Bæjarstjórn Fjallabyggðar

134. fundur 22. júní 2016 kl. 12:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
.
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016

Málsnúmer 1605004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Á 441. fundi bæjarráðs, 19. apríl 2016, var lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar til Vegagerðar, um málefni jarðganga á Tröllaskaga, dagsett 11. apríl 2016.

    Á 443. fundi bæjarráðs, 3. maí 2016, var lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar, dagsett, 20. apríl 2016.

    Bæjarráð undraðist svör Vegagerðarinnar og fól slökkviliðsstjóra að leita eftir skýrari svörum.

    Lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra til Vegagerðarinnar, dagsett 17. maí 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Helga Helgadóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls. S. Guðrún Hauksdóttir mætti í hennar stað.

    17 umsóknir bárust um starf markaðs- og menningarfulltrúa.

    Umsækjendur eru:
    Anna Hulda Júlíusdóttir
    Ásdís Sigurðardóttir
    Björn S. Lárusson
    Davíð Fjölnir Ármannsson
    Diðrik Gunnarsson
    Eiríkur Níels Níelsson
    Guðrún Ingimundardóttir
    Helgi Jónasson
    Jón Ólafur Björgvinsson
    Linda Lea Bogadóttir
    María Lóa Friðjónsdóttir
    Miguel Ferreira
    Stefano Ferrari
    Sæmundur Ámundason
    Una Dögg Guðmundsdóttir
    Vigdís Arna Jóns Þuríðardóttir
    Þórey S. Þórisdóttir.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna úr umsóknum og taka 7 umsækjendur í viðtöl sem uppfylla best menntunar- og hæfnisskilyrði.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, var samþykkt að leggja til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við leigusala Lækjagötu 8 um framlengingu á samningi undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri taki upp viðræður við leigusala um framlengingu samnings um leiguhúsnæði að Lækjargötu 8 Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 30. apríl 2016.

    Innborganir nema kr. 317,3 milljónum sem er 97,4% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 325,8 milljónum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi undir þessu máli.

    Lagt fram til kynningar erindi Hestamannafélagsins Glæsis, dagsett 6. maí 2016, varðandi úthlutun beitarhólfa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Lagður fram samningur um rekstur tjaldsvæða í Siglufirði við Baldvin Júlíusson og Margréti Sveinbergsdóttur.

    Bæjarráð staðfestir samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 17. maí 2016, varðandi líkamsræktartæki.

    Þar kemur m.a. fram að fulltrúi GYM-heilsu sem er með Nautilus líkamsræktartæki og rekur líkamsrækt í Kópavogi, Vogum, Hafnarfirði, Hellu og Grindavík hafi haft samband og boðið Fjallabyggð notuð tæki til kaups sem falla til við lokun GYM-heilsu á stöðvunum í Kópavogi.

    Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála hafa skoðað tækin og er ástand þeirra mjög gott.

    Þeirra mat er að tilboð GYM- heilsu sé ásættanlegt og með kaupum á þessum tækjum væri hægt að endurnýja tækin í báðum líkamsræktarstöðvunum.

    Bæjarráð samþykkir tilboð GYM-heilsu og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2016 sem lagður verður fram á næsta fundi bæjarráðs. Á þeim fundi verða einnig lögð fram drög að samningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, dagsett 9. maí 2016, þar sem óskað er eftir afnotum af túninu sunnan við Alþýðuhúsið, Þormóðsgötu Siglufirði, til að koma upp skúlptúrgarði.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Lagt fram erindi Félags eldri borgara Ólafsfirði, dagsett 14. maí 2016, varðandi öldungaráð, námskeið og púttvöll.

    Bæjarráð samþykkir að viðræðuhópur á vegum félagsmálanefndar taki aftur upp viðræður við félög eldri borgara í Fjallabyggð.
    Jafnframt er deildarstjóra félagsmáladeildar falið að taka málið áfram.

    Varðandi aðkomu bæjarfélagsins að námskeiðahaldi er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar í tengslum við dagdvöl aldraðra.

    Varðandi aðstöðu undir púttvöll, þá óskar bæjarráð eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Boðað er til aðalfundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2016, 9. júní á Svalbarðseyri.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn í Reykjavík 3. júní 2016.

    Fjallabyggð hefur rétt til að tilnefna fulltrúa í fulltrúaráðið og þurfa tilnefningar að hafa borist eigi síðar en 23. maí n.k.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Lagður fram til kynningar, ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2015.

    Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. samþykkta samtakanna skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við ársreikninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Í erindi Þjóðskrár Íslands kemur fram að laugardagurinn 4. júní 2016 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna forsetakosninganna sem fara fram þann 25. júní n.k.

    Kosningarétt við forsetakosningarnar 25. júní 2016 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og lögheimili eiga hér á landi. Jafnframt eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2007 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Þá eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2007, enda hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2015. Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarétt við forsetakosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar, sem eiga kosningarétt samkvæmt lögum nr. 85/1946, þ.e. þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10 árum fyrir þann tíma.

    Þjóðskrá Íslands vill af þessu tilefni minna á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust. Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 4. júní 2016 mun ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi 3. júní eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

    Vakin er athygli á því að stefnt er að því að prentútgáfa kjörskrárskrárstofnsins verði tilbúin til afhendingar þann 8. júní og á sama tíma verður opnað fyrir uppflettingu á vefnum "Hvar á ég að kjósa?" þar sem hægt er að kanna hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Þann 22. apríl 2016 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga nýjan kjarasamning.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 4. maí 2016, þar sem óskað er eftir upplýsingum um nýtingu styrks til uppfærslu námsupplýsingakerfis grunnskóla.

    Óskað er eftir að upplýsingarnar berist ráðuneytinu fyrir 10. júní.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Lagt fram erindi frá stjórn Sigurhæðar ses, dagsett 11. maí 2016, er m.a. varða fasteignagjöld vegna Aðalgötu 15 Ólafsfirði og Strandgötu 4.
    Jafnframt er bæjarfulltrúum boðið í heimsókn að Strandgötu 4 og kynningu á málefnum félagsins.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu.

