Fréttir

Um 350 íbúar hafa tekið þátt í frjórri umræðu

Sá síðari af íbúafundum í Fjallbyggð var haldinn Tjarnarborg í Ólafsfirði í fyrrakvöld. Þar mættu um 110 manns og hafa þar með um 350 manns tekið virkan þátt í samræðu um framtíð Fjallabyggðar, undir yfirskriftinni Fjallabyggð er frumkvöðull.
Lesa meira

Mikill fjöldi á íbúafundi

Mæting á íbúafund á Siglufirði í gær fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. Á þriðja hundrað manna og kvenna mættu á fundinn til að ræða hvaða áskorunum byggðarlagið stendur frammi fyrir og hvernig þeim verður best mætt.
Lesa meira

Minnum á íbúafundina

Í kvöld er áður auglýstur íbúafundur á Siglufirði og á morgun, þriðjudag í Ólafsfirði. Fundirnir byrja kl. 20:00  Nánar um íbúafundina hér
Lesa meira

KS/Leiftur í 1. deild

KS/Leiftur náði með sigri um helgina að tryggja sér sæti í 1. deild á næsta ári. Bæjarstjórn Fjallabyggðar sendir KS/Leiftri hamingjuóskir með frábæran árangur.
Lesa meira

Atvinna - Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar

Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar óskar eftir starfsmanni í 70% starf. Um er að ræða fasta vinnu við sundlaugavörslu, baðvörslu, hreingerningar og fleira. Unnið er á dag- kvöld- og helgarvöktum. Athugið að þetta er annað starf en auglýst var fyrr í mánuðinum
Lesa meira

Dreifibréf um íbúafundi á heimili í Fjallabyggð

Fjallabyggð hefur sent frá sér dreifibréf með upplýsingum um íbúafundina sem haldnir verða dagana 17. og 18. september. Dreifibréfinu er einnig hægt að hlaða niður með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan. Smellið á „Lesa meira“ til að lesa ávarp bæjarstjóra. Dreifibréf um íbúafundi.
Lesa meira

Fer KS/Leiftur í 1. deild?

Síðasta umferð í 2. deild karla í knattspyrnu fer fram um helgina. Á Laugardaginn mætast KS/Leiftur og Völsungur, en með sigri kemst KS/Leiftur upp í 1. deild. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Ólafsfjarðarvelli. Frítt er á völlinn í boði Sparisjóðs Ólafsfjarðar
Lesa meira

Ársskýrsla Leikskála komin út

Leikskólinn Leikskálar á Siglufirði hefur gefið út ársskýrslu fyrir skólaárið 2006 - 2007. Ársskýrsluna er hægt að nálgast hér.
Lesa meira

17. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar

 17. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 11. september 2007 kl. 17.00.
Lesa meira

Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð

Fréttatilkynning frá bæjarstjórum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Vegna umfjöllunar svæðisútvarps sl. þriðjudag um framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð telja fulltrúar sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar í stýrihópi ,,til undirbúnings að stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð" eins og segir í erindisbréfi hópsins, nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram:
Lesa meira