Framkvæmdir við Sundlaugina í Ólafsfirði

Eins og fram hefur komið hjá okkur þá er verið að fara í framkvæmdir við sundlaugina í Ólafsfirði.

Um er að ræða uppgröft fyrir tækjaklefa, uppsteypu tækjaklefa og standsetningu á sundlaugargarði við sundlaugina.

Framkvæmdirnar munu standa í vetur sem þýðir að heitu pottarnir verða ekki í notkun í vetur. Hægt verður að fara í sundlaugina, vaðlaugina og gufu. Framkvæmdin hefur ekki áhrif á tækjasal né íþróttasal.