    Bæjarráð þakkar fyrir heimboðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla, 675. mál.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Lögð fram beiðni eiganda að Lindargötu 17 Siglufirði, dagsett 12. maí 2016, um lagfæringu á bakkanum á lóðarmörkum Lindargötu og Suðurgötu með steyptum vegg.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Lögð fram tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 10. maí 2016 um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskóla, fjárhagsárið 2016, sbr. umsókn bæjarfélagsins þar að lútandi.

    Endanleg úthlutun er kr. 8.400.000 en í fjárhagsáætlun 2016, var gert ráð fyrir kr. 6.000.000
    Bæjarráð samþykkir að vísa breytingu til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18. maí 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    80. fundur hafnarstjórnar, 10. maí 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 445. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016

Málsnúmer 1605006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Lögð fram drög að samningi við Gym-heilsu um kaup á líkamsræktartækjum.

    Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi kaupsamning.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum kaupsamning á líkamsræktartækjum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2016, lögð fram.

    Um er að ræða breytingar á rekstri m.a. vegna jöfnunarsjóðsframlaga, líkamsræktartækjakaupa, vaxta vegna nýrrar lántöku og hlutdeilda stofnana í rekstri.

    Rekstrarbreyting er samtals í tekjur umfram gjöld kr. 6.868.000 og efnahagsbreyting samtals lækkun kr. 370.000.

    Bæjarráð samþykkir viðaukatillögu og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 446. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Á 443. fundi bæjarráðs, 3. maí 2015, var lagt fram minnisblað fræðslu- frístunda- og menningarfulltrúa, ásamt drögum að viðmiðunarreglum um launuð og launalaus leyfi starfsmanna.

    Bæjarráð samþykkti þá að taka reglurnar aftur til umfjöllunar.

    Drög að reglum teknar til umfjöllunar og afgreiðslu.

    Bæjarráð samþykkir viðmiðunarreglur um launuð og launalaus leyfi starfsmanna Fjallabyggðar og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðmiðunarreglur.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Lagðar fram hönnunartillögur að viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.
    Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dagsett 23. maí 2015, þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði samkvæmt fyrirliggjandi útboðs og samningsskilmálum.

    Bæjarráð samþykkir að heimila útboð á viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 446. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Lagt fram bréf frá nýstofnuðu blakfélagi í Fjallabyggð, dagsett 17. maí 2016, þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarfssamning milli bæjarfélagsins og hins nýstofnaða félags.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 446. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Boðað er til aðalfundar FNE 1. júní 2016 á Akureyri.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 446. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 17. maí 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga að Suðurgötu 47b, 01-0101, fnr. 231-9674, 580 Siglufjörður.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 446. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 17. maí 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga að Suðurgötu 47b, 01-0201, fnr. 231-9673, 580 Siglufjörður.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 446. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Hreyfivika UMFÍ, árleg lýðheilsuherferð, hófst mánudaginn 23. maí, en hún hefur það að markmiði að kynna kosti þess að stunda hreyfingu og íþróttir. Í fyrra voru þátttakendur í Hreyfiviku UMFÍ um 40 þúsund talsins um land allt.
    Í ár verður boðið upp á skemmtilega keppni á milli sveitarfélaga, sem og póstnúmera innan sveitarfélaga, í gegnum heilsuleikinn Sidekick. Sidekick er einfaldur, myndrænn og skemmtilegur snjallsímaleikur.

    Bæjarráð hvetur íbúa til hreyfingar.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 446. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Lagður fram viðauki við samning Umhverfisstofnunar og Fjallabyggðar um refaveiðar 2014-2016.

    Í ljósi þess að endurgreiðslur fyrir refaveiðar árið 2014 og 2015 voru lægri en áætlanir sveitarfélaga gerðu ráð fyrir, hækka endurgreiðslur til sveitarfélaga fyrir árið 2016 um 5%.

    Endurgreiðsluhlutfall Fjallabyggðar nemur því 15% fyrir árið 2016 (var 10% fyrir árið 2014 og 12% árið 2015).

    Heildargreiðsla til Fjallabyggðar, sbr. b-lið 2. mgr. 4. gr. samningsins, getur því numið að hámarki alls kr. 153.750 fyrir árið 2016.

    Bæjarráð samþykkir viðauka við samning fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 446. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrár Íslands, dagsett 13. maí um breytta uppsetningu kjörskrár.
    Einnig er bent á mikilvægi þess að tilkynna Þjóðskrá Íslands um heiti kjörstaðarins í sveitarfélaginu. Tilgangurinn er sá að þegar almenningur fer að geta flett sér upp á netinu í "Hvar á ég að kjósa" kemur nafn kjörstaðarins þar fram.

    Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 446. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Lagt fram til kynningar bréf ásamt áfangaskýrslu frá Markaðsstofu Norðurlands, umsjónaraðila með starfi Flugklasans Air66N, dagsett 19. maí 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 446. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Þriðjudaginn 24. maí 2016, kl. 14:15, voru á skrifstofu Vegagerðarinnar opnuð tilboð í dýpkun við bæjarbryggju á Siglufirði.

    Eftirtalin tilboð bárust:
    Jan De Nul n.v. útibú á Íslandi bauð 51,2 millj. eða 70,2% af kostnaðaráætlun sem var 73 milljónir.
    Björgun ehf bauð 69,930 millj. eða 95,8% af kostnaðaráætlun.

    Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt.
    Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og áformað er að bindandi samningur verði gerður að liðnum 10 dögum frá opnun tilboða.

    Bæjarráð samþykkir fyrir hönd hafnarsjóðs að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tilboð í dýpkun.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24. maí 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    200. fundur skipulags- og umhverfisnefnd, 23. maí 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 446. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 447

Málsnúmer 1605007FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi. Í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.
    Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 3.2 1604082 Skólamáltíðir
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Á 444. fundi bæjarráðs, 10. maí 2016, var samþykkt að gerð yrði verðkönnun vegna skólamáltíða og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að útboðsgögnum.

