Bæjarstjórn Fjallabyggðar

123. fundur 11. nóvember 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015

Málsnúmer 1510010FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Á fund bæjarráðs mættu fulltrúi Bás ehf, Sveinn H. Zophoníasson og deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson.

    Farið var yfir stöðu þeirra verkefna sem eru í gangi fyrir Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Á fund bæjarráðs komu skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir og deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.

    a. Loftræsting í skólaeldhús í Ólafsfirði.
    Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Þar kemur m.a. fram að heildarkostnaður við smíði og uppsetningu á háfum og kerfi fyrir stofuna sé um 4 milljónir. Á fjárhagsáætlun 2015 eru 2 milljónir í önnur verkefni sem hægt væri að nýta til verkefnisins.

    Bæjarráð samþykkir að klára verkefnið fyrir áramót.
    Jafnframt er viðbótarfjárhæð vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

    b. Hagræðing á móti ráðningu.
    Á 411. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 6. október 2015 var samþykkt ósk skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um ráðningu stuðningsfulltrúa og starfskrafts í lengda viðveru til áramóta.
    Bæjarráð fól skólastjóra að mæta launaútgjöldum með hagræðingu í rekstri og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð.
    Tillaga skólastjóra er að þar sem reikna má með meiri tekjum vegna nemenda með lögheimili í öðrum sveitarfélögum sem nemur a.m.k. kr. 1.200.000 umfram áætlun, vegi sú upphæð upp útgjaldaaukningu launa. Reiknað er með að launakostnaður við stuðningsfulltrúa í 63% starf er samtals u.þ.b. kr. 240.000 á mánuði með orlofi og launatengdum gjöldum. Launakostnaður við skólaliða í 25% starfi í lengdri viðveru er samtals u.þ.b. kr. 90.000 á mánuði með orlofi og launatengdum gjöldum.
    Samtals að upphæð kr. 330.000 pr. mánuð eða samtals kr. 990.000 á árinu 2015.

    Bæjarráð samþykkir tillögu skólastjóra og vísar breytingum milli deilda til viðauka við fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Á 21. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 8. október 2015, var lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir umsókn og vísar upphæð sem upp á vantar í fjárhagsáætlun til viðauka við fjárhagsáætlun 2015 og gerðar fjárhagsáætlunar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Lögð fram drög að ráðgjafasamningi í tengslum við útboð á vátryggingum Fjallabyggðar við Consello ehf.

    Bæjarráð samþykkir drög að samningi og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Bæjarstjóri fór yfir viðskiptaáætlun í tengslum við hafnarframkvæmdir ásamt samskiptum við Vegagerð, Innanríkisráðuneytið og ráðherra.

    Áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar er 487 millj. þar af er hlutdeild hafnarsjóðs 109 millj.

    Fyrir liggur reikningur fyrir efni í bryggjuþil og festingar að upphæð 79 millj. án vsk.

    Bæjarráð samþykkir að heimila greiðslu á efniskaupum og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

    Jafnframt samþykkir bæjarráð að vísa auknum útsvarstekjum þessa árs að upphæð 39,257 milljónum til viðauka við fjárhagsáætlun 2015, með tilvísun í staðgreiðsluáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Í tilefni 100 ára vígsluafmælis Ólafsfjarðarkirkju, samþykkir bæjarráð 100 þúsund króna gjöf til kirkjunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Lagt fram til kynningar bréf Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg til Leyningsáss ses. um aðgang félagsins að skíðasvæðinu utan formlegs opnunartíma.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp í stjórn Leyningsáss.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Lagt fram til kynningar svar Ofanflóðanefndar frá 196. fundi, við erindi Fjallabyggðar frá 9. september 2015.

    a. Aðkoma Ofanflóðasjóðs að viðgerðum vegna tjóns sem varð á Hólavegi og Fossvegi í úrhellinu 28. ágúst 2015 er til nánari skoðunar.
    b. Ósk um endurbætur á dreni úr Bakkatjörn neðan garðs 6 (Kálfs) var samþykkt og verður verkið unnið í samstarfi við starfsmann nefndarinnar.
    c. Aðkoma Ofanflóðasjóðs að viðgerðarkostnaði á Hólavegi norðan Hvanneyrarár að Hvanneyrarbraut er samþykktur með 60% hlut, að upphæð allt að 17,5 millj.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Í erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 7. október 2015, er farið yfir ákvæði 66. greinar sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar.
    Eftir yfirferð eftirlitsnefndar á ársreikningi sveitarfélagsins 2014 er óskað eftir upplýsingum um hvort einstaka fjárfesting þess árs sé hærri en 20% af skatttekjum.

    Engin einstaka framkvæmd fór yfir 20% af skatttekjum.
    Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Lögð fram til kynningar frá Íslenska gámafélaginu, grenndarstöð, sem lausn fyrir flokkun í sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Á 410. fundi bæjarráðs, 28. september 2015, var tekið fyrir erindi Jassklúbbs Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir niðurfellingu á viðskiptaskuld frá árinu 2012, vegna auglýsinga á Jasshátíð klúbbsins það árið, þar sem þáverandi menningarfulltrúi hafi samþykkt að Fjallabyggð greiddi þær.

