Síðustu ár hefur Fjallabyggð verið hluti Saman-hópsins, en aðalmarkmið þess hóps er að auka samstarf fólks sem vinnur að forvörnum. Skilaboðum hópsins hefur frá stofnun verið komið á framfæri í fjölmiðlum, með umræðum og auglýsingum, en hópurinn leggur áherslu á að starf hans skili sér til allrar landsbyggðarinnar.
Sumarátak.
Í sumar vill Saman-hópurinn undirstrika mikilvægi samverunnar fyrir forsjárfólk og unglinga, enda hafa rannsóknir sýnt að samvera fjölskyldunnar er ein helsta skýring á góðu gengi Íslendinga í forvörnum á undanförnum árum er þessi samvera, og mikilvægi þess að saman skapi fjölskyldan góðar minningar, megininntakið í auglýsingum hópsins, en þeim hefur verið dreift víða. Reynt er að undirstrika að samvera þurfi ekki endilega að þýða útgjöld, við getum spjallað saman, spilað saman, sungið, leikið, hjólað, eldað og farið í göngutúra svo dæmi séu tekin.
Markmiðið er að koma skilaboðum til foreldra varðandi þær hættur sem steðja að börnum á sumrin, þar sem auknar líkur eru á að áfengi og önnur vímuefni séu höfð um hönd, s.s. í sumarbústaðaferðum, á tónlistarhátíðum og á bæjarhátíðum. Hvatt er til samveru fjölskyldna. Leggja þarf aukna áherslu á að koma skýrum skilaboðum frá hópnum varðandi úti- og bæjarhátíðir og tónlistarhátíðir.
Nýtt kynningarnefni http://samanhopurinn.is/kynningarefni#anchor-72
Í Fjallabyggð er hæglega hægt að finna eitthvað skemmtilegt að gera saman. Má þar til að mynda nefna náttúruna okkar, fjöllin, hafnirnar, skógræktina á Siglufirði, bókasöfnin, söfn, setur og gallerý, sundlaugarnar, golfvellina, íþróttavellina svo eitthvað sé nefnt.
Heimasíða SAMAN-hópsins www.samanhopurinn.is
Góða og gleðilega samveru í sumar!