Flugferðum milli Reykjavíkur og Sauðárkróks fjölgað

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að fjölga flugferðum milli Reykjavíkur og Sauðárkróks um tvær ferðir í viku. Flogið verður á mánudögum sem ekki hefur verið gert áður og aukaflug verður á föstudögum.

 

Ástæða þessara breytinga er að sögn félagsins mikil aukning farþega til og frá Sauðárkróki yfir vetrarmánuðina.

 

Flugfélagið Ernir hefur einnig ákveðið að bjóða upp á fríar rútuferðir milli Siglufjarðar og Sauðárkróks í tengslum við áætlunarflugið. Með því móti verði Siglfirðingum og gestum sem ætla til Siglufjarðar gert kleift að fljúga á sama verði og aðrir á Sauðárkróki.