Eyþing stendur fyrir stórfundi, um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024, í Hofi fimmtdaginn 19. september kl. 16:00-19:00.
Vilt þú hafa áhrif á hvernig fjármunum á Norðurlandi eystra er varið?
Á annað hundrað milljónir á ári eru í pottinum!
Fimmtudaginn 19. september kl. 16–19 fer fram stórfundur um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020–2024 í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi.
Markmið fundarins er að draga saman áherslur í atvinnumálum, nýsköpun, menningarmálum og umhverfismálum á Norðurlandi eystra, ásamt því að koma fram með tillögur að sértækum markmiðum og aðgerðum.
Afar mikilvægt er að heyra raddir sem flestra og hvetjum
því atvinnulífið, unga fólkið, fólk í nýsköpun og mennta- og menningargeiranum til að mæta og koma sínum hugmyndum á framfæri – raunar alla þá sem hafa áhuga. Afurðir fundanna verða dregnar saman sem uppistaðan í efnistökum við mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.
Léttar veitingar verða í boði og er fundurinn er opinn öllum.
Auglýsing pdf.