Drög að breyttu aðalskipulagi
Bæjarstjórn Fjallabyggðar áformar breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 til samræmis við framkvæmdir sem fram hafa farið á hafnarsvæðinu á Siglufirði og fyrirhugaða uppbyggingu við hafnarsvæðið.
Fyrir liggja drög að deiliskipulagi norðan Hafnarbryggju á Þormóðseyri, Siglufirði. Þar er gert ráð fyrir athafnalóðum á landfyllingu sem varð til við dýpkunarframkvæmdir hafnarinnar árið 2016.
Aðalskipulagsbreytingin nær til hafnarsvæðisins á Siglufirði frá smábátahöfninni í vestri, austur yfir svokallaða Hafnarbryggju og norður að núverandi sjóvarnargarði.
Fyrirhugað deiliskipulag nær yfir um 6.000 m² svæði á landfyllingu sem útbúin var árið 2016. Svæðið afmarkast í suðri af norðurenda gömlu Hafnarbryggjunnar og í vestri af lóðamörkum núverandi lóða við Tjarnargötu. Sjóvarnargarður er á jaðri landfyllingarinnar.
Ábendingum og athugasemdum við lýsingu þessa skal skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 21, 580 Siglufirði eða með tölvupósti á netfangið armann@fjallabyggd.is
Skipulagslýsing - breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028