Ferðamálastofa
Vert er að vekja athygli á fyrirlestri Ferðamálastofu um áhugaverð rannsóknarefni í ferðaþjónustu sem fram fer fimmtudaginn 24. nóvember kl. 11.
Yfirskriftin er "Ekki er ráð nema í tíma sé tekið - Nauðsyn sjálfbærni og nýsköpunar í ferðaþjónustu."
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklasans, mun deila með áheyrendum af hverju hún telur bæði nauðsynlegt og aðkallandi að fyrirtæki í ferðaþjónustu stundi sjálfbæra starfsemi – og ekki aðeins í umhverfismálum. Ásta mun m.a. ræða mikilvægi nýsköpunar í ferðaþjónustunni til að ná þessu markmiði hratt og vel.
Áslaug Briem, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu, mun fara yfir verkefni á vegum Ferðamálastofu sem tengjast sjálfbærni með beinum og óbeinum hætti og kynna verkfæri sem leiðbeinir og vísar ferðaþjónustufyrirtækjum leiðina í átt til sjálfbærni.
Fyrirlestrarnir fara fram sem viðburður á Facebook. Gera má ráð ráð fyrir að þeir taki um 30-40 mínútur. Áheyrendur geta sent fyrirlesurum spurningar um spjallbox á meðan á þeim stendur og að þeim loknum, sem fyrirlesarar munu svara í lokin.
Skráning
Áhugasöm eru hvött til að skrá sig á Facebook síðu viðburðarins til að fá tilkynningu áður en útsending hefst.