Fréttir

Endurbættur vefur Grunnskóla Fjallabyggðar kominn í loftið

Í dag föstudaginn 16. ágúst hefur endurbættur vefur Grunnskóla Fjallabyggðar verið opnaður. Um er að ræða uppfærslu á vefumsjónakerfi Moya og um leið hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á útliti, virkni og skipulagi vefsins. Efni vefsins hefur verið endurskoðað og nokkuð af nýju efni bætt við og verður þeirri vinnu haldið áfram jafnt og þétt.
Lesa meira

Fer hringferð um landið til baráttu gegn ofbeldi á börnum

Í dag, föstudaginn 16. ágúst, hefja UNICEF á Íslandi og crossfit kappinn Einar Hansberg Árnason hringferð um landið til að vekja athygli á átaki UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum - Stöðvum feluleikinn - sem hófst fyrr á þessu ári.
Lesa meira

Frístundaakstur dagana 14. - 22. ágúst

Dagana 14. - 16. ágúst og 19. - 22. ágúst verður breyting á skóla- og frístundaakstri frá sumaráætlun 2019.
Lesa meira

Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 20,00 verða Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Húsið opnar kl. 19.45 og er tekið við frjálsum framlögum við innganginn. Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ferðast nú um landið og fagna 20 ára vináttu og samspilsafmæli með tónleikum. Á túrnum heiðra þeir einnig minningu João Gilberto, einn upphafsmanna Bossa Nova tónlistar. Gilberto fann upp nýja aðferð við að syngja og spila á kassagítar á fimmta og sjötta áratugnum, sem síðar varð frægt og nýtur virðingar um allan heim. Prógram Ife og Óskars inniheldur einnig brasilíska tónlist með jazz, rokk, barrokk og rómantískt klassísku ívafi. Uppbyggingasjóður/Eyþing - Fjallabyggð - Norðurorka - Aðalbakarí og Menningarsjóður Siglufjarðar styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Fréttatilkynning vegna mikillar úrkomu í Fjallabyggð undanfarna sólarhringa

Af gefnu tilefni vilja undirritaðir benda á eftirfarandi atriði vegna mikillar úrkomu í Fjallabyggð undanfarna sólarhringa.
Lesa meira

Opið fyrir innritun í Tónlistarskólann á Tröllaskaga

Opið er fyrir innritun í Tónlistarskólann á Tröllaskaga fyrir skólaárið 2019 – 2020 Foreldrar, forráðamenn og nemendur eru beðinr að skrá sig hér. Athugið að núverandi nemendur sem ætla að halda áfram þurfa einnig að skrá sig. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma skólans 464 9210 og 464 9130 eða Á innritunarsíðu hafa bæst við tvær spurningar í umsóknarferlið sem snúa að persónuvernd, annarsvegar um myndatöku og svo fjölpóst.
Lesa meira

Veiga Grétarsdóttir kayakræðari og transkona komin til Siglufjarðar

Veiga Grétarsdóttir, kayakræðari og transkona frá Ísafirði rær nú á kayak umhverfis Ísland og safnar áheitum fyrir Píeta samtökin, sem sinna þjónustu við fólk í sjálfsvígshættu, með sjálfsskaða og aðstandendu þeirrar.
Lesa meira

Opið fyrir styrkumsóknir vegna ferðamálasamstarfs við Grænland og Færeyjar

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 27. ágúst 2019. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Uppfærð frétt: Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og transkona kemur til Siglufjarðar um kl. 18:00 í dag við Top Mountaineering á Vesturtanganum

Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og transkona frá Ísafirði rær nú á kajak umhverfis Ísland og safnar áheitum fyrir Píeta samtökin, sem sinna þjónustu við fólk í sjálfsvígshættu, með sjálfsskaða og aðstandendur. Veiga er væntanleg til Siglufjarðar um kl. 18:00 í dag 5. ágúst.
Lesa meira

Kofabyggð risin á Siglufirði

Fjallabyggð bauð börnum í bænum upp á smíðavelli undir leiðsögn vinnuskóla Fjallabyggðar frá 15. júlí – 1. ágúst á Siglufirði og í Ólafsfirði. Því miður varð engin þátttaka í Ólafsfirði. Smíðavöllurinn á Siglufirði var opinn þrisvar í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10:00-12:00 nema síðustu vikuna þá var völlurinn opinn í fjóra daga frá mánudegi - fimmtudags. Í dag síðasta daginn var efnt til grillveislu. Myndarleg byggð hefur risið á Siglufirði og nutu krakkarnir sín vel við verkið. Skemmtilegt þema skapaðist en byggðin samanstóð af kirkju, bakaríi, kaffihúsi o.fl. Gekk krökkunum verkefnið vel eins og sjá má á myndunum.
Lesa meira