Afhending menningarstyrkja 2017
Þegar Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2017 var formlega útnefndur þann 25. janúar sl., voru líkt og síðustu ár afhentir, með formlegum hætti, menningar- og rekstrarstyrkir til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2017. Styrkir sem með einum eða öðrum hætti munu styðja við bakið á menningarlífi Fjallabyggðar.
Athöfnin fór fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg og sáu nemendur úr Tónskóla Fjallabyggðar um tónlistarflutning. Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi og Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður markaðs- og menningarnefndar afhentu viðurkenningar til styrkþega.
Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að upphæð 4.900.000 kr. en í máli Lindu Leu Bogadóttur kom fram að þrátt fyrir mikinn fjölda hátíða bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði til margra ára væru því miður blikur á lofti um að einhverjar af þessum hátíðum muni líða undir lok verði ekki gripið til einhverra ráðstafana. Á síðasta ári sagði stjórn Félags um Síldarævintýri af sér og í framhaldinu auglýsti bæjarfélagið eftir aðilum til að annast undirbúning og rekstur hátíðarinnar án nokkurs árangurs sem varð til þess að verkefnið endaði á borði markaðs- og menningarfulltrúa. Markaðs- og menningarnefnd hefur fjallað um verkefnið og áframhald þess en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert stefnt verður en mikilvægt er að finna viðunandi lausn á rekstri hátíðarinnar ef halda á Síldarævintýrið í nánustu framtíð.
Eftirtaldir einstaklingar og félagasamtök hljóta styrk að þessu sinni:
Aðalheiður Eysteinsdóttir / Alþýðuhúsið – 300.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi og viðburða Alþýðuhússins á árinu 2017.
Vinnustofa Abbýjar. Arnfinna Björnsdóttir – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs vinnustofu.
Berjadagar Tónlistarhátíð – 550.000 kr.
Hlýtur styrk vegna árlegrar tónlistarhátíðar.
Eldriborgara kórinn í Fjallabyggð – 150.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins.
Félag eldri borgara í Ólafsfirði – 100.000 kr.
Félagið hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins.
Félag eldri borgara á Siglufirði - 100.000 kr.
Félagið hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins.
Félag um Ljóðasetur Íslands – 350.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs á Ljóðasetri Íslands
Kirkjukór Ólafsfjarðar – 200.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins á árinu 2017.
Kirkjukór Siglufjarðar – 75.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins á árinu 2017.
Leikfélag Fjallabyggðar – 400.000 kr.
Hlýtur styrk vegna uppsetningar á nýju leikriti á árinu 2017.
Listhúsið Ólafsfirði – 350.000 kr.
Hlýtur styrk vegna Skammdegishátíðar
Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi klúbbsins. Sýningar og námskeið
Reitir – 150.000 kr.
Hlýtur styrk vegna REITA 2017
Sjómannafélag Ólafsfjarðar – 1.000.000 kr.
Hlýtur styrk vegna dagskrá Sjómannadagshátíðar í Fjallabyggð.
Systrafélag Siglufjarðarkirkju – 50.000 kr.
Hlýtur styrk til endurbóta Safnaðarheimilis
Ungmennafélagið Glói – 175.000 kr.
Hlýtur styrk vegna ljóðahátíðarinnar Haustglæður sem haldin verður í september/október 2017..
Þjóðlagahátíðin Siglufirði – 850.000 kr.
Hlýtur styrk vegna árlegrar tónlistarhátíðar
Kolfinna Ósk Andradóttir lék á fiðlu, Musette í D-dúr eftir J.S.Bach.
Helga Dís Magnúsdóttir lék á gítar, Spanish Romance, spænskt þjóðlag.
Ronja Helgadóttir lék á píanó lag eftir Helga Reyni Árnason.
Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs afhendir Arnfinnu Björnsdóttur,
bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2017 viðurkenningu.