10.10.2019
Ákveðið var á 75. fundi Fræðslu- og frístundanefndar að lengja opnunartíma sundlauga á þriðjudögum og fimmtudögum til kl. 20:30 á Siglufirði og til kl. 20:00 í Ólafsfirði. Tillöguna lagði fram Haukur Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Lesa meira
09.10.2019
Þriðjudaginn 15. október verður málþing, og vinnustofa, undir nafninu „Flug til framtíðar“ haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, frá kl. 13-16. Á fundinum verður fjallað um millilandaflug á Norðurlandi, fulltrúar frá bæði Super Break og Voigt Travel tala um sína reynslu af beinu flugi til Akureyrar og fara yfir þeirra framtíðarsýn í þeim efnum. Þá verður einnig fjallað um millilandaflug í tengslum við byggðamál. Að loknu málþingi verður haldin vinnustofa þar sem gestum gefst tækifæri til að ræða málin. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í umræðum og vinnustofu um þetta þetta hagsmunamál okkar allra.
Lesa meira
09.10.2019
Eins og fyrri ár er undirbúningur að aðventu- og jóladagskrá í Fjallabyggð að hefjast og byrjum við á viðburðadagatalinu.
Undanfarin ár hefur viðburðadagatal verið gefið út á vegum bæjarins þar sem tíunduð er dagskrá sem flestra þjónustuaðila, kirkjunnar, félaga, safna, skóla, jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.
Lesa meira
09.10.2019
Heilsueflandi samfélag og Fjallabyggð bjóða í líkamsrækt undir leiðsögn löggiltra einkaþjálfara í líkamsræktum Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar næstu fjórar vikur.
Aðgangur að líkamsræktinni verður gjaldfrjáls á þessum tímum.
Lesa meira
08.10.2019
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum, þann 7. október síðastliðinn, samstarf milli íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar og Dalvíkur
Lesa meira
08.10.2019
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum og eða rökstuddum ábendingum/tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2020.
Lesa meira
07.10.2019
177. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 9. október 2019 kl. 17.00
Lesa meira
07.10.2019
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2020.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.
Lesa meira
30.09.2019
Líkt og undanfarin ár munu verkefnastjóri menningarmála hjá Eyþingi og verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fara um svæðið til að aðstoða umsækjendur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra.
Lesa meira
27.09.2019
Þann 25. september sl. fór fram í Grunnskóla Fjallabyggðar, Ólympíuhlaup ÍSÍ (áður Norræna skólahlaupið). Gríðarlega góð þátttaka var meðal nemenda en alls tóku 79 krakkar 6. – 10. bekkjar þátt í hlaupinu og hlupu þeir samtals 655 km.
Að þessu sinni létu nemendur gott af sér leiða og söfnuðu áheitum fyrir Sigurbogann, styrktarfélag Sigurbjörns Boga Halldórssonar, 7 ára fjölfatlaðs drengs á Siglufirði.
Foreldrar, aðstandendur og aðrir gestir fjölmenntu við hlaupaleiðina til að hvetja nemendur og skapaðist mikil og skemmtilegt stemning í bænum.
Á næstu dögum munu svo krakkarnir innheimta áheitin sem þeir söfnuðu.
Lesa meira