Dreifing á stefnum stöðvuð

Í ljós hafa komið gallar á frágangi á stefnum sem byrjað var að dreifa til heimila á Siglufirði í dag. Dreifingin hefur því verið stöðvuð þar til gallarnir hafa verið lagfærðir.

Búið var að dreifa stefnunum á um 350 heimili á Siglufirði þegar gallarnir uppgötvuðust. Íbúar þeirra munu fá gallalus eintök þegar þau eru tilbúin. Gallarnir eru annarsvegar stafsetningarvilla á forsíðu frístundastefnu og vitlaus röðun blaðsíðna í einhverjum eintökum menningarstefnunnar. Áhugasamir ættu þó ekki að láta þessar villur aftra sér frá því að kynna sér efni stefnanna, sem einnig er að finna hér á vefnum undir útgefið efni.

Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.