    Bæjarráð fól deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að veita umsögn.

    Umsögn lögð fram.

    Bæjarráð óskar eftir því að forsvarsmenn Jassklúbbs Ólafsfjarðar mæti á fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 14. október 2015 er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í Lindargötu 22, 580 Siglufirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Í erindi Íbúðalánasjóðs til bæjarstjórnar Fjallabyggðar, dagsett 8. október 2015, er Fjallabyggð boðið til viðræðna um kaup á eignum sjóðsins í Fjallabyggð.

    Þar sem Fjallabyggð hefur verið að losa sig við íbúðir úr eignasafni sínu, sér bæjarráð sér ekki fært að taka upp viðræður um kaup á eignum Íbúðalánasjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015

Málsnúmer 1510014FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi Jassklúbbs Ólafsfjarðar, Gísli Rúnar Gylfason.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Á fund bæjarráðs mætti yfirhafnarvörður, Þorbjörn Sigurðsson.

    Til umfjöllunar var skoðunarskýrsla Vinnueftirlits frá 20. október 2015 í kjölfar heimsóknar á hafnarvogina á Siglufirði og viðbrögð við skýrslunni.

    Bæjarráð óskar eftir formlegri umsögn yfirhafnarvarðar um skoðunarskýrsluna með úrbætur í huga, fyrir fund bæjarráðs í næstu viku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2016 og þau kynnt. Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Þar sem staða fjárhagsliða vegna snjómoksturs og hálkueyðingu er komin fram yfir ársáætlun eins og staðan er í dag, óskar deildarstjóri tæknideildar eftir heimild til þess að færa 7,5 milljón af fjárhagslið 10-31 rekstur gatnakerfis yfir á 10-61 snjómokstur og hálkueyðingu.
    Þá yrði eftir fjárheimild til þess að halda úti snjómokstri í 10 daga fram að áramótum.

    Bæjarráð samþykkir tilfærslu á milli fjárhagsáætlunarliða og vísar til viðauka við fjárhagáætlun 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 20. október 2015 um úthlutun byggðakvóta lagt fram til kynningar.
    Um er að ræða 209 þorskígildistonn fyrir Ólafsfjörð og 102 tonn fyrir Siglufjörð.
    Vilji bæjarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum fyrir 10. nóvember 2015.

    Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að bréfi til ráðuneytisins, þar sem óskað er eftir leiðréttingu á úthlutun til Ólafsfjarðar sem hefur lækkað um 91 þorskígildistonn frá því í fyrra, þrátt fyrir að ríflega 400 þorskígildistonn hafi verið seld út úr byggðalaginu snemma á árinu.
    Óskað er eftir leiðréttingu og rökstuðningi við fengna niðurstöðu.

    Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í Atvinnumálanefnd.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Á 408. fundi bæjarráðs, 8. september 2015, samþykkti bæjarráð að ganga til samninga, við aðila sem sýndi áhuga á að eignast Kirkjuveg 4, á ákveðnum forsendum og fól deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við viðkomandi aðila.

    Með tilkynningu 19. október s.l. hefur kaupandinn hætt við.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að húsið verði rifið.



    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu bæjarráðs að húsið Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði verði rifið.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Farið yfir stöðu mála varðandi snjóflóðaeftirlit.

    Fyrr á þessu ári óskaði rekstraraðili skíðasvæðisins eftir breytingu á ákvæði samnings er varðaði snjóflóðaeftirlit.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp hið fyrsta í stjórn Leyningsáss.
    Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Lagt fram til kynningar bréf svæðisstjóra Arion banka á Norðurlandi, dagsett 20. október 2015, þar sem fram kemur m.a. að samruni AFLs sparisjóðs og Arion banka hafi gengið formlega í gegn með samþykki Fjármálaeftirlitsins og stjórna bæði Arion banka og AFLs sparisjóðs. Starfrækt verða undir merkjum Arion banka tvö útibú í Fjallabyggð, annað í Ólafsfirði og hitt á Siglufirði. Að auki verður áfram fjarvinnsla fyrir bankann á Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Lagt fram til kynningar fundarboð forsætisráðuneytis til sveitarfélaga sem hafa þjóðlendur innan sinna staðarmarka og nokkurra aðila sem nýta land og landsréttindi innan þjóðlendna.

    Hjá forsætisráðuneytinu er nú unnið að mótun eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Ráðuneytinu er falin umsjón með þeim skv. lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998.

    Fram að þessu hefur verið lögð áhersla á að ná yfirsýn yfir þau vafa- og álitamál sem æskilegt væri að stefnan leysti úr. Nú er hins vegar komið að því að hafa samráð við hagsmunaaðila um þessi efni áður en ráðuneytið mótar afstöðu sem birtast mun í drögum að eigendastefnu.

