24.09.2019
Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að opnað verður fyrir umsóknir um fræðslu- og menningarstyrki fyrir árið 2020 ásamt umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts, fimmtudaginn 10. október nk.
Lesa meira
20.09.2019
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. september s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr .skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Viðfangsefni skipulagsins er m.a. uppbygging gervigrasvallar á svæðinu ásamt bættu aðgengi.
Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum má skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir 11. október nk.
Lesa meira
19.09.2019
Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 1. september 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
Lesa meira
10.09.2019
Fimmtudaginn 12. september nk. mun Njörður S. Jóhannsson, módelsmiður á Siglufirði afhenda Pálshúsi í Ólafsfirði þilskipið Gest og áttæringinn Blika að gjöf. Athöfnin hefst kl. 17 og er öllum opin og fólk hvatt til að mæta og sjá þessar listasmíðar. Skipin munu verða til sýnis Í Pálshúsi á opnunartíma safnsins frá kl. 11-17 til og með 15. september nk.
Lesa meira
09.09.2019
176. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 11. september 2019 kl. 17.00
Lesa meira
09.09.2019
Eyþing stendur fyrir stórfundi, um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024, í Hofi fimmtdaginn 19. september kl. 16:00-19:00.
Vilt þú hafa áhrif á hvernig fjármunum á Norðurlandi eystra er varið?
Á annað hundrað milljónir á ári eru í pottinum!
Lesa meira
09.09.2019
Síðastliðið vor voru sett upp skiptitjöld í bæði íþróttahúsin í Fjallabyggð. Í hvoru húsi fyrir sig eru tvö skiptitjöld sem skipta húsinu í þrjú bil. Með þeim skapast tækifæri til að nýta húsin betur og vera með þjálfun eða kennslu í hverju bili fyrir sig þegar það hentar. Skiptitjöldin voru keypt frá Altis ehf. sem jafnframt sáu um uppsetningu á tjöldunum.
Lesa meira
05.09.2019
Húlladúllan býður sirkuslistanámskeið fyrir 10 ára og eldri í Tjarnarborg í vetur. Nemendur kynnast hinum heillandi heimi sirkuslistanna og læra grunntækni hinna helstu sirkuslista. Á dagskránni er húlla, jafnvægislistir, djöggl, sirkusfimleikar, atriðasmíði, kínverskir snúningsdiskar, sviðsframkoma, trúðalæti, blómaprik og ýmsilegt fleira.
Lesa meira
05.09.2019
Nú er skólastarf komið á fullt þetta haustið og hið árlega verkefni Göngum í skólann hófst í gær. Að því tilefni eru ökumenn hvattir til að gæta ítrustu varúðar og sýna gangandi og hjólandi vegfarendum tillitsemi í umferðinni.
Lesa meira
04.09.2019
Nú er skólastarf hafið á ný eftir sumarleyfí í Grunnskóla Fjallabyggðar. Verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) verður sett, í þrettánda sinn, í dag miðvikudaginn 4. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Lesa meira