Fréttir

Alþýðuhúsið valið á Eyrarrósarlistann 2017

Sex ólík menn­ing­ar­verk­efni á lands­byggðinni hafa verið val­in á Eyr­ar­rós­arlist­ann 2017 og eiga þar með mögu­leika á að hljóta Eyr­ar­rós­ina í ár og er Alþýðuhúsið á Sigluf­irði undir stjórn Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur eitt af þeim. Alls bár­ust 37 um­sókn­ir um Eyr­ar­rós­ina, hvaðanæva af land­inu..
Lesa meira

Dagur leikskólans

Í dag 6. febrúar var dagur leikskólans. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Lesa meira

142. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar

142. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn 9. febrúar 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
Lesa meira

Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Bæjarstjórn Fjallabyggðar áformar breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 til samræmis við framkvæmdir sem fram hafa farið á hafnarsvæðinu á Siglufirði og fyrirhugaða uppbyggingu við hafnarsvæðið. Fyrir liggja drög að deiliskipulagi norðan Hafnarbryggju á Þormóðseyri, Siglufirði. Þar er gert ráð fyrir athafnalóðum á landfyllingu sem varð til við dýpkunarframkvæmdir hafnarinnar árið 2016.
Lesa meira

Róbert Grétar Gunnarsson nýr deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála

Í desember sl. var gengið frá ráðningu í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar. Alls sóttu 7 aðilar um stöðuna og var Róbert Grétar Gunnarsson metinn hæfastur.
Lesa meira

Allir lesa hefst í dag, föstudaginn 27. janúar!

Í dag er blásið til leiks í hinum stórskemmtilega og æsispennandi lestrarlandsleik Allir lesa! Mörg sveitarfélög hvetja bæjarbúa til að mynda lið og skrá lestur í von um að í bænum leynist sigurliðið, og þar með öflugustu lestrarhestar landsins! Í ár er einnig er hægt að keppa sem einstaklingur og verður fróðlegt að sjá hver les mest allra Íslendinga. Vinningshafar fá gjafakort á bókamarkað félags íslenskra bókaútgefanda og stærstu liðin fá girnilegar kræsingar með lestrinum. Allir lesa auk þess sem landsleikurinn er frábært tækifæri til að minnka skjátíma og lesa eitthvað af þeim fjölmörgu frábæru bókum sem fylla hillur landsmanna og bókasafna landsins. Hægt er að hefja keppni hvenær sem er á tímabilinu 27. janúar til 19. febrúar og hefur fjöldi fólks þegar skráð sig til leiks á allirlesa.is.
Lesa meira

Ný og betri líkamsrækt í Ólafsfirði

Ný og betri líkamsrækt í Ólafsfirði var formlega vígð í gær 26. janúar kl. 16:30
Lesa meira

Hæfileikakeppni Grunnskólans 2017

Í gær stóð Grunnskóli Fjallabyggðar fyrir hæfileikakeppni fyrir nemendur í 1. - 7. bekk. Keppnin fór fram í Tjarnarborg og var keppnin mjög vel sótt en um 130 manns voru í salnum.
Lesa meira

Afhending menningarstyrkja 2017

Þegar Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2017 var formlega útnefndur þann 25. janúar sl., voru líkt og síðustu ár afhentir, með formlegum hætti, menningar- og rekstrarstyrkir til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2017. Styrkir sem með einum eða öðrum hætti munu styðja við bakið á menningarlífi Fjallabyggðar.
Lesa meira

Skammdegishátíðin 2017 hefst 26. janúar

Skammdegishátíðin hefst 26. janúar kl. 17:00 á Skammdegi Exhibition í Landsbjargarhúsinu á Ólafsfirði. Dagskráin á morgun og fram á kvöld er eftirfarandi:
Lesa meira