Dagana 7. - 10. ágúst nk. verður Kristín Tómasdóttir á ferðinni með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 8-12 ára í Fjallabyggð.
Námskeiðið er kennt frá 7. - 10. ágúst 2018 frá kl. 09:00-12:00. Lögð verður áhersla á sjálfsmyndarkennslu, jafningjafræðslu, félagsfærniþjálfun og stelpufjör. Þá munu þátttakendur læra að þekkja hugtakið sjálfsmynd, vinna að því að þekkja sína eigin sjálfsmynd og læra leiðir til þess að fyrirbyggja að sjálfsmyndin þróist í neikvæða átt.
Kristín Tómasdóttir kennir námskeiðið og byggir það á nýjustu bók sinni Sterkar stelpur. Notast verður við leiki, verkefni, hópavinnu og æfingar.
Dagskráin er svohljóðandi:
- Þriðjudagur: Hópefli, hugtakið sjálfsmynd, dagbókagerð, skapandi hugsun og hugleiðsla.
- Miðvikudagur: Hópefli, mín eigin sjálfsmynd, spuna æfingar og núvitundarkennsla.
- Fimmtudagur: Hópefli, leiðir til að styrkja sjálfsmyndina, ræðukennsla, selfí og Yoga.
- Föstudagur: Hópefli, markmiðasetning, gildi, amazing race, sparinesti, kveðjustund og foreldrafundur.
Í vikunni eftir verlsunarmannahelgi ætlum við að bjóða uppá sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur 8-12 ára í Fjallabyggð.
Námskeiðið er kennt frá 7. - 10. ágúst milli klukkan 09:00-12:00. Lögð verður áhersla á sjálfsmyndarkennslu, jafningjafræðslu, félagsfærniþjálfun og stelpufjör. Þá munu þátttakendur læra að þekkja hugtakið sjálfsmynd, vinna að því að þekkja sína eigin sjálfsmynd og læra leiðir til þess að fyrirbyggja að sjálfsmyndin þróist í neikvæða átt.
Kristín Tómasdóttir kennir námskeiðið og byggir það á nýjustu bók sinni Sterkar stelpur. Notast verður við leiki, verkefni, hópavinnu og æfingar.
Dagskráin er svohljóðandi:
- Þriðjudagur: Hópefli, hugtakið sjálfsmynd, dagbókagerð, skapandi hugsun og hugleiðsla.
- Miðvikudagur: Hópefli, mín eigin sjálfsmynd, spuna æfingar og núvitundarkennsla.
- Fimmtudagur: Hópefli, leiðir til að styrkja sjálfsmyndina, ræðukennsla, selfí og Yoga.
- Föstudagur: Hópefli, markmiðasetning, gildi, amazing race, sparinesti, kveðjustund og foreldrafundur.
Verð er 16.990 kr fyrir vikuna en Soroptimistafélag Tröllaskaga mun styrkja þátttakendur um 6.990 kr af námskeiðisgjaldi svo foreldrar greiða einungis 10.000 kr fyrir vikuna.
Frekari upplýsingar og skráning á stelpurgetaallt@gmail.com eða í síma 662 4292.