Hafnarstjórn Fjallabyggðar

80. fundur 10. maí 2016 kl. 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Gunnlaugur Oddsson aðalmaður, F lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur og aflagöld 2016

Málsnúmer 1602026Vakta málsnúmer

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar 1. janúar 2016 til og með 30. apríl 2016.
2016 Siglufjörður 5211 tonn í 447 löndunum.
Ólafsfjörður 262 tonn í 234 löndunum.
2015 Siglufjörður 5936 tonn í 487 löndunum.
Ólafsfjörður 322 tonn í 236 löndunum.

2.Framkvæmdir við hafnir og hlutverk Samgöngustofu

Málsnúmer 1605018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Hafnarstjórn bíður eftir umsögn Hafnasambands Íslands.

3.Umgengni á hafnarsvæðum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1504019Vakta málsnúmer

Deildarstjóra tæknideildar og hafnarstjóra falið að koma með tillögu að geymslu og gámasvæði fyrir hafnarsvæði ásamt kostnaðaráætlun.

4.Úrgangur frá fiskvinnslum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1507047Vakta málsnúmer

Brögð eru af því að fiskúrgangi hafi verið hent í hafnir í Fjallabyggð. Bannað er að losa fiskúrgang í hafnir og verða hagsmunaaðilar að finna varanlega lausn.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra og Matvælastofnun vegna þessa máls.

5.Vargfugl við hafnir í Fjallabyggð

Málsnúmer 1507045Vakta málsnúmer

Umræða var um vargfugl við hafnir og ræddar hugmyndir að úrlausn á vandanum.

6.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við endurbyggingu á Bæjarbryggju. Framkvæmdum miðar vel og eru á áætlun.

7.Trilludagar

Málsnúmer 1605022Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri kynnti hugmynd að hafnarhátíðinni Trilludögum sem haldin yrði seinnipart júlí í sumar.

8.Ársreikningur Hafnasambands Íslands - 2015

Málsnúmer 1604066Vakta málsnúmer

Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2015 lagður fram til kynningar.

9.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2016

Málsnúmer 1601007Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 383. og 384. fundar Hafnasambands Íslands.

Fundi slitið.