    Fjallabyggð er boðið að koma eða senda einn fulltrúa á 3. fund, sem haldinn verður 30. október 2015 í Reykjavík, um nýtingu með leyfi sveitarstjórna.

    Viðfangsefni fundarins er það hvaða forsendur gætu legið til grundvallar samþykkt eða synjun forsætisráðherra sem kveðið er á um í 3. mgr. 3. gr. þjóðlendulaganna þegar sveitarstjórn veitir leyfi til nýtingar lands eða landsréttinda innan þjóðlendna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Bæjarráð samþykkir að vísa til bæjarstjórnar formlegri staðfestingu á samþykktum Róta bs. ásamt þjónustusamningi. Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Lögð fram kynning á skammdegishátíð, sem Listhúsið í Ólafsfirði er í forsvari fyrir, og stendur yfir frá 28. janúar n.k. til 21. febrúar. Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Frestur til að skila inn fyrstu tilnefningum á Landsskrá Íslands um Minni heimsins hefur verið framlengdur til 1. nóvember nk.

    Markmiðið með opnun fyrir tilnefningar á Landsskrá Íslands um Minni heimsins er að efla vitund um mikilvægi hins skráða menningararfs í öllum byggðum landsins samhliða því að stuðla að varðveislu heimildanna og aðgengi almennings að þeim.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Lagðar fram til kynningar ályktanir landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem haldið var 16. og 17. okt. 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Lögð fram til kynningar ályktun um byggðamál sem Landsbyggðin lifi sendi frá sér af aðalfundi 10. október 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27. október 2015 Lögð fram skýrsla vegna könnunar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem lögð var fyrir skólastjórnendur um allt land dagana 3.- 8. september s.l. varðandi stöðuna á gerð vinnumats og gæslumála í skólum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 414. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 415. fundur - 30. október 2015

Málsnúmer 1510018FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 415. fundur - 30. október 2015 Farið yfir innsend erindi frá:
    Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar
    Golfklúbbi Ólafsfjarðar
    Hestamannafélaginu Gnýfara
    Álfhildi Stefánsdóttur
    Sigurbirni Þorgeirssyni
    Þorsteini Sveinssyni
    Lísebet Hauksdóttur
    Erlu Heiðu Sverrisdóttur og
    Menntaskólanum á Tröllaskaga.

    Leitað er eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um sum þessara mála og verða þessi erindi aftur á dagskrá bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 415. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 415. fundur - 30. október 2015 Farið yfir styrkumsóknir.

    Bæjarráð mun fjalla um rekstrar- og þjónustustyrki en samþykkt að vísa öðrum styrkumsóknum til fræðslu- og frístundanefndar.
    Niðurstaða nefndar þarf að liggja fyrir bæjarráðsfund n.k. föstudag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 415. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 415. fundur - 30. október 2015 Farið yfir styrkumsóknir.

    Bæjarráð mun fjalla um rekstrar- og þjónustustyrki en samþykkt að vísa öðrum styrkumsóknum til markaðs- og menningarnefndar.
    Niðurstaða nefndar þarf að liggja fyrir bæjarráðsfund n.k. föstudag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 415. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.4 1509094 Gjaldskrár 2016
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 415. fundur - 30. október 2015 Tekin til umfjöllunar gjaldskrá og álagning 2016.

    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:

    Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%.
    Fasteignaskattur verði óbreyttur, (A. 0,49% B. 1,32% C. 1,65%).
    Lóðarleiga verði óbreytt ( A. 1,90% C. 3,50%)
    Sorphirðugjöld hækki í 36.250.
    Holræsa-/fráveitugjöld verði óbreytt 0,360%.
    Vatnsskattur fasteignagjalda verði óbreytt 0,350%.
    Leigu- og þjónustutekjur íbúðasjóðs hækka sérstaklega um 23,69 kr. (1. jan. 950 m2) og tekjuálag í 25% úr 15%.
    Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka um 4,5% og tónskólagjaldskrá í byrjun skólaárs að hausti um 10%.

    Gjaldskrám vísað til umfjöllunar í nefndum.
    Niðurstaða nefnda þarf að liggja fyrir bæjarráðsfund n.k. föstudag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 415. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 415. fundur - 30. október 2015 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun, sem verða áfram til umfjöllunar.
    Drögum að fjárhagsáætlun vísað til umfjöllunar í nefndum.
    Umfjöllun nefnda þarf að vera lokið fyrir bæjarráðsfund n.k. föstudag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 415. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015

Málsnúmer 1510019FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015 Lögð fram kostnaðaráætlun Mannvits á hönnun burðarvirkja, raflagna, lagna og loftræstingar fyrir leikskólann Leikskála, að upphæð kr. 4,7 millj.

