Fréttir

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2012/2013

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 628/2012 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013
Lesa meira

Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Leitað er  eftir kraftmiklum og áhugasömum forstöðumanni til að leiða stofnunina.
Lesa meira

Úrslit í Fugl fyrir milljón

Laugardaginn 8. desember næstkomandi, klukkan 14:00, verða úrslit kynnt í ljósmyndakeppninni Fugl fyrir milljón 2012, í húsakynnum Rauðku á Siglufirði í Fjallabyggð. Þrír ljósmyndarar munu hljóta viðurkenningar fyrir myndir sínar. Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaganum, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012. Auk viðurkenninga fyrir myndirnar í 2. og 3. sæti, verður besta myndin verðlaunuð með 1.000.000 króna í reiðufé. Dómnefnd er leidd af Jóhanni Óla Hilmarssyni, fuglafræðingi og einum þekktasta fuglaljósmyndara Íslands.Með honum sátu í nefndinni Daniel Bergmann, ljósmyndari og Örlygur Kristfinnsson myndlistarmaður og forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Keppnin var nú haldin í annað sinn og er tilgangur hennar að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar fyrir náttúruunnendum og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu. Það eru Brimnes hótel í Ólafsfirði og Rauðka á Siglufirði sem standa að keppninni.
Lesa meira

Sorphirða

Vegna mikils fannfergis undanfarið hefur gengið illa að hreinsa sorp frá íbúðum í bænum, því beinum við þeim tilmælum til húseigenda í Fjallabyggð að moka frá sorptunnum hjá sér svo hægt verði að hirða sorp frá heimilum.
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir forfallakennara

Grunnskólakennara vantar við skólann vegna forfalla.   Kennslugreinar; almenn kennsla á miðstigi, íþróttakennsla á miðstigi og í unglingadeild.
Lesa meira

Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 – 2028

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 14. nóvember 2012 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 – 2028 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Kveikt á jólatré - Siglufirði

Kveikt verður á jólatrénu á Siglufirði laugardaginn 1. desember kl. 16.00. Jólasöngur og jólagleði. Jólasveinar láta sjá sig.
Lesa meira

Koma menningarfulltrúa Eyþings vegna menningarstyrkja

Koma menningarfulltrúa Eyþings vgna menningarstyrkja
Lesa meira

Akstur næstu daga

Akstur verður með breyttu sniði til og með 20.nóvember þar sem engin kennsla fer fram næstu daga í grunnskólanum. Aksturstöfluna næstu daga má finna hér.
Lesa meira

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarstarfs á Norðausturlandi

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Lesa meira