Umferðaröryggisáætlun

Málsnúmer 1011045

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 11.11.2010

Sigurður Helgason frá umferðarstofu mætti á fundinn og kynnti umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga og aðkomu umferðarstofu að slíkri vinnu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 08.12.2010

Umferðarstofa hefur sent drög að samstarfssamning milli Fjallabyggðar og Umferðarstofu sem felur í sér að Fjallabyggð skuldbindur sig til að gera sérstaka umferðaröryggisáætlun sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélaginu.

Erindi samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 195. fundur - 13.12.2010

104. fundur skipulags - og umhverfisnefndar samþykkti fyrir sitt leyti drög að samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Umferðarstofu sem felur í sér að sveitarfélagið skuldbindur sig til að gera sérstaka umferðaröryggisáætlun, sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamning og felur bæjarstjóra að undirrita.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30.04.2013

Drög að umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar lögð fram. Drögin voru tekin fyrir á fundi samráðshóps áætlunarinnar þann 24. apríl síðastliðinn.

 

Nefndin samþykkir framlögð drög.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 01.09.2016

Umræða um umferðaröryggi í Fjallabyggð.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hámarkshraði á þjóðvegi í þéttbýli í gegnum Ólafsfjörð verði minnkaður niður í 35km/klst.