Fréttir

Úrslit í Menningarminjakeppni grunnskólanna og European Heritage Makers Week

Í vor stóð Minjastofnun Íslands fyrir Menningarminjakeppni grunnskólanna í tilefni af Menningararfsári Evrópu 2018. Menningarminjakeppnin er hluti af stærri viðburði Evrópuráðsins, European Heritage Makers Week. Í Menningarminjakeppnina bárust sjö verkefni frá tveimur skólum: Grunnskólanum á Drangsnesi og Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Íbúðarsvæði við Aðalgötu og Ólafsveg í Ólafsfirði Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti þann 26.júní sl. tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 samkvæmt 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að Aðalgata 15 og Ólafsvegur 3 verði skilgreint sem íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir þjónustustofnanir. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 17.maí 2018.
Lesa meira

Strandmenningarhátíð á Siglufirði

Dagana 4. – 8. júlí 2018 fer fram Norræn Strandmenningarhátíð á Siglufirði. Um er að ræða sjöundu strandmenningarhátíðina en sú fyrsta fór fram á Húsavík árið 2011. Síðan þá hefur hátíðin verið haldin í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Álandseyjum og Færeyjum.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Fjöllistahópurinn Melodic Objects

Sunnudaginn 22. júlí nk. kl. 15.00 verður fjöllistahópurinn Melodic Objects með sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin er fyrir fólk á öllum aldri og eru allir velkomnir.
Lesa meira