Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2007/2008 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 605, 24. júní 2008.

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög:
Sveitarfélagið Bolungarvík
Sveitarfélagið Djúpavogshreppur

Fyrir neðangreind byggðalög vísast auk reglugerðarinnar til sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 749/2008 í Stjórnartíðindum.
Sveitarfélagið Gerðahreppur (Garður)
Sveitarfélagið Vesturbyggð (Brjánslækur, Patreksfjörður, Bíldudalur)
Sveitarfélagið Ísafjarðarðarbær (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur, Ísafjörður)
Sveitarfélagið Höfðahreppur (Skagaströnd)
Sveitarfélagið Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður)
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2008.
Eyðublaðið má finna hér
 
Fiskistofa, 29. júlí 2007.