Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

153. fundur 30. apríl 2013 kl. 16:30 - 16:30 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Ásgrímur Pálmason aðalmaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Erindi frá íbúum við Eyrarflöt á Siglufirði vegna lyktarmengunar

Málsnúmer 1304030Vakta málsnúmer

Lagður fram undirskriftalisti íbúa við Eyrarflöt á Siglufirði, þar sem þeir fara fram á það við bæjaryfirvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að stemma stigu við óþolandi lyktarmengun á svæðinu, sem að langmestu leyti virðist eiga upptök sín í króknum í fjörunni neðan Langeyrarvegar eins og það er orðað í erindinu.

 

Einnig er minnisblað umhverfisfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra lagt fram, þar sem meðal annars kemur fram að búið er að taka sýni úr fjöruborðinu á umræddum stað. Niðurstöður vegna þessarar sýnatöku liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Að lokum eru lagðar fram tillögur tæknideildar að úrbótum á fráveitu og fyllingu í krikann.

 

Nefndin samþykkir að tillögu tæknideildar, að fyllt verði að hluta til upp í krikann þar sem lyktarmengunin er sýnu verst skv. minnisblaði umhverfisfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra.

Einnig felur nefndin tæknideild að kostnaðarmeta og óska eftir fjármagni í varanlegar úrbætur á fráveitu til bæjarráðs.

2.Umferðaröryggisáætlun

Málsnúmer 1011045Vakta málsnúmer

Drög að umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar lögð fram. Drögin voru tekin fyrir á fundi samráðshóps áætlunarinnar þann 24. apríl síðastliðinn.

 

Nefndin samþykkir framlögð drög.

3.Uppfærsla á deiliskipulögum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1211064Vakta málsnúmer

Á 152. fundi nefndarinnar var afgreiðslu á deiliskipulaginu Saurbæjarás Siglufirði frestað vegna framkominnar athugasemdar Örlygs Kristfinnssonar og Guðnýjar Róbertsdóttur.

Málið er nú tekið fyrir að nýju og eru fyrrnefndir aðilar, Örlygur og Guðný mætt til fundar við nefndina.

Nefndin tekur undir innsenda athugasemd Örlygs og Guðnýjar og samþykkir deiliskipulagið með þeirri viðbót að lóðin Ráeyrarvegur 1 verði stækkuð í samræmi við gildandi lóðarleigusamning, byggingarreitur verði staðsettur syðst á lóðinni og rotþró verði færð til suðurs út fyrir ný lóðarmörk.

4.Deiliskipulag - Skólareitur Siglufirði

Málsnúmer 1302013Vakta málsnúmer

Deiliskipulagstillaga fyrir grunnskólareit á Þormóðseyri á Siglufirði var í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 15. mars til og með 26. apríl 2013.

Tvær athugasemdir bárust, frá Þóri Stefánssyni og Sigurlaugu Guðjónsdóttur annars vegar og hins vegar frá Advel lögmönnum f.h. Sögu Ráðgjafar ehf., þinglýsts eiganda fasteignarinnar að Eyrargötu 3.

 

Athugasemdirnar eru hér með lagðar fram til kynningar og afgreiðslu á deiliskipulaginu frestað til næsta fundar.

5.Ósk um að setja upp fjárrétt sunnan við Hesthúsaveg á Siglufirði

Málsnúmer 1303002Vakta málsnúmer

Fjallskilastjóri f.h. fjárbænda á Siglufirði óskar eftir leyfi nefndarinnar fyrir því að setja upp fjárrétt sem staðsett yrði við hlið Skarðsvegarins, rétt sunnan við dælustöð skv. meðfylgjandi teikningu, fyrst til reynslu en ef vel tekst til þá til frambúðar. Gamla réttin sé orðin léleg og of lítil þannig að það þurfi að byggja nýja rétt. Samkvæmt fjallskilasamþykkt sveitarfélaga við Eyjafjörð er sveitarfélögum skylt að hafa á hverjum réttarstað hæfilega stóra rétt og nægilegt dilkarými.

 

Erindi samþykkt.

6.Hafnargata 4, Siglufirði

Málsnúmer 1302011Vakta málsnúmer

Á 151. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að grenndarkynna skyldi framkvæmd einbýlishúss við Hafnargötu 4 á Siglufirði. Framkvæmdin var í grenndarkynningu frá 15. mars til og með 17. apríl 2013 skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Engar athugasemdir bárust.

Nefndin samþykkir byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hafnargötu 4.

7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1302074Vakta málsnúmer

Á 151. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að grenndarkynna skyldi framkvæmd raðhúss við Gránugötu 12 á Siglufirði. Framkvæmdin var í grenndarkynningu frá 15. mars til og með 17. apríl 2013 skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Ein athugasemd barst, frá Félagi um Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar. Segir í henni að stjórnin hafi áhuga á því að taka þátt í umræðum um hvaða hugmyndafræði á að miða við í uppbyggingu miðbæjarins. Mikilvægt sé að skilgreina tæknileg og fagurfræðileg viðmið sem hönnuðir og byggingaraðilar þurfi að fara eftir af virðingu fyrir núverandi húsum og götum.

 

Nefndin felur tæknideild að halda fund með framkvæmdaraðila og stjórn Félags um Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar.

8.Kvörtun vegna hunds

Málsnúmer 1301081Vakta málsnúmer

Í erindi dýraeftirlitsmanns Fjallabyggðar til nefndarinnar óskar hann eftir því að nefndin afturkalli hundaleyfi ákveðins hundaeiganda skv. 13. gr. hundasamþykktar nr. 631/2012. Kemur fram í erindi hans að búið sé að senda eigandanum bréf í tvígang þar sem óskað er eftir því að hann virði hundasamþykkt Fjallabyggðar, auk þess sem hann sé sjálfur búinn að ræða við eigandann án þess að það hafi borið árangur.

 

Nefndin samþykkir að afturkalla hundaleyfið.

9.Umsókn um byggingarleyfi, Suðurgata 49

Málsnúmer 1304019Vakta málsnúmer

Þorgeir Jónsson arkitekt sækir um f.h. Leigutaks ehf leyfi til gagngerra breytinga á Suðurgötu 49 eins og kemur fram í meðfylgjandi gögnum.

 

Erindi samþykkt.

10.Umsókn um leyfi til breytinga á Norðurgötu 4b

Málsnúmer 1304042Vakta málsnúmer

Arnar Þór Björnsson sækir um leyfi f.h. AB.co ehf til að setja glugga í stað hurðar á neðstu hæð vesturhliðar Norðurgötu 4b skv. meðfylgjandi teikningu.

 

Erindi samþykkt.

11.Tilkynning um sölu á jörðinni Kálfsárkot í Ólafsfirði

Málsnúmer 1304041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Tilkynning um sölu á jörðinni Karlsstaðir í Ólafsfirði

Málsnúmer 1304043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.