-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Á 446. fundi bæjarráðs, 24. maí 2016, var lagt fram bréf frá nýstofnuðu blakfélagi í Fjallabyggð, þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarfssamning milli bæjarfélagsins og hins nýstofnaða félags.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Umsögn lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd og gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Lagður fram til kynningar kaupsamningur og afsal að fasteigninni að Hólavegi 7, Siglufirði.
Kaupin voru gerð með aðkomu Ofanflóðasjóðs.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eignina til sölu í því ástandi sem hún er.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Lögð fram beiðni deildarstjóra félagsmála, Hjartar Hjartarsonar, um hærra framlag til viðhalds á fjárhagsáætlun 2016 vegna íbúðar í Skálarhlíð, Hlíðarvegi 45 Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir beiðni að upphæð kr. 2,6 millj. og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
Bókun fundar
Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Lögð fram drög að viðauka sex við fjárhagsáætlun 2016.
Viðaukinn tengist sölu Aðalgötu 52 Ólafsfirði.
Til viðbótar í tillögu þarf að koma afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs varðandi viðhaldliði Íbúðasjóðs vegna Skálarhlíðar.
Bæjarráð vísar tillögu að sjötta viðauka við fjárhagsáætlun 2016 til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Á 447. fundi bæjarráðs, 1. júní 2016, var samþykkt að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að gera verðkönnun vegna skólamáltíða.
Annars vegar væri um að ræða verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta
að Norðurgötu 10 Siglufirði og hins vegar verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta að Tjarnarstíg 3 Ólafsfirði.
Tveir aðilar sendu inn tilboð.
Allinn bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur á Siglufirði. Höllin bauð kr. 890 og kr. 1.100 til kennara.
Höllin bauð kr. 890 í máltíð fyrir nemendur í Ólafsfirði og kr. 1.100 til kennara.
Höllin bauð kr. 840 í máltíðir fyrir nemendur ef samið yrði um báða staði.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga um skólamáltíðir við Höllina í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að ganga til samninga við Höllina um skólamáltíðir.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Á síðasta ári sendi Samband íslenskra sveitarfélaga leiðbeiningar til sveitarfélaga um álagningu fasteignaskatts á fasteignir sem nýttar eru til ferðaþjónustu.
Með bréfi dagsettu 10. júní hafa leiðbeiningar verið uppfærðar með hliðsjón af breytingum sem Alþingi samþykkti í byrjun júní á lögum um veitinga- og gististaði. Einnig hefur verið horft til nýrra úrskurða sem hafa fallið undanfarna mánuði.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019, 764. mál
Lagt fram.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019, 765. mál.
Lagt fram.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Lögð fyrir bæjarráð lóðarumsókn dagsett 16. júní 2016.
Hreinn Júlíusson byggingastjóri fyrir hönd eigenda sækir um lóð að Vesturtanga 7-9-11 Siglufirði fyrir fiskvinnsluhús.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðar.
Bókun fundar
Þetta mál var tekið sérstaklega fyrir í bæjarráði þar sem framkvæmdaaðili vildi hefja framkvæmdir strax og ekki verður fundur í skipulags- og umhverfisnefnd fyrr en í næsta mánuði.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum umsókn um lóð að Vesturtanga 7-9-11 Siglufirði.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Ólafsfjarðarár 26. júní n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja aðalfundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Lögð fram beiðni frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytið dagsett 14. júní 2016, um umsögn vegna endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
Óskað er eftir að ábendingar berist ráðuneytinu í síðasta lagi þann 1. júlí nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja umsögn fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Á aðalfundi Síldarvinnslunnar hf 2. júní s.l. var samþykkt að greiða arð til hluthafa fyrir rekstrarárið 2015.
Hlutafjáreign Fjallabyggðar í Síldarvinnslunni hf er kr. 63.893 og arður til greiðslu að frádregnum fjármagnstekjuskatti kr. 55.902,-.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Lögð fram til kynningar úthlutun Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands úr Styrktarsjóði EBÍ 2016.
Samþykktar voru styrkveitingar til 17 aðila, samtals að upphæð 5,0 milljónir króna.
Fram kemur að Fjallabyggð var úthlutaður styrkur að upphæð kr. 200.000,- til að bæta aðgengi að skógræktinni á Siglufirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Lögð fram til kynningar fundargerð 840. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 2. júní 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21. júní 2016
Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:
201. fundur skipulags- og umhverfisnefndar frá 14. júní 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.