    Verðkönnunardrög vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2016 - 2018, lögð fyrir bæjarráð.
    Annars vegar er um að ræða verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta að Norðurgötu 10 Siglufirði og hins vegar verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta að Tjarnarstíg 3 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir verðkönnunardrög með áorðnum breytingum og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála framkvæmd verðkönnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2016, var lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 4. maí 2016, þar sem óskað er eftir upplýsingum um nýtingu styrks til uppfærslu námsupplýsingakerfis grunnskóla.
    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

    Umsögn lögð fram.
    Þar kemur m.a. fram að Fjallabyggð fékk 190.000 kr. í styrk sem var nýttur til að kaupa uppfærslu á MENTOR eða viðbótina sem var sérstaklega hönnuð til að sinna nýju matskerfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 25. maí 2016, um nýtingu ferða milli byggðakjarna í Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir að fargjald verði ekki rukkað vegna rútuferða á vegum bæjarfélagsins milli byggðakjarna.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að leggja fyrir bæjarráð í haust tillögu að betri nýtingu á ferðum milli bæjarkjarna m.a. með tilliti til tímasetninga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Á 439. fundi bæjarráðs, 5. apríl 2016, var tekið fyrir erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 30. mars 2016, varðandi betrumbót á aðstöðu í íþróttahúsinu á Siglufirði til körfuknattleiksæfinga fyrir börn á grunnskólaaldri.

    Bæjarráð samþykkti að óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála á erindinu.

    Umsögn lögð fram.

    Bæjarráð samþykkir að fela íþrótta- og tómastundafulltrúa að láta lagfæra fyrirliggjandi körfuspjöld og bæta við kennslutækjum.
    Kaup á nýjum körfuspjöldum með rafmagnsmótor er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Á 439. fundi bæjarráðs, 5. apríl 2016, voru lagðar fram til kynningar umsóknir félaga og félagasamtaka
    um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
    Samtals voru upphæðir fasteignaskatts sem tengdust umsóknum kr. 3.031.122.
    Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins, þar sem nánari upplýsingar vantaði frá nokkrum umsækjendum.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu.

    Bæjarráð samþykkir umsóknir félaga og félagasamtaka að upphæð kr. 2.381.480

    Umsókn Sigurhæða ses er vísað til næsta fundar bæjarráðs, þar sem umfjöllun um málefni félagsins verða til umræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til apríl, 2016, er 9,6 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 39,5 millj. í tekjur umfram gjöld, í stað 29,9 millj. Tekjur eru 2,3 millj. hærri en áætlun, gjöld 8,1 millj. hærri og fjármagnsliðir 15,4 millj. lægri. Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Tekin fyrir beiðni tæknifulltrúa Tæknideildar Fjallabyggðar, Andra Þórs Andréssonar, um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við fráveituútrásir við enda Aðalgötu á Siglufirði (L=155m) og hinsvegar fráveituútrásir við grjótgarð við Ólafsfjarðarhöfn (L=60m)

    Bæjarráð samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum umsókn um framkvæmdaleyfi við fráveituútrásir.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Lögð fram til kynningar ályktun ársþings Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar frá 19. maí 2016.

    "Ársþing UÍF hvetur Fjallabyggð til að verða heilsueflandi samfélag í samstarfi við embætti Landlæknis. Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurhópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði.
    Fjallabyggð bætist þá í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt".

    Bæjarráð samþykkir að vísa ályktuninni til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Ungmennafélag Íslands óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 22. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður 2019.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Lagt fram erindi Leyningsáss ses., dagsett 19. maí 2016, þar sem óskað er eftir viðræðum við Fjallabyggð um annarsvegar aðgerðir til að fyrirbyggja frekara tjón á nýjum golfvelli í Hólsdal vegna lausagöngu sauðfjár og hinsvegar lokun malarvegar inn á vallarsvæðið við Skarðsveg fyrir almennri umferð vélknúinna ökutækja.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Lagt fram til kynningar ársreikningur og ársskýrsla Síldarminjasafns Íslands ses fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.
    Lagt fram erindi Síldarminjasafns Íslands, dagsett 17. maí 2016 er varðar fasteignaskatt.
    Óskað er eftir því að álagning fasteignaskatts á árunum 2006 til 2016 verði endurskoðuð.

    Bæjarráð óskar umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem bæjarfélaginu er boðið að taka þátt í fundi 3. júní n.k. í Reykjavík, þar sem fundarefnið er staða viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustusamninga fyrir hjúkrunarheimili. Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 27. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 17. maí 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar.

    4. fundur stjórnar Hornbrekku 10. maí 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    28. fundur yfirkjörstjórnar frá 28. maí 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 448

Málsnúmer 1606001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Lögð fram skýrsla um úttekt á hugsanlegri sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar sem unnin var af Kristni J. Reimarssyni, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í Fjallabyggð og Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs í Dalvíkurbyggð.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar um athugasemdir sem fram komu á fundinum í tengslum við úttektina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 31. maí 2016.

    Innborganir nema kr. 400,9 milljónum sem er 96,7% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 414,5 milljónum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Helga Helgadóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls. S. Guðrún Hauksdóttir mætti í hennar stað.

    Á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2015, var samþykkt að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna úr umsóknum í starf markaðs- og menningarfulltrúa og taka 7 umsækjendur í viðtöl sem uppfylltu best menntunar- og hæfnisskilyrði.
    17 umsóknir bárust um starf markaðs- og menningarfulltrúa.

    Umsögn bæjarstjóra og formanns bæjarráðs lögð fram.
    Í niðurstöðu umsagnar er lagt til að Linda Lea Bogadóttir verði ráðin í starf markaðs- og menningarfulltrúa.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Lindu Leu Bogadóttur í starf markaðs- og menningarfulltrúa.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um stöðu mála, varðandi ágreining er aðallega tengist lóðarmörkum Tjarnargötu 16 Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Bæjarstjóri tók á móti fulltrúum Ofanflóðasjóðs, 30. maí s.l. og upplýsti bæjarráð um þau mál sem voru yfirfarin á þeim fundi. Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2016, var lagt fram erindi frá stjórn Sigurhæðar ses, dagsett 11. maí 2016, er m.a. varða fasteignagjöld vegna Aðalgötu 15 Ólafsfirði og Strandgötu 4.

