Ný heimasíða fyrir Síldarævintýrið og hátíðarlagið

Búið er að setja upp nýja heimasíðu fyrir Síldarævintýrið 2008. Síðan kom upp rétt fyrir helgi og er enn verið að vinna við að fylla hana af upplýsingum. Þar er meðal annars hægt að finna myndir, umfjöllun um þá listamenn sem koma fram, dagskrá og margt fleira.

Einnig er hægt að hlaða þar niður hátíðarlagi i Síldarævintýris 2008.
Lag og texti er eftir Sigurð Ægisson og söngur er í höndum Þorvaldar Halldórssonar og Gylfa Ægissonar. Hljómsveitin Miðaldamenn sá um hljóðfæraleik og kvartettinn ÓB sá um raddir. Upptaka var í höndum þeirra Magnúsar Ólafssonar og Gunnars Smára Helgasonar sem einnig sá um hljóðblöndun og masteringu. Með því að smella á "bannerinn" hér fyrir ofan er hægt að komast inn á nýju heimasíðuna.