnuð

Á Laugardaginn opnaði Kristján Möller, samgönguráðherra, nýjan örnefnavef í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Á vefnum er að finna safn örnefna frá ysta hluta Tröllaskaga, það er Hvanndölum, Héðinsfirði, Siglunesi, Siglufirði og Úlfsdölum, sem Helgi Guðmundsson, ættfræðingur, tók saman á fyrri hluta tuttugustu aldar. Slóð vefsíðunnar er http://snokur.is/
Lesa meira

Fjallabyggð – Útboð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í rekstur skíða- og knattspyrnusvæða á Siglufirði. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofunum á Siglufirði og Ólafsfirði frá og með þriðjudeginum 5. ágúst. Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofuna á Siglufirði fyrir kl. 14:00 mánudaginn 25. ágúst 2008, en þá verða þau opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Lesa meira

Úr hádegisfréttum útvarps

Hver á Héðinsfjarðargangavatnið? Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni, segir ekki sjálfgefið að vatn í Héðinsfjarðargöngum, sem sveitarfélagið Fjallabyggð hyggst nýta, sé eign sveitafélagsins eða annarra sem landið eiga. Tveir nýlegir hæstaréttardómar sýni að eignarréttur á auðlindum í jörðu sé ekki alltaf landeigenda.
Lesa meira

ADSL uppfærsla í Fjallabyggð

Síminn hefur nýlokið uppfærslu á ADSL búnaði á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Þar með mun íbúum og fyrirtækjum bjóðast ný þjónusta með möguleikum á mun öflugri nettengingu, yfir 80 sjónvarpsstöðvum og 1500 bíómyndum í gagnvirku sjónvarpi.
Lesa meira

Ókeypis í sund fyrir börn

Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að frá og með 1. ágúst fái börn í grunnskóla frítt í sund. Fyrir fá börn undir grunnskólaaldri frítt í sund og því þýðir þetta að öll börn fá frítt í sund í Fjallabyggð fram til 16 ára aldurs.
Lesa meira

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2007/2008 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 605, 24. júní 2008.
Lesa meira