    Bæjarráð óskaði umsagnar deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

    Umsögn lögð fram.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að leggja fyrir bæjarráð drög að rekstrarsamningi.

    Afstaða til erindis Sigurhæðar verður tekin þegar drög að rekstrarsamningi liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Á 447. fundi bæjarráðs, 1. júní 2016, var lagt fram erindi Leyningsáss ses. þar sem óskað er eftir viðræðum við Fjallabyggð um annarsvegar aðgerðir til að fyrirbyggja frekara tjón á nýjum golfvelli í Hólsdal vegna lausagöngu sauðfjár og hinsvegar lokun malarvegar inn á vallarsvæðið við Skarðsveg fyrir almennri umferð vélknúinna ökutækja.
    Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara erindinu.

    Bæjarstjóri kynnti svarbréf sitt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um mengunartilvik í Siglufjarðarhöfn 27. maí s.l.

    Það ástand sem skapaðist er ótækt og beðið er eftir skýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra varðandi málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir maí 2016.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 436,0 m.kr. sem er 100,9% af áætlun tímabilsins sem var 432,1 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 18,1 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 14,2 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 3,9 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.
    Aðal skýring á stöðu deilda umfram áætlun tengist breytingum í kjölfar síðustu kjarasamningum og þarf að uppfæra launaáætlun miðað við þá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags Grunnskólakennara, undirrituðu nýjan kjarasamning mánudagskvöldið 30. maí.

    Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. júní 2016 til 31. mars 2019.

    Nú standa yfir kynningar á kjarasamningnum og atkvæðagreiðsla um þá. Niðurstaða atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir 9. júní n.k.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Tekið fyrir áður frestuðu erindi Björgunarsveitarinnar Strákar, Siglufirði þar sem óskað er eftir niðurfellingu á gjöldum vegna stöðuleyfis gáma.

    Bæjarráð hafnar fram kominni ósk og bendir björgunarsveitinni á að sækja um styrk innan tilskilins tíma við gerð fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að hafna ósk um niðurfellingu á gjöldum vegna stöðuleyfis gáma.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Tekin fyrir beiðni um aðkomu vinnuskólans að kirkjuvörslu í Siglufjarðarkirkju yfir sumarmánuðina.
    með sambærilegum hætti og á síðasta ári.

    Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að kanna kostnað og nánari útfærslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá heilbrigðisfulltrúa varðandi brot á
    IV. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 og 16 gr. reglugerðar um meðhöndlunar úrgangs nr. 737/2003, er tengist S1 á Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Lagðar fram til kynningar samantekt Eyþings um niðurstöður ráðstefnu um úrgangsmál 2. maí s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Símanum um að búið væri að setja uppp 4G farsímasendi í Ólafsfirði og því komið á 4G samband, bæði í Siglufirði og Ólafsfirði.

    Bæjarráð fagnar framtakinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Lagt fram til kynningar svarbréf Vegagerðar, dagsett 30. maí 2016, við bréfi slökkviliðsstjóra til Vegagerðarinnar.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda Vegagerðinni, Akureyri, afrit af bréfinu með ósk um úrbætur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Lagt fram til kynningar bréf frá Velferðarráðuneytinu, dagsett til 2. júní 2016, til sveitarstjóra, félagsmálastjóra og forsvarsmanna þjónustusvæða fyrir fatlað fólk vegna orlofsmála fatlaðs fólks.

    Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra félagsmála til afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 280. fundar stjórnar Eyþings frá 11. maí 2016.

    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 839. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 27. maí 2016.

    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 6. júní 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    99. fundur félagsmálanefndar frá 31. maí 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 448. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 449

Málsnúmer 1606002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.2 1605085 Garðsláttur 2016
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Lagt fram erindi deildarstjóra tæknideildar varðandi garðslátt fyrir örorku- og ellilífeyrisþega.

    Bæjarráð samþykkir að bæjarfélagið bjóði upp á garðslátt á vegum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar fyrir örorku- og ellilífeyrisþega með lögheimili í bæjarfélaginu.
    Gjald fyrir hvern slátt verði kr. 4.950.

    Ljóst er að kostnaður er hærri en samþykkt gjaldskrá og gera skal ráð fyrir í næstu fjárhagsáætlun að sá mismunur færist á deild félagsmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, var tekin fyrir beiðni um aðkomu vinnuskólans að kirkjuvörslu í Siglufjarðarkirkju yfir sumarmánuðina,
    með sambærilegum hætti og á síðasta ári.
    Bæjarráð fól deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að kanna kostnað og nánari útfærslu.

    Umsögn lögð fram.

    Bæjarráð samþykkir aðkomu vinnuskólans að kirkjuvörslu með svipuðum hætti og í fyrra, en leggur áherslu á að styrkbeiðnir séu settar fram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

    Kostnaður færist á atvinnu- og ferðamál (13810-9291).
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

    Á 447. fundi bæjarráðs, 1. júní 2016, var
    lagt fram erindi Síldarminjasafns Íslands er varðaði fasteignaskatt.
    Óskað var eftir því að álagning fasteignaskatts á árunum 2006 til 2016 yrði endurskoðuð.
    Bæjarráð óskaði umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

    Umsögn lögð fram.

    Bæjarráð samþykkir að álagning á eignir safnsins verði samræmd 2017, jafnhliða endurskoðun rekstrarsamnings við safnið.
    Bæjarráð samþykkir að leiðrétta beri álagningu á þrjár fasteignir á árunum 2015 og 2016.
    Bæjarráð samþykkir að taka til umfjöllunar fasteignagjöld fyrir 2017 á Róaldsbrakka og Hlíðarhús samhliða endurskoðun rekstrarsamnings við safnið.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, upplýsti bæjarstjóri bæjarráð um mengunartilvik í Siglufjarðarhöfn 27. maí s.l.
    Von var á skýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra varðandi málið.

    Skýrsla HNV lögð fram.
    Þar kemur m.a. fram að skoðuð voru frárennsliskerfi hjá Ramma hf. og Kítósan verksmiðjunni Primex ehf.