    Bæjarráð samþykkir að Mannviti verði falið verkið og vísar kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015 Á 414. fundi bæjarráðs, 27. október 2015, var samþykkt að óska eftir formlegri umsögn yfirhafnarvarðar um skoðunarskýrslu Vinnueftirlitsins með úrbætur í huga.

    Umsögn lögð fram.

    Fram kemur að búið er að leysa vandamál með lykt í vigtarskúr og að fulltrúi Vinnueftirlitsins sé sáttur við áform bæjaryfirvalda varðandi aðstöðu og aðbúnað starfsmanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015 Lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 29. október 2015, er varðar akstur skólarútu í haustfríi grunnskólans og reglur um frítíma aðildarfélaga Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, sem Fjallabyggð veitir.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015 Lögð fram til kynningar drög að þarfalýsingu vegna vátrygginga Fjallabyggðar.
    Endanleg útboðsgögn verða lögð fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015 Boðað er til aðalfundar hjá Flokkun Eyjafjarðar, þriðjudaginn 10. nóvember 2015.

    Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjallabyggðar verði forseti bæjarstjórnar Ríkharður Hólm Sigurðsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015 Lögð fram beiðni um styrk frá Félagi íslenskra kraftamanna, dagsett 26. október 2015, vegna aflraunamótsins Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins dagana 15. - 17. ágúst 2016 víðsvegar um Norðurland. Gera á sjónvarpsþátt um keppnina.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015 Lagðar fram til kynningar ályktanir og samþykktir aðalfundar Eyþings 2015, haldinn í Hörgársveit 9. og 10. október 2015.
    Einnig breyttar samþykktir Menningarráðs Eyþings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015 Starfshópur um dag leikskólans vekur athygli á og hvetur með bréfi sínu, dagsettu 27. október 2015, til þess að hugað sé að Degi leikskólans 5. febrúar 2016.

    Lagt fram til kynningar.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015 Í september var haldinn fundur á Siglufirði, með Landsneti og fulltrúum sveitarfélaganna í Eyjafirði og Norðurlandi vestra, um kerfisáætlun Landsnets. Ákveðið var í áframhaldi að hittast á 2 mánaða fresti í vetur. Atvinnuþróunarfélögin á svæðinu myndu boða til funda.
    Í samráði Atvinnuþróunarfélaganna og Landsnets hefur verið ákveðið að boða til næsta fundar þriðjudaginn 10. nóvember í Varmahlíð.

    Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri sæki fundinn f.h. Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, dags. 6. október 2015, um mótttöku sveitarfélaga á flóttamönnum, ásamt fylgiskjölum:
    1. Bréf sambandsins til velferðar- og innanríkisráðuneyta, dags. 29. september sl.
    2. Minnisblað til stjórnar sambandsins, dags. 9. september sl.
    3. Norræn samantekt um málefni flóttamanna, dags. 9. september sl.

    Í bréfi sambandsins er kynnt samþykkt stjórnar sambandsins frá fundi 11. september sl. um stuðning og hagsmunagæslu sambandsins vegna móttöku sveitarfélaga á flóttamönnum og sveitarfélögum er boðið að tilnefna fulltrúa í samráðshóp um málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 3. nóvember 2015 Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur milli Fjallabyggðar og Köfunarþjónustunnar ehf, vegna uppsetningar á stoðvirkjum í Fífladölum ofan byggðar á Siglufirði á tímabilinu ágúst 2015 til september 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 6. nóvember 2015

Málsnúmer 1511004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 6. nóvember 2015 Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi og S. Guðrún Hauksdóttir kom í hennar stað.

    Umsóknarfrestur um nýtt starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála rann út 2. nóvember s.l.

    9 umsóknir bárust um starfið.
    Umsækjendur eru:
    Davíð Freyr Þórunnarson
    Otto Tynes
    Kristinn J. Reimarsson
    Elsa Guðrún Jónsdóttir
    Lind Völundardóttir
    Gunnar Thordarson
    Einar Bragi Bragason
    Karítas Skarphéðinsdóttir Neff og
    Anna Hulda Júlíusdóttir

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að fara yfir umsóknir, taka viðtöl við þá umsækjendur sem helst koma til greina og að því loknu leggja tillögu fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 417. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 6. nóvember 2015 Lögð fram drög að samningi við VSÓ vegna hönnunar og útboði fráveituframkvæmda á Siglufirði og í Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að samið verði við VSÓ og vísar hluta kostnaðar kr. 1,6 millj. til viðauka við fjárhagsáætlun 2015 og hluta til fjárhagsáætlunar 2016 að upphæð 3,8 millj..
    Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 6. nóvember 2015 Lögð fram kostnaðaráætlun Mannvits á hönnun burðarvirkja, raflagna, lagna og loftræstingar fyrir stækkun líkamsræktar í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að Mannviti verði falið verkið og vísar kostnaði að upphæð 1,7 millj. til fjárhagsáætlunar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 6. nóvember 2015 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi málefni Hestamannafélagsins Gnýfara.

