23.12.2009
Ágæti íbúi Fjallabyggðar, ég sendi þér og þinni fjölskyldu bestu óskir um gleðileg
jól og farsælt komandi ár.
Lesa meira
22.12.2009
Í ljós hafa komið gallar á frágangi á stefnum sem byrjað var að dreifa til heimila á Siglufirði í dag. Dreifingin hefur því verið stöðvuð þar til gallarnir hafa verið lagfærðir.
Lesa meira
22.12.2009
Að gefnu tilefni viljum við biðja fólk að skilja ekki eftir sorp við girðingar gámasvæða utan opnunartíma þeirra. Íbúar eru hvattir til að kynna sér opnunartíma gámasvæða og mæta með ruslið þegar opið er.
Lesa meira
21.12.2009
Grænan tunnan verður tekin í Ólafsfirði þriðjudaginn 22. desemer, ekki 23. og 24. desember eins og áður hafði verið auglýst í sorphirðudagatali.
Lesa meira
18.12.2009
Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Framhaldsskólann við utanverðan Eyjafjörð rann út þriðjudaginn 15. desember sl.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust sjö umsóknir um stöðuna, frá fjórum konum og þremur körlum.
Lesa meira
18.12.2009
Áður en fundur bæjarstjórnar hófst sl. þriðjudag færðu bæjarfulltrúar og bæjarstjóri sveitarfélaginu nýtt ræðupúlt að gjöf. Ræðupúltið smíðaði Skarphéðinn Guðmundsson fyrrverandi bæjarfulltrúi. Framan á því má finna haganlega útskorið merki Fjallabyggðar.
Lesa meira
17.12.2009
Í dag var gámasvæði opnað í Ólafsfirði. Þar með má segja að enn eitt skrefið hafi verið stigið í umhverfisúrbótum í Fjallabyggð.
Lesa meira
17.12.2009
Nokkur umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um tillögu fræðslunefndar um framtíð fræðslumála í Fjallabyggð. M.a. var rætt við Kristján Hauksson formann fræðslunefndar í fréttum svæðisútvarpsins í gær. Hægt er að hlusta á viðtalið hér:
Lesa meira
16.12.2009
Í dag verður dreift í hús nýju fréttabréfi Fjallabyggðar. Meðal efnis í fréttabréfinu eru greinar um sorpmálin og fræðslumálin. Hægt er að skoða fréttabréfið hér: http://www.fjallabyggd.is/skrar/.pdf/frettabref_desi_2009_skjal.pdf
Lesa meira
16.12.2009
Fræðslunefnd Fjallabyggðar hefur lagt fram tillögur að framtíðarskipan fræðslumála í sveitarfélaginu. Í þeim felst að grunnskólarnir á Siglufirði og í Ólafsfirði verði sameinaðir í eina stofnun, leikskólarnir í eina og tónskólar í eina. Tillögurnar hafa verið kynntar bæjarstjórn og á fundi hennar í gær var samþykkt að kynna þær fyrir almenningi. Stefnt er að kynningarfundum í fyrstu vikum janúarmánaðar á komandi ári.
Lesa meira