    Einnig lagt fram afrit bréfs Ramma hf. til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, dagsett 9. júní 2016.

    Bæjarráð samþykkir að fela Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra málið og að tryggt verði að atvik sem þessi hendi ekki aftur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Lagt fram samþykkt kauptilboð í eign bæjarfélagsins að Aðalgötu 52, Ólafsfirði með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum kauptilboð í Aðalgötu 52 Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Fyrirspurn hefur borist bæjarfélaginu um kaup á efri hæðinni að Hólavegi 12 Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að auglýsa eignina til sölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Helga Helgadóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

    Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016 var samþykkt að ráða Lindu Leu Bogadóttur í starf markaðs- og menningarfulltrúa.

    Bæjarráði til upplýsingar hefur tveimur umsækjendum verið send umsögn sem lögð var fram á þeim fundi.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Á 163. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar, 16. mars 2016, var lagt fram erindi Bás ehf. dagsett 3. mars 2016. Óskað er eftir stækkun lóðar fyrirtækisins við Egilstanga 1-3 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og að deiliskipulag við Leirutanga verði endurskoðað í samræmi við það.

    Nefndin lagði til að fundað yrði með bæjarráði ásamt eigendum Bás ehf. á athafnasvæði Bás við Egilstanga.

    Samtal hefur átt sér stað milli bæjarráðsfulltrúa og fulltrúa BÁS.

    Bæjarráð hafnar ósk um stækkun lóðar, en samþykkir að veita fyrirtækinu heimild til 1. júní 2017, fyrir afnot á viðbótarsvæði við núverandi lóð sem Bás hefur nýtt.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Bás ehf heimild til 1. júní 2017, fyrir afnot af viðbótarsvæði við núverandi lóð sem Bás hefur nýtt.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Í erindi eigenda að Vesturgötu 5 Ólafsfirði, dagsett 6. júní 2016, er þess óskað í ljósi nýs lóðarblaðs, sé skúr sem tilheyrir Ólafsvegi 2 allur inn á lóð Vesturgötu 5.

    Samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar er lóðarblað það sem vísað er til ekki rétt og án nokkurra málsetninga og annarra upplýsinga.
    Stækkun lóðar hefur ekki verið tekin fyrir né samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd eða af bæjarstjórn.

    Bæjarráð vísar að öðru leyti til fyrri umfjöllunar um málið í bæjarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Lagður fram undirskriftarlisti 248 íbúa Fjallabyggðar um að ljúka við gerð malbikaðs göngustígs meðfram austurbakka Ólafsfjarðarvatns, fram að landamerkjum að Hlíð.

    Bæjarráð lítur jákvætt á málið og vísar til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.
    Jafnframt er deildarstjóra tæknideildar falið að kostnaðarmeta verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.12 1606024 Fundur með Landsneti
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Boðað er til fundar Landsnets með fulltrúum sveitarfélaga, miðvikudaginn 15. júní n.k. í Varmahlíð.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Tekið fyrir erindi sumarhúsaeigenda á Saurbæjarási, Ágústs Hilmarssonar og Kristjáns Haukssonar, dagsett 8. júní 2016, vegna ágangs sauðfjár. Þess er óskað að bæjaryfirvöld framfylgi reglum um búfjárhald í þéttbýli.

    Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.

    Samkvæmt aðalskipulagi Fjallabyggðar og samþykktum bæjarfélagsins um búfjárhald er frístundasvæðið á Saurbæjarás hluti af þéttbýli í Siglufirði, þar sem lausaganga búfjár er óheimil.
    Undirlendi í Siglufirði er hluti þéttbýlis þ.m.t. frístundasvæðið í Hólsdal, svæðið í kringum syðri kirkjugarðinn og norður með austanverðum firðinum að Staðarhólslandi.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, hafnaði bæjarráð ósk Björgunarsveitarinnar Stráka, Siglufirði um niðurfellingu á gjöldum vegna stöðuleyfis gáma.

    Lögð fram til kynningar viðbrögð og svör við þeirri afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Lagðar fram eftirfarandi upplýsingar varðandi forsetakosningar:

    a) Upplýsingar um leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna.

    b) Greiðslur úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna forsetakosninga.

    c) Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Í tengslum við undirritun kjarasamnings milli Samninganefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags Grunnskólakennara, 30. maí. s.l. var boðað til
    kynningarfunda.
    Fræðslu- frístunda- og menningarfulltrúi sótti kynningarfund 7. júní á Akureyri.
    9. júní var ljóst að Félag Grunnskólakennara hafði fellt samninginn í atkvæðagreiðslu.

    Til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Lögð fram til kynningar ályktun frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra, 1. júní s.l. þar sem Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Markaðsstofa Norðurlands skora á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni til þess að klára að byggja upp Dettifossveg (862) og setja þau áform inn á Samgönguáætlun til næstu ára. Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Tekin fyrir beiðni skemmtinefndar Siglfirðingafélagsins í Reykjavík, dagsett 2. júní 2016 um styrk vegna árshátíðar félagsins.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð HNV frá 7. júní 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 279. fundar stjórnar Eyþings frá 20. apríl 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Lagðir fram til kynningar ársreikningur Greiðrar leiðar ehf fyrir 2015, sem samþykktir voru á aðalfundi 10. maí s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14. júní 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    29. fundur fræðslu- og frístundanefndar frá 6. júní 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 449. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Bæjarráð Fjallabyggðar - 450

Málsnúmer 1606006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Á 446. fundi bæjarráðs, 24. maí 2016, var lagt fram bréf frá nýstofnuðu blakfélagi í Fjallabyggð, þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarfssamning milli bæjarfélagsins og hins nýstofnaða félags.
    Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

    Umsögn lögð fram.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd og gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Lagður fram til kynningar kaupsamningur og afsal að fasteigninni að Hólavegi 7, Siglufirði.
    Kaupin voru gerð með aðkomu Ofanflóðasjóðs.

