Erindi frá íbúum við Eyrarflöt á Siglufirði vegna lyktarmengunar

Málsnúmer 1304030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16.04.2013

Bæjarstjóri lagð fram bréf frá íbúum við Eyrarflöt á Siglufirði, en bréfið er skrifað vegna mikillar lyktarmengunar á svæðinu.

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um að verið sé að vinna að lausn málsins með Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra og að málið sé til afgreiðslu á næsta fundi fagnefndar bæjarfélagsins.

Bæjarráð leggur áherslu á að lausn finnist á þessu vandamáli hið fyrsta.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30.04.2013

Lagður fram undirskriftalisti íbúa við Eyrarflöt á Siglufirði, þar sem þeir fara fram á það við bæjaryfirvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að stemma stigu við óþolandi lyktarmengun á svæðinu, sem að langmestu leyti virðist eiga upptök sín í króknum í fjörunni neðan Langeyrarvegar eins og það er orðað í erindinu.

 

Einnig er minnisblað umhverfisfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra lagt fram, þar sem meðal annars kemur fram að búið er að taka sýni úr fjöruborðinu á umræddum stað. Niðurstöður vegna þessarar sýnatöku liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Að lokum eru lagðar fram tillögur tæknideildar að úrbótum á fráveitu og fyllingu í krikann.

 

Nefndin samþykkir að tillögu tæknideildar, að fyllt verði að hluta til upp í krikann þar sem lyktarmengunin er sýnu verst skv. minnisblaði umhverfisfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra.

Einnig felur nefndin tæknideild að kostnaðarmeta og óska eftir fjármagni í varanlegar úrbætur á fráveitu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 295. fundur - 07.05.2013

Farið var yfir upplýsingar frá tæknideild bæjarfélagsins.
Lagt er til að ráðist verði strax í lagfæringar á útrásum á staðnum og aka út efni og loka svæðinu og er áætlaður kostnaður tæplega 4,6 m.kr.
Bæjarráð telur rétt að ráðast í umbætur á staðnum í samræmi við óskir íbúa og tillögur tæknideildar og er umrædd fjárfesting sett í forgang er varðar lagfæringar í fráveitumálum bæjarfélagsins.