04.02.2025
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Þjónustugátt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lesa meira
03.02.2025
Mjög há sjávarstaða er við höfnina á Siglufirði. Veður fer versnandi frameftir degi og fram á kvöld og nótt. Eigendur báta í höfninni eru hvattir til þess að huga að þeim.
Lesa meira
31.01.2025
Öll sveitarfélögin á starfsvæði SSNE undirbúa nú hinsegin hátíð dagana 18.-21. júní 2025. Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti. Hátíðin byggir á því góða starfi sem unnið hefur verið í Hrísey en fyrsta Hinsegin hátíðin í Hrísey var haldin árið 2023.
Lesa meira
28.01.2025
Í dag, þriðjudaginn 28. janúar, er hinn langþráði sólardagur á Siglufirði en laugardaginn 25. janúar var fyrsti langþráði sólardagur í Ólafsfirði.
Lesa meira
27.01.2025
Sorphirða er hafin í Fjallabyggð fyrir þessa viku en gengur hægt vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Vonir standa til að sorphirðu ljúki í vikulok.
Lesa meira
25.01.2025
Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnaði formlega í gær, 24. janúar, eftir miklar endurbætur. Áður en svæðið opnaði formlega bauð rekstraraðili börnum að njóta aðstöðunnar fyrr í vikunni.
Lesa meira
24.01.2025
Umfjöllun og athugasemdir sem birtar hafa verið á fréttamiðlum og samfélagsmiðlum um stjórnsýslu– og rekstrarúttekt sem Strategía gerði að beiðni Fjallabyggðar á síðasta ári gefa tilefni til þess að leiðrétta ýmislegt og draga fram efnislega staðreyndir málsins.
Lesa meira
21.01.2025
Bæjarstjórn Fjallabyggðar
253. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 23. janúar 2025 kl. 17:00
Lesa meira
21.01.2025
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni
daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og
minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum.
Lesa meira
17.01.2025
Bæjarráð staðfesti á fundi sínum ráðningu á Gísla Davíð Sævarssyni í starf sviðsstjóra skipulags – og framkvæmdasviðs en starfið var auglýst í desember s.l. Þrír umsækjendur voru um starfið en að mati ráðningarskrifstofu uppfyllti Gísli Davíð best þau skilyrði sem sett voru fram í auglýsingunni og mælti hún með ráðningu hans í starfið.
Lesa meira