    Bæjarráð samþykkir að auglýsa eignina til sölu í því ástandi sem hún er.
    Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Lögð fram beiðni deildarstjóra félagsmála, Hjartar Hjartarsonar, um hærra framlag til viðhalds á fjárhagsáætlun 2016 vegna íbúðar í Skálarhlíð, Hlíðarvegi 45 Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir beiðni að upphæð kr. 2,6 millj. og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Lögð fram drög að viðauka sex við fjárhagsáætlun 2016.
    Viðaukinn tengist sölu Aðalgötu 52 Ólafsfirði.

    Til viðbótar í tillögu þarf að koma afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs varðandi viðhaldliði Íbúðasjóðs vegna Skálarhlíðar.

    Bæjarráð vísar tillögu að sjötta viðauka við fjárhagsáætlun 2016 til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.6 1604082 Skólamáltíðir
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Á 447. fundi bæjarráðs, 1. júní 2016, var samþykkt að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að gera verðkönnun vegna skólamáltíða.
    Annars vegar væri um að ræða verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta
    að Norðurgötu 10 Siglufirði og hins vegar verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta að Tjarnarstíg 3 Ólafsfirði.

    Tveir aðilar sendu inn tilboð.

    Allinn bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur á Siglufirði. Höllin bauð kr. 890 og kr. 1.100 til kennara.

    Höllin bauð kr. 890 í máltíð fyrir nemendur í Ólafsfirði og kr. 1.100 til kennara.

    Höllin bauð kr. 840 í máltíðir fyrir nemendur ef samið yrði um báða staði.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga um skólamáltíðir við Höllina í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að ganga til samninga við Höllina um skólamáltíðir.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Á síðasta ári sendi Samband íslenskra sveitarfélaga leiðbeiningar til sveitarfélaga um álagningu fasteignaskatts á fasteignir sem nýttar eru til ferðaþjónustu.

    Með bréfi dagsettu 10. júní hafa leiðbeiningar verið uppfærðar með hliðsjón af breytingum sem Alþingi samþykkti í byrjun júní á lögum um veitinga- og gististaði. Einnig hefur verið horft til nýrra úrskurða sem hafa fallið undanfarna mánuði.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar til­lögu til þingsálykt­un­ar um fram­kvæmda­áætl­un í jafn­rétt­is­mál­um fyr­ir árin 2016-2019, 764. mál

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019, 765. mál.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.10 1606039 Umsókn um lóð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Lögð fyrir bæjarráð lóðarumsókn dagsett 16. júní 2016.
    Hreinn Júlíusson byggingastjóri fyrir hönd eigenda sækir um lóð að Vesturtanga 7-9-11 Siglufirði fyrir fiskvinnsluhús.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðar.
    Bókun fundar Þetta mál var tekið sérstaklega fyrir í bæjarráði þar sem framkvæmdaaðili vildi hefja framkvæmdir strax og ekki verður fundur í skipulags- og umhverfisnefnd fyrr en í næsta mánuði.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum umsókn um lóð að Vesturtanga 7-9-11 Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Ólafsfjarðarár 26. júní n.k.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja aðalfundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.12 1606037 Beiðni um umsögn
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Lögð fram beiðni frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytið dagsett 14. júní 2016, um umsögn vegna endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000

    Óskað er eftir að ábendingar berist ráðuneytinu í síðasta lagi þann 1. júlí nk.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja umsögn fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Á aðalfundi Síldarvinnslunnar hf 2. júní s.l. var samþykkt að greiða arð til hluthafa fyrir rekstrarárið 2015.

    Hlutafjáreign Fjallabyggðar í Síldarvinnslunni hf er kr. 63.893 og arður til greiðslu að frádregnum fjármagnstekjuskatti kr. 55.902,-.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Lögð fram til kynningar úthlutun Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands úr Styrktarsjóði EBÍ 2016.

    Samþykktar voru styrkveitingar til 17 aðila, samtals að upphæð 5,0 milljónir króna.

    Fram kemur að Fjallabyggð var úthlutaður styrkur að upphæð kr. 200.000,- til að bæta aðgengi að skógræktinni á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 840. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 2. júní 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    201. fundur skipulags- og umhverfisnefndar frá 14. júní 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10. maí 2016

Málsnúmer 1605003FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10. maí 2016 Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar 1. janúar 2016 til og með 30. apríl 2016.
    2016 Siglufjörður 5211 tonn í 447 löndunum.
    Ólafsfjörður 262 tonn í 234 löndunum.
    2015 Siglufjörður 5936 tonn í 487 löndunum.
    Ólafsfjörður 322 tonn í 236 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10. maí 2016 Lagt fram til kynningar. Hafnarstjórn bíður eftir umsögn Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10. maí 2016 Deildarstjóra tæknideildar og hafnarstjóra falið að koma með tillögu að geymslu og gámasvæði fyrir hafnarsvæði ásamt kostnaðaráætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10. maí 2016 Brögð eru af því að fiskúrgangi hafi verið hent í hafnir í Fjallabyggð. Bannað er að losa fiskúrgang í hafnir og verða hagsmunaaðilar að finna varanlega lausn.
    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra og Matvælastofnun vegna þessa máls.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10. maí 2016 Umræða var um vargfugl við hafnir og ræddar hugmyndir að úrlausn á vandanum. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10. maí 2016 Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við endurbyggingu á Bæjarbryggju. Framkvæmdum miðar vel og eru á áætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.7 1605022 Trilludagar
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10. maí 2016 Hafnarstjóri kynnti hugmynd að hafnarhátíðinni Trilludögum sem haldin yrði seinnipart júlí í sumar. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10. maí 2016 Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2015 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10. maí 2016 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 383. og 384. fundar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81

Málsnúmer 1606005FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016 Hafnarstjóri óskar eftir heimild hafnarstjórnar til þess að bjóða út lokað útboð vegna jarðvinnu fyrir lagnir og ídráttarrör ásamt byggingu lagnahúss við Bæjarbryggju til Báss ehf, Árna Helgasonar ehf, Smára ehf og Sölva Sölvasonar ehf. Einnig er óskað eftir heimild til opins útboðs á vinnu vegna rafmagns í Bæjarbryggju.

