Af vef Íslandsbanka
Styrkir úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka eru veittir einu sinni á ári. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki árið 2022. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember nk.
Styrkir úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka eru veittir einu sinni á ári. Við viljum vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu og veitum styrki til verkefna sem styðja við þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á og má sjá hér að neðan. Að þessu sinni eru umsækjendur einnig hvattir til að líta sérstaklega til undirmarkmiðanna og tilgreina tengingar við þau í umsóknarferlinu. Þetta er til viðbótar við hefðbundin skilyrði sjóðsins sem umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel.
Bæði fyrirtækjum og einstaklingum er heimilt að sækja um styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Umsækjendur eru beðnir um að svara örfáum spurningum ásamt því að skila inn 10-15 glæru kynningu sem gerir hugmyndinni góð skil. Kynningin skal vera á pdf formi og þurfa þurfa eftirfarandi atriði að koma fram:
- Titill verkefnis og stutt greinagóð lýsing - Verkefnið útlistað í 1-2 setningum.
- Vandamálið -Hvaða vandamál er verið að leysa? Hvaða heimsmarkmið (1 eða fleiri) eru í brennidepli?
- Lausnin -Í hverju felst lausnin? Með hvaða hætti styður lausnin heimsmarkmiðin?
- Teymið -Hver standa að verkefninu? Framkvæmdarteymið en einnig eignarhald og rekstrarform.
- Markaðurinn -Fyrir hvern er lausnin/varan?
- Samkeppnin -Hvaða aðrar lausnir eru á markaðinum?
- Samkeppnisforskotið -Hvað gerir þessa lausn betri en aðrar lausnir, hvert er samkeppnisforskotið? Hvaða tengingar og samstarf gera það líklegra að verkefnið hafi tilætluð áhrif?
- Áhrif/Markmið -Hver eru jákvæð samfélagsleg áhrif/útkoma verkefnisins? Hvernig styður verkefnið við heimsmarkmiðin? Hér má gjarnan setja fram "SMART" markmið.
- Kostnaðar-, tekju- og tímaáætlun -Gróf áætlun um kostnað, tekjur, aðra fjármögnun og einföld tímalína.
- 10. Ráðstöfun og áhrif styrkveitingar -Hvernig mun styrkurinn nýtast og auka framgöngu verkefnisins?
Stjórn Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka hefur skipað KLAK - Icelandic Startups sem úthlutunarnefnd, sbr. 4. gr. úthlutunarreglna sjóðsins. Umsóknum verður því deilt með KLAK - Icelandic Startups sem fer yfir þær og gerir tillögur til stjórnar um úthlutun styrkja. Umsækjendur eru hvattir til að virða lengdarmörk og skrifa greinagóða lýsingu á verkefninu.
Heimsmarkmiðin fjögur sem sjóðurinn hefur valið að styðja sérstaklega við má finna hér
Beina skal öllum fyrirspurnum í tengslum við umsóknir til úthlutunarnefndar Frumkvöðlasjóðsins í gegnum netfangið frumkvodlasjodur@islandsbanki.is
Umsækjendum er bent á að kynna sér reglur um skattlagningu styrkja og heimildir til frádráttar kostnaðar á heimasíðu Skattsins, www.rsk.is, og persónuverndaryfirlýsingu sjóðsins.
Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér
Frumkvöðlasjóður - umsóknareyðublað