Kvörtun vegna hunds

Málsnúmer 1301081

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30.04.2013

Í erindi dýraeftirlitsmanns Fjallabyggðar til nefndarinnar óskar hann eftir því að nefndin afturkalli hundaleyfi ákveðins hundaeiganda skv. 13. gr. hundasamþykktar nr. 631/2012. Kemur fram í erindi hans að búið sé að senda eigandanum bréf í tvígang þar sem óskað er eftir því að hann virði hundasamþykkt Fjallabyggðar, auk þess sem hann sé sjálfur búinn að ræða við eigandann án þess að það hafi borið árangur.

 

Nefndin samþykkir að afturkalla hundaleyfið.