    Við afgreiðslu á þessum lið vék Hilmar Þór Zophaníasson af fundi.
    Hafnarstjórn samþykkir heimild til lokaðs útboðs.

    Hafnarstjórn samþykkir heimild til opins útboðs á rafmagni.

    Tilboð í dýpkun við Bæjarbryggju voru opnuð 24. maí síðastliðinn. Vegagerðin hefur samið við Belgíska verktakann Jan De Nul sem var lægstbjóðandi í verkið með 367.700 evrur sem er 70% af áætluðum kostnaði.

    Lagðar fram til kynningar verkfundargerðar vegna endurbyggingar á Bæjarbryggju.

    Eftir fund hafnarstjórnar var farið í vettvangsferð og framkvæmdir við Bæjarbryggju skoðaðar.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum heimild til útboðs í jarðvinnu fyrir lagnir og ídráttarrör ásamt byggingu langahúss við Bæjarbryggju.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016 Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar 1. janúar 2016 til og með 31. maí 2016.
    2016 Siglufjörður 5770 tonn í 701 löndunum.
    Ólafsfjörður 301 tonn í 312 löndunum.
    Samanburður frá sama tímabili 2015
    2015 Siglufjörður 7507 tonn í 816 löndunum.
    Ólafsfjörður 379 tonn í 336 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016 Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, upplýsti bæjarstjóri bæjarráð um mengunartilvik í Siglufjarðarhöfn 27. maí s.l.
    Von var á skýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra varðandi málið.

    Skýrsla HNV lögð fram.
    Þar kemur m.a. fram að skoðuð voru frárennsliskerfi hjá Ramma hf. og Kítósan verksmiðjunni Primex ehf.

    Einnig lagt fram afrit bréfs Ramma hf. til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, dagsett 9. júní 2016.

    Hafnarstjórn harmar að ekki hafi enn tekist að koma í veg fyrir mengunarslys í Fjallabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn ætlast til að hlutaðeigandi aðilar komi í veg fyrir að svona slys endurtaki sig.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.5 1011151 Fjarskiptabúnaður
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016 NOVA segir upp samning frá 24. febrúar 2011 vegna aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað. Uppsagnarfrestur er 60 dagar og tekur gildi frá 2. júní 2016. Nova hefur fjarlægt allan sinn búnað af svæðinu og hætt rekstri. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016

Málsnúmer 1605005FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Nefndin samþykkir að bílastæði fyrir hreyfihamlaða verði málað og gangbraut færð til norðurs í samráði við tæknideild. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Með vísan í bókun frá 445.fundi bæjarráðs þá er málinu frestað þar til að umsögn deildarstjóra tæknideildar liggur fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Rökstuðningur nefndarinnar og athugasemdir eru eftirfarandi:
    Lengd viðbyggingar til suðurs mun skerða útsýni frá hafnarvog til vesturs og leggur hafnarstjórn því til að húsið verði stytt þannig að suðurgafl hússins sé í línu við húsin sem eru austan og vestan við fyrirhugaða viðbyggingu. Einnig bendir hafnarstjórn á að mjög takmarkað athafnasvæði yrði við innkeyrsluhurð sem teiknuð er á suðurgafl sem myndi skapa hættu og óþægindi fyrir gangandi og akandi umferð, styður það því enn frekar við þá hugmynd að húsið yrði stytt sem því nemur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Nefndin samþykkir að staðsetja hraðaljós við norður innkeyrslur í báða byggðarkjarna. Tæknideild er falið að staðsetja nákvæmlega í samráði við Vegagerðina. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar. Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjóri upplýsti að hitalögn hefði verið endurnýjuð eins og alltaf stóð til.
    Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Nefndin samþykkir að taka þetta inn í endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar sem nú stendur yfir. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Nefndin samþykkir nýjan lóðarleigusamning skv. framlögðu lóðarblaði. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Nefndin samþykkir byggingarleyfi skv. uppdráttum dags. 17.5.2016 frá AVH ehf. Arkitektúr-Verkfræði-Hönnun.
    Einnig lagt fram lóðarblað fyrir stækkun á lóð til austurs. Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Erindi hafnað. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Erindi samþykkt, en nefndin ítrekar að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23. maí 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201

Málsnúmer 1606003FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Borist hafa kvartanir vegna ágangs sauðfjár í lausagöngu við Saurbæjarás. Fé hefur þar étið af leiðum í kirkjugarði, auk þess að fara inná svæði frístundabyggðar og skógræktar.

    Nefndin bendir á að samkvæmt samþykkt um búfjárhald þá ber Fjallabyggð að tryggja sem best að girðingar um þéttbýlissvæðin séu fjárheldar. Búið er að fara yfir girðingar í kirkjugarði og leggur nefndin til að girt verði betur afmörkun þéttbýlisins við Saurbæjarás.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Nefndin tekur jákvætt í erindið og getur fyrir sitt leiti samþykkt beiðni um afnot en bendir á að ef sótt er um byggingarrétt á umræddum lóðum þá muni afnotaréttur falla niður og allur kostnaður vegna þess að koma lóðinni í upphaflegt horf fellur á afnotanda. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Lagt fram erindi Primex þar sem óskað er eftir betra aðgengi að lóð sinni við Óskarsgötu 7 á Siglufirði frá Tjarnargötu.

    Nefndin getur ekki samþykkt framlagða tillögu þar sem hún gengur á hagsmuni aðliggjandi lóðar.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Inga Hilda Ólfjörð sendir inn erindi til nefndarinnar varðandi umferðarmerkingar. Biður um að sett séu upp 2-3 umferðarskilti þar sem að varað er við lausagöngu sauðfjár.

    Nefndin tekur vel í erindið og beinir því til tæknideildar að sótt verði um uppsetningu á ofangreindum skiltum til Vegagerðarinnar þar sem umræddur vegur tilheyrir þeim.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Umsókn frá Gesti Hanssyni f.h. Top Mountaineering um að fá að setja upp standskilti á horni Gránugötu og Snorragötu.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Erindi frá Síldarminjasafni varðandi flutning olíutanks frá olíuporti Olíudreifingar og uppsetningu á lóð Síldarminjasafns auk eyðingu olíutanks sem þar er fyrir.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Rúnar Marteinsson óskar eftir því að nefndin endurskoði afstöðu sína vegna byggingarleyfisumsóknar hans við Gránugötu 13b.

