Fréttir

Hljómsveitin Ástarpungarnir hefur hlotið nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2026

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 16. desember að útnefna Ástarpungana sem Bæjarlistamenn Fjallabyggðar 2026 og var sú útnefning staðfest á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 17. desember.
Lesa meira

Rekstur upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar sumarið 2026

Fjallabyggð leitar eftir áhugasömum rekstraraðila/þjónustuaðila í sveitarfélaginu til þess að reka upplýsingamiðstöð í Fjallabyggð næsta sumar, frá 15. maí til 15. september 2026. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk hefur verið rekin af Fjallabyggð í samstarfi við bókasafnið undanfarin ár en nú er leitað eftir áhugasömum aðilum sem gætu rekið upplýsingamiðstöðin næsta sumar.
Lesa meira

Akstur skólarútu föstudaginn 19. desember

Vinsamlegast athugið breyttan akstur skólarútu föstudaginn 19. desember.
Lesa meira

Útboð vegna endurnýjunar sundlaugalagna og raflagna í lagnarými

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun sundlaugalagna og raflagna í lagnarými sundlaugar ásamt smíði á klórgeymslu við Sundlaug Siglufjarðar skv. útboðsgögnum AVH.
Lesa meira

Inniganga fyrir 60+ í Íþróttahúsum Fjallabyggðar

Nú býðst íbúum 60 ára og eldri að ganga inni í íþróttahúsum Fjallabyggðar yfir vetrarmánuðina. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir þá sem vilja hreyfa sig reglulega en treysta sér ekki alltaf út í kulda, hálku eða óstöðug veðurskilyrði.
Lesa meira

266. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

266. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 17. desember 2025 kl. 17:00
Lesa meira

Jólastemning í Skógræktinni á Siglufirði 🎄🎄

Jólastemning í Skógræktinni á Siglufirði 🎄🎄 Skíðafélögin í Fjallabyggð SÓ og SSS bjóða í notalega jólastund í Skógræktinni á Siglufirði sunnudaginn 14. desember kl. 14:00–16:00. Tilvalið tækifæri fyrir íbúa Fjallabyggðar til að staldra við og njóta samveru á aðventunni.
Lesa meira

Pottasvæði lokað í sundlauginni á Siglufirði vegna fokhættu

Lesa meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur verið falið að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku á Ólafsfirði í Fjallabyggð, í kjölfar uppsagnar Fjallabyggðar á samningi um rekstur heimilisins. Áætlað er að HSN taki við rekstrinum í síðasta lagi 1. apríl 2026.
Lesa meira

Jólaandinn svífur yfir Ólafsfirði

Jólaandinn sveif yfir þegar jólaljósin voru tendruð á jólatrénu við Tjarnarborg í Ólafsfirði á föstudag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir flutti hugvekju og Tinna Hjaltadóttir og Guðmann Sveinsson tóku nokkur jólalög auk þess sem börn úr leikskólanum Leikhólum sungu jólalög. Þá tóku nokkrir jólasveinar forskot á sæluna og mættu til byggða til þess að hitta börnin.
Lesa meira