    Í umsögn deildarstjóra kemur eftirfarandi fram:

    Málefni húseigenda að Brimvöllum og hestamannfélagsins Gnýfara, Ólafsfirði.
    Unnið er að því lagfæra framræstingu á svæðinu. Tvö rör sem lágu undir gamla flugvöllinn hafa lent undir fyllingu við gerð Héðinsfjarðarganga og verða þau opnuð aftur. Vonandi leysist þetta vandamál við það. Samt þarf alltaf að muna að moka skurði sem framræsta út í sjó þar sem sandur kemur alltaf í þá aftur þegar mikið brim er á veturna.

    Frágangur á svæði vestan óss er í vinnslu og verður lokið sumarið 2016. Gert er ráð fyrir að nota efni úr tipp við Kleifarhorn í fyllingu við endurgerð Bæjarbryggju á Siglufirði og mun svæðið verða mótað samhliða þeirri vinnu. Steypustöðin var rifin nú fyrir stuttu og eftir er að ganga frá hreinsun þar í kring og slétta úr efni á svæðinu.
    Þeirri hreinsun verður einnig lokið sumarið 2016.

    Erindi frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar er varðar lagfæringu á vegkaflanum og bílastæðið í Skeggjabrekku Ólafsfirði.
    Bæjarráð leggur til að séð verði til þess að vegurinn verði heflaður.

    Erindi frá Álfhildi Stefánsdóttur varðandi aðra aðkomu að Saurbæjarási.
    Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir annarri aðkomu að frístundabyggðinni á Saurbæjarási.
    Bæjarstjóri upplýsti að tvisvar á þessu ári hafi aðalvegur að frístundabyggðinni verið heflaður og einnig borið ofan í veginn.
    Bæjarráð leggur til að séð verði til þess að vegurinn verði heflaður næsta vor.

    Erindi frá Sigurbirni Þorgeirssyni varðandi bætta internettengingu í bæjarfélaginu.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Mílu.

    Erindi frá Þorsteini Sveinssyni varðandi hraðakstur á Aðalgötu í Ólafsfirði.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Vegaerðina um úrbætur vegna umferðaröryggis.

    Erindi frá Lísebet Hauksdóttur sem voru margvísleg.
    Við gerð fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir endurbótum á leiktækjum á leikskólalóðum og viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.

    Erindi Erlu Heiðu Sverrisdóttur varðandi hraðakstur í Ólafsveginum í Ólafsfirði.
    Samkv. umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar er gert ráð fyrir úrbótum á þessari götu.

    Menntaskólanum á Tröllaskaga.
    Við gerð fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.5 1509094 Gjaldskrár 2016
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 6. nóvember 2015 Teknar til afgreiðslu tillögur nefnda á gjaldskrám 2016.
    Bæjarráð samþykkir að gjaldskrárbreytingar taki gildi 1. janúar 2016.

    Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá félagþjónustu.
    Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá leikskólans.
    Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá grunnskólans.
    Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslu- og frístundanefndar að gjaldskrá tónskólans taki mið af tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, þar sem samstarf er um tónskólarekstur milli byggðalaganna. Gjald fyrir börn hækki einungis um 15%.
    Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá Tjarnarborgar.
    Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá bókasafns með fimm frávikum.
    Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá íþróttamiðstöðva með þremur frávikum.
    Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá tjaldsvæða meið einu fráviki.
    Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá hafnarsjóðs.
    Bæjarráð samþykkir tillögur að gjaldskrám sem voru til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Þær voru:
    Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar
    Gjaldskrá byggingarfulltrúa
    Gjaldskrá vatnsveitu
    Gjaldskrá fráveitu
    Gjaldskrá kattahalds
    Gjaldskrá hundahalds
    Gjaldskrá frístundalóða og
    Gjaldskrá sorphirðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 6. nóvember 2015 22. fundur fræðslu- og frístundanefndar samþykkti á fundi sínum 3. nóvember 2015, að vísa tillögum um styrkveitingu til bæjarráðs.

    Bæjarráð fór yfir tillögurnar og verða styrkumsóknir til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 6. nóvember 2015 Á 20. fundi markaðs- og menningarnefndar 5. nóvember 2015, var farið yfir umsóknir um styrki til menningarmála og samþykkt að vísa tillögum að úthlutun til afgreiðslu bæjarráðs.

    Bæjarráð fór yfir tillögurnar og verða styrkumsóknir til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 6. nóvember 2015 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun, sem verða áfram til umfjöllunar á næsta bæjarráðsfundi. Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 6. nóvember 2015 Atvinnumálanefnd tók til umfjöllunar á fundi sínum 4. nóvember 2015, úthlutun byggðakvóta í bæjarfélaginu og gerði tillögu til bæjarráðs.

    Samkvæmt reglum þarf bæjarstjórn að óska eftir því við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að sett séu sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir 10. nóvember 2015. Samkvæmt niðurstöðum ráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagins fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 koma 209 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði og 102 þorskígildistonn til Siglufjarðar, sem er skerðing um 91 þorskígildistonn frá síðustu úthlutun.

