Ósk um að setja upp fjárrétt sunnan við Hesthúsaveg á Siglufirði

Málsnúmer 1303002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30.04.2013

Fjallskilastjóri f.h. fjárbænda á Siglufirði óskar eftir leyfi nefndarinnar fyrir því að setja upp fjárrétt sem staðsett yrði við hlið Skarðsvegarins, rétt sunnan við dælustöð skv. meðfylgjandi teikningu, fyrst til reynslu en ef vel tekst til þá til frambúðar. Gamla réttin sé orðin léleg og of lítil þannig að það þurfi að byggja nýja rétt. Samkvæmt fjallskilasamþykkt sveitarfélaga við Eyjafjörð er sveitarfélögum skylt að hafa á hverjum réttarstað hæfilega stóra rétt og nægilegt dilkarými.

 

Erindi samþykkt.