Tjaldsvæðið við Stóra-Bola lokað í dag

Mynd: Magnús Magnússon
Mynd: Magnús Magnússon

Vegna framkvæmda við uppsetningu snjóflóðastoðvirkja í Hafnarhyrnu, fyrir ofan Siglufjörð, verður að loka tjaldsvæðinu við Stóra-Bola það sem eftir lifir dags og fram eftir degi á morgun 26. júlí. Tjaldsvæðið er í flugleið þyrlunnar sem mun ferja stoðvirkin upp í fjall og því ekki annað hægt en að loka svæðinu af öryggisástæðum. Bent er á tjaldsvæðið á Rammalóðinni og við ráðhústorgið. 

Stoðvirki
Stoðvirkin, sem eru engin smásmíði, bíða nú flutnings upp í Hafnarhyrnu.

Stoðvirki í Hafnarhyrnu
Byrjað var að setja upp stoðgrindur í Hafnarhyrnu sumarið 2013.

Stoðvirki Hrafnarhyrnu