Fréttir

Búið að opna skíðasvæðið í Skarðsdal

Skíðasvæðið í Skarðsdal í Siglufirði var opnað 23. janúar kl 16:00. Byrjað var á að opna neðri lyftu og T-lyftu. Nægur snjór var á svæðinu og skíðafæri gott. Að venju var frítt í lyfturnar fyrsta opnunardaginn. 
Lesa meira

Söngvakeppni Grunnskóla Ólafsfjarðar í Tjarnarborg kl. 13:00

Laugardaginn 26 janúar. kl 13:00 verður söngvakeppni Grunnskóla Ólafsfjarðar haldin í Tjarnarborg. Keppendur eru af öllum stigum skólans allt frá nemenda í  1. bekk til nemenda í 10. bekk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Skipulags- og byggingafulltrúi

Stefán Ragnar Hjálmarsson hefur verið ráðinn skipulags- og byggingafulltrúi í Fjallabyggð. Stefán er tæknifræðingur og hefur unnið síðastliðin 15 ár hjá Félagsstofnun stúdenta við uppbyggingu stúdentagarða. Þar áður starfaði hann á Verkfræðistofa Stanleys Pálssonar við byggingaeftirlit. Stefán er í sambúð með Hansínu Ástu Jóhannsdóttur og mun hann hefja störf hér í Fjallabyggð þann 1. mars.
Lesa meira

Nýtt fyrirtæki í Fjallabyggð

Nýtt fyrirtæki er að hefja rekstur í Fjallabyggð og eins og sjá má á nýrri heimasíðu fyrirtækisins, er Seyra ehf framsækið fyrirtæki á sviði flokkunar, endurvinnslu og jarðgerðar. Fjallabyggð kom að stofnun fyrirtækisins. Lesa má nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.seyra.is
Lesa meira

Guðrún og Gunnlaug hlaupa í beinni útsendingu

Guðrún Ósk Gestsdóttir frá Siglufirði og Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir frá Ólafsfirði hafa fengið boð um að taka þátt í frjálsíþróttamótinu Reykjavík International sem fer fram í Laugardalnum þann 20. janúar nk. í framhaldi af Stórmóti ÍR.
Lesa meira

Fjallabyggð áfram í Útsvari

Fjallabyggð keppti við lið Árborgar í spurningarþættinum Útsvar nú í kvöld. Fjallabyggð sigraði með einu stigi og kemst þar af leiðandi áfram í næstu umferð.
Lesa meira

Fjölhæfir krakkar hjá Ungmennafélaginu Glóa og UMSE

Um helgina keppir hópur efnilegra krakka frá ungmennafélaginu Glóa á Siglufirði og UMSE á stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Laugardalshöll. Krakkarnir frá Glóa verða einnig í klappliði Fjallabyggðar í spurningaþættinum Útsvari í kvöld, því þjálfari þeirra, Þórarinn Hannesson er einn fulltrúanna í spurningaliðinu okkar.
Lesa meira

Ferðaþjónustunám

Íbúum Fjallabyggðar gefst nú kostur að mennta sig í ferðaþjónustu. Námið fer fram í námssveri Dalvíkurbyggðar í samvinnu við Símey, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Á íbúaþingi í haust kom fram að aukin tækifæri væru í ferðaþjónustu sem við í Fjallabyggð ættum að nýta okkur. Því miður hefur það tíðkast hér á landi að þeir sem áhuga hafa á ferðaþjónustu geta unnið við það án nokkurrar menntunar í faginu.
Lesa meira

Kæru félagsmenn í Ólafsfirðingafélaginu og aðrir brottfluttir Ólafsfirðingar.

Ólafsfirðingafélagið hefur beðið okkur að birta eftirfarandi bréf til félagsmanna sinna og annarra brottfluttra Ólafsfirðinga.
Lesa meira

Frá Grunnskóla Ólafsfjarðar

Kennara / leiðbeinanda  á unglingastig vantar sem fyrst í hlutastarf. Um er að ræða samkennslu í 9.-10. bekk þar sem tveir kennarar hafa samvinnu um kennslu. Fögin sem um ræðir eru enska, danska, samfélagsfræði og lífsleikni. Frekari upplýsingar fást  hjá: skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Ólafsfjarðar. Þórgunni R Vigfúsdóttur s. 464-9220 netfang: threyk@olf.is skólastjóri J.Vilhelmínu Héðinsdóttur s.464-9230 netfang: vhedins@ismennt.is aðstoðarskólastjóri
Lesa meira