Fréttir

Ben Salter - Tónleikar í Siglufjarðarkirkju

Laugardagskvöldið 4. ágúst klukkan 20:00 í Siglufjarðarkirkju mun hinn víðförli ástralski trúbador Ben Salter flytja söngdagskrá með eigin lögum og textum.
Lesa meira

Lifandi tónlist um Verslunarmannahelgina á Torginu á Siglufirði

Lifandi tónlist um Verslunarmannahelgina á Torginu á Siglufirði Það verður nóg um að vera á veitingastaðnum Torginu á Siglufirði yfir Verslunarmannahelgina, þar sem sambland verður af góðum mat og lifandi tónlist alla helgina.
Lesa meira

Vel heppnaðir Trilludagar

Trilludagar voru haldnir á Siglufirði í þriðja sinn um nýliðna helgi. Þóttu þeir takast einstaklega vel og var góð stemning á bryggjunni allan daginn. Talið er að um 1500 manns hafi lagt leið sína niður á höfn og notið þess sem í boði var.
Lesa meira

Búið er að opna aftur tjaldsvæðið við Stóra Bola

Búið er að opna tjaldsvæðið við Stóra Bola.
Lesa meira

Tjaldsvæðið við Stóra-Bola lokað í dag

Vegna framkvæmda við uppsetningu snjóflóðastoðvirkja í Hafnarhyrnu, fyrir ofan Siglufjörð, verður að loka tjaldsvæðinu við Stóra-Bola það sem eftir lifir dags og fram eftir degi á morgun 26. júlí.
Lesa meira

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í Fjallabyggð

Dagana 7. - 10. ágúst nk. verður Kristín Tómasdóttir á ferðinni með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 8-12 ára í Fjallabyggð.
Lesa meira

Samvera skipti máli

Síðustu ár hefur Fjallabyggð verið hluti Saman-hópsins, en aðalmarkmið þess hóps er að auka samstarf fólks sem vinnur að forvörnum. Skilaboðum hópsins hefur frá stofnun verið komið á framfæri í fjölmiðlum, með umræðum og auglýsingum, en hópurinn leggur áherslu á að starf hans skili sér til allrar landsbyggðarinnar.
Lesa meira

Íslenska sönglagið - Berjadagar 2018 í tuttugasta sinn

Hinir árlegu Berjadagar í Ólafsfirði í Fjallabyggð, verða nú haldnir í tuttugasta sinn frá 16. - 19. ágúst nk. með uppskeru aðalbláberja og fjallagrasa. Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði og listamenn á heimasíðunni berjadagar-artfest.com. Dagskrá hátíðarinnar er einnig að finna á Facebook síðu Berjadaga Íslenska sönglagið er afmælisþema Berjadaga 2018. Íslensk sönglög hafa glætt hátíðina lífi allt frá því leikar fóru fyrst fram á þeim fagra stað, Ólafsfirði.
Lesa meira

Trilludagar 28. júlí - Öðruvísi fjölskylduhátíð

Enn á ný mun Siglufjörður iða af lífi þegar fjölskylduhátíðin Trilludagar verður haldin laugardaginn 28. júlí nk., en þá verður gestum á öllum aldri boðið uppá sjóstöng og skemmtisiglingar út á fjörðinn fagra. Aflinn verður síðan grillaður þegar í land er komið. Síldargengið fer rúnt um bæinn, Sirkus Íslands kíkir í heimsókn og fjölskyldugrill verður á Rauðkutúni ásamt bryggjuballi þar sem Landabandið mun halda uppi fjörinu fram eftir kvöldi.
Lesa meira

Gnýfari - reiðnámskeiði fyrir börn, unglinga og fullorðna í Ólafsfirði

Hestamannafélagið Gnýfari mun standa fyrir reiðnámskeiði fyrir börn, unglinga og fullorðna í Ólafsfirði.
Lesa meira