-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi. Í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.
Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.
Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
Bókun fundar
Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Á 444. fundi bæjarráðs, 10. maí 2016, var samþykkt að gerð yrði verðkönnun vegna skólamáltíða og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að útboðsgögnum.
Verðkönnunardrög vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2016 - 2018, lögð fyrir bæjarráð.
Annars vegar er um að ræða verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta að Norðurgötu 10 Siglufirði og hins vegar verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta að Tjarnarstíg 3 Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir verðkönnunardrög með áorðnum breytingum og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála framkvæmd verðkönnunar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2016, var lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 4. maí 2016, þar sem óskað er eftir upplýsingum um nýtingu styrks til uppfærslu námsupplýsingakerfis grunnskóla.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Umsögn lögð fram.
Þar kemur m.a. fram að Fjallabyggð fékk 190.000 kr. í styrk sem var nýttur til að kaupa uppfærslu á MENTOR eða viðbótina sem var sérstaklega hönnuð til að sinna nýju matskerfi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 25. maí 2016, um nýtingu ferða milli byggðakjarna í Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir að fargjald verði ekki rukkað vegna rútuferða á vegum bæjarfélagsins milli byggðakjarna.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að leggja fyrir bæjarráð í haust tillögu að betri nýtingu á ferðum milli bæjarkjarna m.a. með tilliti til tímasetninga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Á 439. fundi bæjarráðs, 5. apríl 2016, var tekið fyrir erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 30. mars 2016, varðandi betrumbót á aðstöðu í íþróttahúsinu á Siglufirði til körfuknattleiksæfinga fyrir börn á grunnskólaaldri.
Bæjarráð samþykkti að óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála á erindinu.
Umsögn lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að fela íþrótta- og tómastundafulltrúa að láta lagfæra fyrirliggjandi körfuspjöld og bæta við kennslutækjum.
Kaup á nýjum körfuspjöldum með rafmagnsmótor er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Á 439. fundi bæjarráðs, 5. apríl 2016, voru lagðar fram til kynningar umsóknir félaga og félagasamtaka
um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Samtals voru upphæðir fasteignaskatts sem tengdust umsóknum kr. 3.031.122.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins, þar sem nánari upplýsingar vantaði frá nokkrum umsækjendum.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu.
Bæjarráð samþykkir umsóknir félaga og félagasamtaka að upphæð kr. 2.381.480
Umsókn Sigurhæða ses er vísað til næsta fundar bæjarráðs, þar sem umfjöllun um málefni félagsins verða til umræðu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til apríl, 2016, er 9,6 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 39,5 millj. í tekjur umfram gjöld, í stað 29,9 millj. Tekjur eru 2,3 millj. hærri en áætlun, gjöld 8,1 millj. hærri og fjármagnsliðir 15,4 millj. lægri.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Tekin fyrir beiðni tæknifulltrúa Tæknideildar Fjallabyggðar, Andra Þórs Andréssonar, um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við fráveituútrásir við enda Aðalgötu á Siglufirði (L=155m) og hinsvegar fráveituútrásir við grjótgarð við Ólafsfjarðarhöfn (L=60m)
Bæjarráð samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum umsókn um framkvæmdaleyfi við fráveituútrásir.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Lögð fram til kynningar ályktun ársþings Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar frá 19. maí 2016.
"Ársþing UÍF hvetur Fjallabyggð til að verða heilsueflandi samfélag í samstarfi við embætti Landlæknis. Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurhópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði.
Fjallabyggð bætist þá í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt".
Bæjarráð samþykkir að vísa ályktuninni til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Ungmennafélag Íslands óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 22. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður 2019.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Lagt fram erindi Leyningsáss ses., dagsett 19. maí 2016, þar sem óskað er eftir viðræðum við Fjallabyggð um annarsvegar aðgerðir til að fyrirbyggja frekara tjón á nýjum golfvelli í Hólsdal vegna lausagöngu sauðfjár og hinsvegar lokun malarvegar inn á vallarsvæðið við Skarðsveg fyrir almennri umferð vélknúinna ökutækja.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Lagt fram til kynningar ársreikningur og ársskýrsla Síldarminjasafns Íslands ses fyrir árið 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.
Lagt fram erindi Síldarminjasafns Íslands, dagsett 17. maí 2016 er varðar fasteignaskatt.
Óskað er eftir því að álagning fasteignaskatts á árunum 2006 til 2016 verði endurskoðuð.
Bæjarráð óskar umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
Bókun fundar
Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem bæjarfélaginu er boðið að taka þátt í fundi 3. júní n.k. í Reykjavík, þar sem fundarefnið er staða viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustusamninga fyrir hjúkrunarheimili.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Lögð fram til kynningar fundargerð 27. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 17. maí 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar.
4. fundur stjórnar Hornbrekku 10. maí 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 1. júní 2016
Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:
28. fundur yfirkjörstjórnar frá 28. maí 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 447. fundar bæjarráðs staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.