01.12.2022
Félagsmiðstöðin Neon var með opið hús fyrir íbúa Fjallabyggðar í gær miðvikudaginn 30. nóvember þar sem gestum gafst tækifæri á að skoða hið nýja og stórglæsilega húsnæði.
Lesa meira
30.11.2022
Jólatónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga verða haldnir á eftirfarandi dögum.
Allir velkomnir!
Lesa meira
29.11.2022
Laugardaginn 3. desember frá kl. 14:00 - 18:00 verður opið hús í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Í ár hefur Aðalheiður verið að fagna 10 ára menningarstarfi í Alþýðuhúsinu í hennar eigu og gaf út bók af því tilefni. Einnig hlaut hún Bæjarlistamannstitilinn í Fjallabyggð fyrir árið 2022 sem senn er að ljúka.
Lesa meira
29.11.2022
Tendruð voru ljós á jólatrjám í Fjallabyggð um nýliðna helgi.
Dagskráin var á ljúfu nótunum í báðum byggðakjörnum.
Lesa meira
28.11.2022
222. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 30. nóvember 2022 kl. 17.00
Lesa meira
24.11.2022
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar heimsækir listamenn og söfn
Þeir Þorsteinn Ásgeirsson og Björn Þór Ólafsson forsvarsmenn Pálshúss og upphafsmenn uppbyggingu safnsins tóku vel á móti hópnum og kynntu þeir starfsemina allt frá því fyrsta ákvörðun um uppbyggingu hússins hófst og til dagsins í dag ásamt því að fara yfir framtíðaráform um rekstur hússins.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar þeim Steina og Birni fyrir móttökurnar.
Á síðasta fundi heimsótti nefndin Ljóðasetur Íslands þar sem Þórarinn Hannesson tók á móti nefndinni og fræddi um setrið og starfsemina.
Markaðs- og menningarnefnd hefur í hyggju að heimsækja söfn og listamenn með reglulegum hætti á kjörtímabilinu.
Lesa meira
24.11.2022
Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði færði Leikskálum á Siglufirði hjartastuðtæki að gjöf. Það voru starfsmenn og stjórnendur skólans sem tóku á móti þessari rausnarlegu gjöf.
Lesa meira
24.11.2022
,,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi” er slagorð íslenskra Soroptimista
Átakið sem leitt er af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt hefst 25. nóvember og því lýkur 10. desember.
Um allan heim sameinast hin ýmsu samtök í því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi með ýmsum hætti en roðagylltur litur er einkenni átaksins, #roðagyllumheiminn, #orangetheworld en hann á að tákna bjartari framtíð.
Lesa meira
23.11.2022
Sannkölluð jólastund verður í Fjallabyggð um komandi helgi þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Lesa meira
22.11.2022
Neon auglýsir opið hús fyrir íbúa Fjallabyggðar Neonráð* býður íbúum Fjallabyggðar í heimsókn í nýtt húsnæði félagsmiðstöðvarinnar miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20:00 – 22:00
Íbúar eru hvattir til að koma og skoða glæsilegar aðstæður unglingana, jafnvel spila pool, borðtennis eða taka á annan hátt þátt í starfinuu þetta kvöld.
Boðið verður upp á veitingar.
Neonráð
Lesa meira