    Bæjarráð tók fyrir tillögu atvinnumálanefndar og samþykkir eftirfarandi:

    a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

    Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skulu öll skip og bátar sem uppfylla ákvæði 1. gr. reglugerðarinnar eiga rétt á 2.000 þorskígildiskílóa úthlutun óháð afla þeirra á fiskveiðiárinu 2014/2015. Auk þess skal því aflamarki sem eftir stendur skipt hlutfallslega milli sömu skipa og báta miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 30 þorskígildistonn.

    b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:

    Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

    c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:

    "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016. Aflinn skal nema í þorskígildum talið jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari, auk jafnmikils magns til vinnslu eða á fiskmarkað í sveitarfélaginu."
    Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 417. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

6.Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015

Málsnúmer 1511006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Umsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa lögð fram.

    Bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun við hugsanlega móttöku frá íþrótta- og tómstundafulltrúa, fyrir næsta fund bæjarráðs. Samráð skal haft við deildarstjóra tæknideildar og verkstjóra Þjónustumiðstöðvar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Lögð fram útboðslýsing vegna vátrygginga Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Lögð fram tillaga að viðauka nr. 6.
    Rekstrartekjur aukast um 37,8 millj. og efnahagur breytist vegna framkvæmda að upphæð 29,7 millj.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til október 2015.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 827,9 m.kr. sem er 95,9% af áætlun tímabilsins sem var 863,5 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 8,7 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 44,4 m.kr.

    Nettóniðurstaða er því 35,6 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Farið yfir styrkumsóknir.

    Bæjarráð samþykkir tillögu að styrkjum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Farið yfir styrkumsóknir.

    Bæjarráð samþykkir tillögu að styrkjum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.r
    Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Farið yfir styrkumsóknir.

    Bæjarráð samþykkir tillögu að styrkjum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Farið yfir afgreiðslur nefnda um fjárhagsáætlun.

    Markaðs- og menningarnefnd leggur til að skoðað verði að keyptir verði milliveggir (þilveggir) í sal Ráðhúss Fjallabyggðar sem hýsir listaverkasýningar til að auka á notagildi salarins.

    Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir fjármagni til kaupa á þilveggjum.

    Varðandi rekstur Tjarnarborgar leggur markaðs- og menningarnefnd til að tryggt verði fjármagn til kaupa á hljóðkerfi í Menningarhúsið Tjarnarborg við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

    Meirihluti bæjarráðs gerir ekki ráð fyrir fjármagni til kaupa á hljóðkerfi fyrr en 2017. Á næsta ári verður haldið áfram með nauðsynlegar endurbætur á húsinu og á m.a. að endurnýja þak vegna leka og glugga.

    Helga Helgadóttir og Jón Valgeir Baldursson óska að bókað sé að þau taki undir tillögu markaðs- og menningarnefndar um kaup á hljóðkerfi í Tjarnarborg.
    Jafnframt er óskað eftir kostnaðarmati á hljóðkerfi til fundar- og ráðstefnuhalds.

    Atvinnumálanefnd lagði til við bæjarráð að 1 milljón verði sett í styrki til nýsköpunar og að auki 500.000 kr. til að standa fyrir öðru atvinnumálaþingi.

    Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnumálanefndar.

    Undir þessum lið var fjallað um tillögur ungmennaráðs.
    Bæjarráð þakkar ábendingarnar.

    Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Gunnar I. Birgisson og Kristinn Kristjánsson.
    Sólrún Júlíusdóttir, Helga Helgadóttir og S. Guðrún Hauksdóttir óska að bókað sé að þær taki undir tillögu markaðs- og menningarnefndar um kaup á hljóðkerfi í Tjarnarborg.

    Bæjarstjóri, Gunnar I. Birgisson óskaði að bókað væri að unnið væri að viðhaldsáætlun til fjögurra ára vegna Tjarnarborgar.

    Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Þriðjudaginn 3.nóvember 2015 kl. 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og skrifstofu Fjallabyggðar opnuð tilboð í endurbyggingu Bæjarbryggju á Siglufirði.
    Útboðið var opið og auglýst í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar og í Morgunblaðinu.
    Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða.

    Eftirtalin tilboð bárust:

    Bjóðandi: Tilboðsupphæð - %hlutfall af kostn.áætl

    Ísar ehf. 175.777.000,- 105%
    ÍAV ehf. 240.750.250,- 144%
    AK Flutningar 319.963.620,- 192%
    Venus 350.463.220,- 210%
    Áætlaður verktakakostnaður 166.832.500,- 100%

    Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður að liðnum 10 dögum frá dagsetningu þessa bréfs.

    Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Lagt fram erindi Greiðrar leiðar ehf., dagsett 6. nóvember 2015, vegna árlegrar hlutafjáraukningar, í tengslum við Vaðlaheiðargöng hf.

