01.11.2017
Kynningarfundur með íbúum, þjónustuaðilum, verslunareigendum, fulltrúum atvinnulífs, félagasamtaka og annarra samtaka í Fjallabyggð vegna Norrænu strandmenningarhátíðarinnar.
Lesa meira
31.10.2017
Íþróttamiðstöðin á Siglufirði verður lokuð helgina 4. – 5. nóvember vegna Íslandsmóts í blaki kvenna.
Lengdur opnunartími verður þessa sömu helgi í Íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði en hún verður opin sem hér segir:
Laugardag frá kl. 10:00-16:00
Sunnudag frá kl. 10:00-16:00
Lesa meira
27.10.2017
Ríkharður Hólm Sigurðsson bæjarfulltrúi fæddist í Ólafsfirði 19. maí 1954. Hann varð bráðkvaddur 10. október sl. og verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju í dag kl. 14.
Ríkharður var varamaður í bæjarstjórn Fjallabyggðar í upphafi kjörtímabils. Í október 2015 tók hann sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn og tók við stöðu forseta bæjarstjórnar. Í desember 2016 varð hann 1. varaforseti bæjarstjórnar og gegndi þeirri stöðu til dánardags.
Lesa meira
26.10.2017
Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira
25.10.2017
Staðfest er að neysluvatn í Ólafsfirði en ennþá mengað. Sýni eru tekin reglulega og tilkynning um breytingar á gæðum neysluvatnsins verða tilkynntar um leið og óhætt er að neyta vatnsins.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum sem haldin var 24. október sl. að veita fjármagni til þess að setja upp geislatæki við vatnstankinn í Brimnesdal. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er um 5.000.000.- kr.
Veitustofnun Fjallabyggðar hefur unnið við endurbætur á vatnsbólum og er byrjað að undirbúa uppsetningu á geislatækinu. Gera má ráð fyrir að geislatækið verði komið í notkun eftir 2-3 vikur.
Lesa meira
24.10.2017
Í nýjum samningi við Hópferðabíla Akureyrar um skóla- og frístundaakstur fyrir tímabilið 2017-2020 er gert ráð fyrir auknu öryggi farþega skólabílsins.
Lesa meira
24.10.2017
Nýjasti frystitogari landsins Sólberg ÓF í eigu Ramma ehf. kom til Fjallabyggðar á vormánuðum og hóf veiðar strax í júní.
Lestarrými í Sólbergi ÓF er gríðarlega stórt og getur skipið tekið vel yfir 1000 tonn af fiski í lestum skipsins. Fyrsta löndun Sólberg ÓF á þessu fiskveiðiári sló öll aflamet, þegar skipið landaði alls 1146,1 tonnum af fiski. Þar af voru 854 tonn af þorski, 170 tonn af Karfa og 85 tonn af Ufsa..
Lesa meira
22.10.2017
Margt var um manninn í gær, fyrsta vetrardag, í Menningarhúsinu Tjarnarborg þar sem þrjár lista- og handverkskonur úr Fjallabyggð stóðu fyrir sýningunni Sköpun og verk.
Lesa meira
19.10.2017
Ennþá er mengun í vatnsveitu Ólafsfjarðar og eru íbúar og notendur eindregið hvattir til að sjóða allt neysluvatn þar til annað verður upplýst.
Lesa meira
19.10.2017
Svæðisfundur DMP fyrir Fjallabyggð og Skagafjörð verður haldin þann 31. október nk. kl. 9:30 til 15:00 í Háskólanum á Hólum í Hjaltadal.
Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að gerð áfangastaðaáætlunar fyrir Norðurland. Verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis
Lesa meira