Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1302074

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 06.03.2013

Til tæknideildar bæjarfélagsins hefur leitað verktaki sem hefur áhuga á því að byggja raðhús við Gránugötu 12 á Siglufirði.

 

Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið samþykkir nefndin að framkvæmdin verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30.04.2013

Á 151. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að grenndarkynna skyldi framkvæmd raðhúss við Gránugötu 12 á Siglufirði. Framkvæmdin var í grenndarkynningu frá 15. mars til og með 17. apríl 2013 skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Ein athugasemd barst, frá Félagi um Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar. Segir í henni að stjórnin hafi áhuga á því að taka þátt í umræðum um hvaða hugmyndafræði á að miða við í uppbyggingu miðbæjarins. Mikilvægt sé að skilgreina tæknileg og fagurfræðileg viðmið sem hönnuðir og byggingaraðilar þurfi að fara eftir af virðingu fyrir núverandi húsum og götum.

 

Nefndin felur tæknideild að halda fund með framkvæmdaraðila og stjórn Félags um Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar.