Fréttir

Hausttónleikar Tónlistarskólans

Hausttónleikar Tónlistarskólans á Trölladaga verða haldnir dagana 24. - 27. október nk. Á tónleikunum koma fram nemendur skólans með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
Lesa meira

Könnun á áformum markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Fjallabyggð sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Fjallabyggðar til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.
Lesa meira

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands - auglýst er eftir verkefnum

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Opnuð hefur verið vefsíða afmælisársins á slóðinni www.fullveldi1918.is. Vefsíðan verður upplýsingasíða þar sem m.a. verður hægt að fylgjast með dagskrá afmælisársins og skrá verkefni á dagskrá. Á síðunni verður hægt að finna fróðleik um árið 1918 og fullveldishugtakið sem og námsefni fyrir skóla.
Lesa meira

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 2017

Kjördeildir í bæjarfélaginu Fjallabyggð við Alþingiskosningarnar 28. október næstkomandi verða tvær.
Lesa meira

150. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

150. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 18. október 2017 kl. 12.00
Lesa meira

Ófærð 2

Halló Kæru Siglfirðingar Takk kærlega fyrir aðstoðina síðastliðna helgi. Nú höfum við staðið í ströngu við að kvikmynda stóra og flókna senu á ráðhústorginu og hefði það svo sannarlega ekki verið mögulegt nema með aðstoð ykkar.
Lesa meira

Tilkynning frá framleiðsluteymi Ófærðar

Kæri íbúi Siglufjarðar Næstkomandi föstudag hefjast tökur á annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna Ófærð. Tökurnar hefjast að sjálfsögðu á Siglufirði og munu standa þar, til næstu mánaðamóta. Eins og áður, viljum við vinna allar framkvæmdir í traustu og góðu sambandi við bæjarbúa og nærsveitunga. Okkur fylgir, eins og síðast, töluvert umstang, götulokanir og mögulegar tafir á umferð. Við munum leggja okkur fram við að halda bæjarbúum upplýstum um hvað sé gerast hverju sinni til að sem minnst óþægindi hljótist af upptökunum.
Lesa meira

Heimilt að fjarlægja bíla í slæmu ástandi af einkalóðum

Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að í nýjum úrskurði úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindanefndar, sem kveðinn var upp þann 3. október síðastliðinn, komi það skýrt fram að heilbrigðiseftirlitið hafi heimild til að fjarlægja númerslausa bíla á einkalóðum, á þeirri forsendu einni að um sé að ræða lýti á umhverfinu. Þar segir að úrskurðað hafi verið í kærumáli á hendur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja sem fjarlægt hafi númerslausan, ryðgaðan bíl í slæmu ástandi af einkalóð.
Lesa meira

Tilkynning frá Tæknideild Fjallabyggðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra

Íbúar við Hlíðarveg, Hornbrekkuveg og Túngötu í Ólafsfirði þurfa að halda áfram að sjóða neysluvatn. Búið er að staðfesta að mengunin sé bundin við vatnsbólið í Brimnesdal og hefur Veitustofnun Fjallabyggðar einangrað bólið frá veitunni að undanskildum ofangreindum götum. Neysluvatn í öðrum götum en taldar eru upp hér að ofan er ómengað og því hæft til neyslu.
Lesa meira

Menningarminjadagar - Leiðsögn um rústir Evangerverksmiðjunnar

Menningarminjadagarnir eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu. Allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. Þema ársins 2017 er „Minjar og náttúra“.
Lesa meira