    Þar sem Höldur efh. og Auðhumla svf. eru tilbúin að skrifa sig fyrir 1,1 millj. kr. í hlutafé leggur bæjarráð til að Fjallabyggð falli frá forkaupsrétti á 1,1 millj. kr. í Greiðri leið ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Lagt fram til kynningar erindi frá Motus um greiningu á lykiltölum varðandi innheimtu vanskilakrafna, Fjallabyggð að kostnaðarlausu.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við Motus.
    Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 13. október 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 9. nóvember 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 30. október 2015. Einnig var lagt fram skjal með áætluðum dagsetningum funda stjórnar sambandsins á árinu 2016 ásamt dagsetningum á helstu fundum og ráðstefnum sem tímasettar hafa verið. Bókun fundar Afgreiðsla 418. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21. október 2015

Málsnúmer 1510011FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21. október 2015 Aníta Elefsen mætti á fund hafnarstjórnar og gerði grein fyrir bókunum skemmtiferðaskipa árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21. október 2015 Lögð fram tilboð í skilti vegna öryggismyndavéla fyrir hafnir frá Securitas og Skiltagerð Norðurlands.

    Hafnarstjórn samþykkir að setja upp fimm skilti frá Skiltagerð Norðurlands.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21. október 2015 Hafnarstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir hafnarsjóð 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21. október 2015 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21. október 2015 Fyrir liggur reikningur fyrir efni í bryggjuþil og festingar að upphæð 79 millj. án vsk.
    Bæjarráð samþykkti á 413. fundi sínum að heimila greiðslu á efniskaupum og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

    Einnig hefur Vegagerðin auglýst útboð á endurbyggingu á Bæjarbryggju, Siglufirði. Tilboð verða opnuð 3. nóvember 2015.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.6 1509094 Gjaldskrár 2016
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21. október 2015 Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir hafnarsjóð 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 29. október 2015

Málsnúmer 1510017FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 29. október 2015 Hafnarstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2016.

    Hafnarstjórn samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.2 1509094 Gjaldskrár 2016
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 29. október 2015 Lögð fram drög að gjaldskrá hafnarsjóðs 2016.

    Hafnarstjórn samþykkir að vísa drögum að gjaldskrá hafnarsjóðs 2016 til staðfestingar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 29. október 2015 Landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum á tímabilinu 1. janúar 2015 til 29. október 2015.
    Siglufjörður 19710 T í 2202 löndunum. Ólafsfjörður 496 T 547 í löndunum.

    Samanburður við sama tímabil 2014.
    Siglufjörður 16052 T í 2414 löndunum. Ólafsfjörður 780 T í 605 löndunum.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 29. október 2015 Til umfjöllunar var skoðunarskýrsla Vinnueftirlits frá 20. október 2015 í kjölfar heimsóknar á hafnarvogina á Siglufirði og viðbrögð við skýrslunni.

    Á 414. fundi bæjarráðs var óskað eftir formlegri umsögn yfirhafnarvarðar um skoðunarskýrsluna með úrbætur í huga.

    Umsögn yfirhafnarvarðar við skoðunarskýrslu lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 29. október 2015 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 29. október 2015 Umræða var um hvernig verkaskipting og verkferlar eru á hafnarsvæðum Fjallabyggðarhafna. Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar hafnarstjórnar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 8. fundur - 26. október 2015

Málsnúmer 1510013FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 8. fundur - 26. október 2015 Allir aðalmenn voru mættir, ásamt Kristni Reimarssyni markaðs- og menningarfulltrúa sem kynnti reglugerð fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar og Hauki Sigurðssyni íþrótta-og tómstundafulltrúa sem stjórnaði fundi og upplýsti ráðið um sín störf.
    Kristinn fór yfir reglugerðina og skýrði út tilgang ungmennaráðs. Hann fór síðan yfir aðgengi fulltrúa að svæði á heimasíðu Fjallabyggðar.
    Fyrirspurnir komu um gang mála um stækkun á líkamsrækt á Ólafsfirði. Íþrótta-og tómstundafulltrúa falið að koma með teikningar á næsta fund.
    Ábending kom um að það vanti betri lýsingu á skíðasvæðið í Ólafsfirði.

    Haukur Orri Kristjánsson var kjörinn formaður ungmennaráðs og Vaka Rán Þórisdóttir varaformaður.
    Ráðið ákvað að fastir fundartímar verði kl.16:30 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar ungmennaráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 4. nóvember 2015

