22.11.2022
Karlakórinn í Fjallabyggð hefur fengið til liðs við sig tvo nýja stjórnendur, þau Eddu Björk Jónsdóttir kórstjóra og Guðmann Sveinsson sem mun sjá um hljómsveit kórsins.
Lesa meira
22.11.2022
Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.
Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin fimmtudaginn 24. nóvember í Hofi á Akureyri, frá 13-15:30. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.
Lesa meira
22.11.2022
Vert er að vekja athygli á fyrirlestri Ferðamálastofu um áhugaverð rannsóknarefni í ferðaþjónustu sem fram fer fimmtudaginn 24. nóvember kl. 11.
Yfirskriftin er "Ekki er ráð nema í tíma sé tekið - Nauðsyn sjálfbærni og nýsköpunar í ferðaþjónustu."
Lesa meira
21.11.2022
Í gær sunnudaginn 20. nóvember var alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á öryggi óvarinna vegfarenda.
Lesa meira
16.11.2022
Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag ætlar að ljúka árinu á þvi að bjóða upp á tvö opin danskvöld sem haldin verða í Tjarnarborg sunnudagskvöldin 27. nóvember og 4. desember kl. 20.00, klukkustund í senn.
Lesa meira
16.11.2022
Ungmennum fæddum 2004-2006 boðið að koma í félagsmiðstöðina Neon föstudagskvöldið 18. nóvember frá kl. 20:30 – 22:30
Lesa meira
15.11.2022
Vegna framkvæmda við Innri höfn á Siglufirði er aðkomu að Norðurtanga lokuð og þeim sem málið varðar bent á að notast við hjáleið um Vesturtanga. Lokunin mun vara fram í næstu viku. Sjá nánari skýringar á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira
15.11.2022
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar boðar til haustfundar ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg fimmtudaginn 14. nóvember nk. og hefst kl. 17:00.
Lesa meira
15.11.2022
Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á þessa frábæru leikhúsveislu Birgitta kveður hjá Leikfélagi Fjallabyggðar.
Allra síðustu sýningar verða á morgn miðvikudaginn 16. nóvember kl. 17:00 og fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20:00.
Lesa meira
14.11.2022
Styrkir úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka eru veittir einu sinni á ári. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki árið 2022.
Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum sem stuðla að ofangreindum heimsmarkmiðum sem bankinn leggur sérstaka áherslu á. Íslandsbanki greiðir 0,1% mótframlag í sjóðinn af innstæðu Vaxtasprota sparnaðarreikningum á ársgrundvelli.
Lesa meira