Fjallabyggð fær ræðupúlt að gjöf

Áður en fundur bæjarstjórnar hófst sl. þriðjudag færðu bæjarfulltrúar og bæjarstjóri sveitarfélaginu nýtt ræðupúlt að gjöf. Ræðupúltið smíðaði Skarphéðinn Guðmundsson fyrrverandi bæjarfulltrúi. Framan á því má finna haganlega útskorið merki Fjallabyggðar.