    Nefndin hafnar erindinu og stendur við fyrri bókun sem gerð var á 199. fundi nefndarinnar.

    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Umsókn um leyfi fyrir kvikmyndatöku í Reykjarétt á Lágheiði 28. júlí til og með 1. ágúst 2016.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Umsókn um leyfi til að reisa hænsnahús og halda hænur á lóð umsækjanda Hverfisgötu 3 Siglufirði.

    Nefndin getur ekki samþykkt erindið nema skriflegt samþykki allra aðliggjandi lóðarhafa liggi fyrir. Erindinu er því hafnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar óskar eftir því að umsagnaraðilar fari yfir skipulagstillögur og sendi sér umsögn, athugasemdir eða ábendingar.

    Nefndin gerir engar athugasemdir við erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Hálfdán Sveinsson sækir um f.h. Rosalind Page úthlutun á lóð við Hverfisgötu 22, Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 28. fundur - 28. maí 2016

Málsnúmer 1605009FVakta málsnúmer

  • 11.1 1605043 Þjóðskrá Íslands kynnir breytta uppsetningu á kjörskrá
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 28. fundur - 28. maí 2016 Kynning á uppsetningu á kjörskrá frá Þjóðskrá Íslands.
    Yfirkjörstjórn í Fjallabyggð óskar eftir því að kjörskráin verði uppsett eins og áður.
    Yfirkjörstjórn kom með þær ábendingar að undirkjörstjórnir geri liðskönnun í tíma fyrir kjördag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 11.2 1605082 Undirbúningur forsetakosninga
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 28. fundur - 28. maí 2016 Kjörstaðir í Fjallabyggð verða á sömu stöðum og áður.
    Kosið verður í kjördeild I Ráðhúsinu á Siglufirði og kjördeild II í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 31. maí 2016

Málsnúmer 1605008FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 31. maí 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - apríl 2016. Félagsþjónusta: Rauntölur; 34.181.115 kr. Áætlun; 38.043.268 kr. Mismunur; 3.862.153 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar félagsmálanefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 31. maí 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - mars 2016. Félagsþjónusta: Rauntölur; 24.915.202 kr. Áætlun; 29.981.767 kr. Mismunur; 5.066.565 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar félagsmálanefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 31. maí 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar félagsmálanefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 31. maí 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsþjónustu varðandi endurskoðun á reglum um útleigu á félagslegum leiguíbúðum Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar félagsmálanefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 31. maí 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða dags. 27.04.2016. Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar félagsmálanefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 29

Málsnúmer 1605010FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 6. júní 2016 Lögð fram skýrsla um úttekt á hugsanlegri sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar unnin af Kristni J. Reimarssyni, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í Fjallabyggð og Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs í Dalvíkurbyggð.
    Fræðslu- og frístundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem liggur að baki skýrslunni og styður að áfram verði unnið að sameiningu skólanna.
    Bókun fundar Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar um samstarf.
    Afgreiðsla 29. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 6. júní 2016 Samband ísl. sveitarfélaga hefur sent sveitarfélögum ábendingu um að skólanefndir kanni hvernig kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfanga og annara gagna vegna skólagöngu barna er háttað.

    Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í samvinnu við skólastjórnendur að leggja slíkar upplýsingar fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 6. júní 2016 Ályktun frá ársþingi UÍF er svohljóðandi: "Ársþing UÍF hvetur Fjallabyggð til að verða heilsueflandi samfélag í samstarfi við embætti Landlæknis. Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurhópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði. Fjallabyggð bætist þá í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt."

    Fræðslu- og frístundanefnd fagnar framkominn ályktun en felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka saman upplýsingar um hvað það felur í sér að vera heilsueflandi samfélag ásamt kostnaðarmati og leggja fyrir nefndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 6. júní 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - apríl 2016. Fræðslu- og uppeldismál: Rauntölur, 240.017.045 kr. Áætlun, 243.472.914 kr. Mismunur; 3.455.869 kr. Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 80.264.938 kr. Áætlun 80.799.806 kr. Mismunur; 534.868 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

14.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1601102Vakta málsnúmer

Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 5 og 6 við fjárhagsáætlun 2016.

15.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

a)Aðalsteinn Arnarsson hefur lagt fram afsögn sína sem
varabæjarfulltrúi F-lista, vegna breyttra forsenda og mikilla anna.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afsögn.

b)Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu í undirkjörstjórn Fjallabyggðar, Siglufirði á þann veg að í stað Árna Sæmundssonar kemur Guðjón M. Ólafsson og í stað Ragnheiðar Ragnarsdóttur sem er varamaður kemur Guðrún Linda Rafnsdóttir. Sóley Anna Pálsdóttir kemur inn sem aðalmaður í stað Ragnars Aðalsteinssonar.

c)Samkvæmt samþykktum um stjórn Fjallabyggðar þarf að kjósa árlega þrjá aðalmenn í bæjarráð og þrjá til v
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 akvæðum að aðalmenn í bæjarráði verði:
Steinunn María Sveinsdóttir, S-lista, formaður
Kristinn Kristjánsson, F-lista, varaformaður
S. Guðrún Hauksdóttir, D-lista, aðalmaður.
Til vara:
Hilmar Elefsen, S-lista,
Ríkharður Hólm Sigurðsson, F-lista og
Helga Helgadóttir, D-lista.

d) Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 akvæðum að Sólrún Júlíusdóttir, B-lista verði áheyrnarfulltrúi í bæjarráði og Jón Valgeir Baldursson til vara.

16.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2016

Málsnúmer 1606041Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir
að fella niður fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar í júlí og ágúst 2016.
Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður miðvikudaginn 14. september 2016.
Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á þessum tíma í samræmi við 31. grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar."

Tillaga að sumarleyfi samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið.