Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81
Málsnúmer 1606005F
Vakta málsnúmer
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016
Hafnarstjóri óskar eftir heimild hafnarstjórnar til þess að bjóða út lokað útboð vegna jarðvinnu fyrir lagnir og ídráttarrör ásamt byggingu lagnahúss við Bæjarbryggju til Báss ehf, Árna Helgasonar ehf, Smára ehf og Sölva Sölvasonar ehf. Einnig er óskað eftir heimild til opins útboðs á vinnu vegna rafmagns í Bæjarbryggju.
Við afgreiðslu á þessum lið vék Hilmar Þór Zophaníasson af fundi.
Hafnarstjórn samþykkir heimild til lokaðs útboðs.
Hafnarstjórn samþykkir heimild til opins útboðs á rafmagni.
Tilboð í dýpkun við Bæjarbryggju voru opnuð 24. maí síðastliðinn. Vegagerðin hefur samið við Belgíska verktakann Jan De Nul sem var lægstbjóðandi í verkið með 367.700 evrur sem er 70% af áætluðum kostnaði.
Lagðar fram til kynningar verkfundargerðar vegna endurbyggingar á Bæjarbryggju.
Eftir fund hafnarstjórnar var farið í vettvangsferð og framkvæmdir við Bæjarbryggju skoðaðar.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum heimild til útboðs í jarðvinnu fyrir lagnir og ídráttarrör ásamt byggingu langahúss við Bæjarbryggju.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016
Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar 1. janúar 2016 til og með 31. maí 2016.
2016 Siglufjörður 5770 tonn í 701 löndunum.
Ólafsfjörður 301 tonn í 312 löndunum.
Samanburður frá sama tímabili 2015
2015 Siglufjörður 7507 tonn í 816 löndunum.
Ólafsfjörður 379 tonn í 336 löndunum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 81. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 81. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016
Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, upplýsti bæjarstjóri bæjarráð um mengunartilvik í Siglufjarðarhöfn 27. maí s.l.
Von var á skýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra varðandi málið.
Skýrsla HNV lögð fram.
Þar kemur m.a. fram að skoðuð voru frárennsliskerfi hjá Ramma hf. og Kítósan verksmiðjunni Primex ehf.
Einnig lagt fram afrit bréfs Ramma hf. til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, dagsett 9. júní 2016.
Hafnarstjórn harmar að ekki hafi enn tekist að koma í veg fyrir mengunarslys í Fjallabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn ætlast til að hlutaðeigandi aðilar komi í veg fyrir að svona slys endurtaki sig.
Bókun fundar
Afgreiðsla 81. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016
NOVA segir upp samning frá 24. febrúar 2011 vegna aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað. Uppsagnarfrestur er 60 dagar og tekur gildi frá 2. júní 2016. Nova hefur fjarlægt allan sinn búnað af svæðinu og hætt rekstri.
Bókun fundar
Afgreiðsla 81. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20. júní 2016
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Afgreiðsla 81. fundar hafnarstjórnar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.