Fréttir

Flugferðum milli Reykjavíkur og Sauðárkróks fjölgað

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að fjölga flugferðum milli Reykjavíkur og Sauðárkróks um tvær ferðir í viku. Flogið verður á mánudögum sem ekki hefur verið gert áður og aukaflug verður á föstudögum.
Lesa meira

Ár í opnun Héðinsfjarðarganga.

Framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng skal að fullu lokið 30.september 2010 samkvæmt nýju samkomulagi sem skrifað var undir fyrir helgina að hálfu Vegargerðarinnar og verktaka við göngin
Lesa meira

Símey

Helgi Þorbjörn Svavarsson, nýr verkefnisstjóri hefur verið ráðinn til Símeyjar, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Hans starfssvæði er Ólafsfjörður, Dalvík og Grenivík.
Lesa meira

Á fjarfundi með fjárlaganefnd Alþingis

Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri áttu fjarfund með fjárlaganefnd Alþingis í dag 29. september 2009, þar sem farið var yfir atriði sem Fjallabyggð vill fylgja eftir gagnvart framkvæmdavaldinu.
Lesa meira

Lausir hundar

Þó nokkuð er um að hundar gangi lausir í þéttbýli í Fjallabyggð þrátt fyrir að það sé bannað samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins um hundahald. Leyfilegt er að sleppa hundum lausum utan þéttbýlis í sveitarfélaginu, en þeir þurfa ávallt að vera í fylgd eiganda eða annarra sem hafa fulla stjórn á þeim. Innan þéttbýlisins eiga hundar alltaf að vera í taumi, hvort sem er á göngu eða í görðum eigenda.
Lesa meira

Örnefni um landið - Norðurland eystra

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Menningarráð Eyþings og Urðarbrunnur (félag sem Hið þingeyska fornleifafélag, Þingeyskur sagnagarður og Fornleifaskóli barnanna standa að) gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun á Norðurlandi eystra miðvikudaginn 23. september, kl. 20.30 í Litlulaugaskóla í Reykjadal, Þingeyjarsýslu.
Lesa meira

Framkvæmdir við Sundlaugina í Ólafsfirði

Eins og fram hefur komið hjá okkur þá er verið að fara í framkvæmdir við sundlaugina í Ólafsfirði.
Lesa meira

Sundlaugin Ólafsfirði – Opnun tilboða

Þriðjudaginn 15. September voru opnuð tilboð í uppsteypu tækjaklefa og standsetningu á sundlaugargarði við sundlaugina á Ólafsfirði.
Lesa meira

Menningarfulltrúi Eyþings með viðveru í Fjallabyggð

Menningarfulltrúi Eyþings verður með viðtalstíma í Fjallabyggð 15. september vegna aukaúthlutunar á menningarstyrkjum 2009.
Lesa meira

Breyttur útivistartími Barna

Vakin  er athygli á að útivistartími barna- og ungmenna breyttist 1. september. Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 20 og 13 til 16 ára börn til kl. 22. 
Lesa meira