Málsnúmer 1511003FVakta málsnúmer

Til máls um fundargerð tóku Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fundargerð til umfjöllunar í bæjarráði.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 4. nóvember 2015 Fjallað var um afþreyingu unglinga í Fjallabyggð og komu ýmsar hugmyndir varðandi þennan lið.
    Hugmyndir um bíó einu sinni til tvisvar í viku. Fjölbreyttara íþróttaval. Blak, körfubolti, dans fyrir unglinga. Að leikfélagið taki tillit til unglinga við val á leikverkum.
    Ungmennaráð leggur til að sundkort verði lækkuð til unglinga í Fjallabyggð svo að þeir fari að mæta í sund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar ungmennaráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 4. nóvember 2015 Íþrótta-og tómstundafulltrúi upplýsti fundarmenn um hvað hefði verið gert til að fá húsnæði fyrir félagsmiðstöð.
    Fundarmenn voru sammála um að finna yrði framtíðarhúsnæði undir félagsmiðstöð og bentu á Listhúsið í Ólafsfirði sem er til sölu.
    Þar væri komið framtíðarhúsnæði fyrir alla aldurshópa og þá yrði félagsmiðstöðin eingöngu í Ólafsfirði.
    Nefndarmönnum finnst að það mætti kaupa leikjatölvur, spil og sófa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar ungmennaráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 4. nóvember 2015 Fjallað var um kvikmyndasýningar í Menningarhúsinu Tjarnarborg og voru nefndarmenn sammála um að skora á bæjaryfirvöld að hefja sýningar á kvikmyndum einu til tvisvar sinnum í viku.
    Rútuferðir til og frá Siglufirði verði samræmdar við sýningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar ungmennaráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 4. nóvember 2015 Ungmennaráð bendir á að lagfæra þarf tækin í ræktinni og gera ráð fyrir endurnýjun tækja að einhverju leyti í fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar ungmennaráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 4. nóvember 2015 Formaður benti á að við eigum reiðskemmur, sem hægt væri að nota fyrir reiðnámskeið t.d. í samstarfi við hestamannafélögin.
    Ungmennaráð skorar á hestamannafélögin að bjóða upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga yfir vetrartímann.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar ungmennaráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 4. nóvember 2015 Íþrótta-og tómstundafulltrúi kynnti tillögur A og B. Ungmennaráð lýsir ánægju sinni með tillögu A og bendir á að sama ástand er á tækjum í ræktinni í Ólafsfirði og á Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar ungmennaráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.7 1511009 Ungmennaráð UMFÍ
    Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 4. nóvember 2015 Íþrótta-og tómstundafulltrúi kynnti bréf frá UMFÍ þar sem farið er fram á tilnefningar í Ungmennaráð UMFÍ af hálfu aðildarfélaga.
    Íþrótta-og tómstundafulltrúa falið að kanna kostnað sem gæti orðið af ferðum viðkomandi.
    Formaður, Haukur Orri Kristjánsson er tilbúinn að gefa kost á sér í Ungmennaráð UMFÍ.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar ungmennaráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015

Málsnúmer 1510015FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Lagt fram erindi Kristins E. Hrafssonar dags. 14.október 2015. Í erindinu eru gerðar athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar þann 8.október sl. þar sem umsókn um lóð að Strandgötu 3 var hafnað á þeim forsendum að fjarlægðarmörk milli húsa uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012, einnig samræmist staðsetning hússins á lóð ekki þeirri húsalínu sem fyrir er við Strandgötu. Kristinn bendir á að nægjanlegt væri að klæða undir bárujárnið á Strangötu 3 með brunatefjandi efnum til að bæta brunamótstöðuna og uppfylla staðla. Einnig að staðsetning hússins hafi verið hugsuð í sögulegu samhengi með endurheimt gömlu götumyndarinnar í huga.

    Nefndin ítrekar fyrri bókun og vísar til byggingarreglugerðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Lagt fram erindi húseiganda að Hólavegi 83, dagsett 12.október 2015. Óskað er eftir leyfi til breytinga á bílskúr hússins vegna breyttrar notkunar hans í atvinnurekstur.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Hermann Einarsson óskar eftir leyfi til að breyta gamalli aðveitustöð að Hávegi 2 í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi breytingum innan húss og utan. Lögð fram teikning af fyrirhuguðum breytingum.

    Samkvæmt gildandi aðalskipulagi fellur Hávegur 2 undir landnotkunarflokkinn iðnaðarsvæði. Þar sem ekki er lengur starfrækt aðveitustöð á svæðinu leggur nefndin til að því verði breytt í íbúðarsvæði. Að mati nefndarinnar telst breytingin óveruleg þar sem svæðið liggur við núverandi íbúabyggð á Hávegi og fellur betur að skipulagi heldur en iðnaðarsvæði. Svæðið er takmarkað að stærð og býður ekki upp á mikla aukningu bygginga, breytingin er því ólíkleg til að hafa mikil áhrif á þá byggð sem fyrir er á svæðinu.

    Tæknideild er falið að auglýsa breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem felur í sér breytta landnotkun nyrst á Hávegi. Óskað er eftir að umsækjandi leggi fram fullgilda aðaluppdrætti með byggingarleyfisumsókn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Lagt fram erindi Magnúsar Garðarssonar dags.24.10.2015. Óskað er eftir leyfi til útlitsbreytinga á húseigninni við Aðalgötu 6 Siglufirði. Lögð fram teikning af breytingunum.

    Dagsektir voru lagðar á vegna ástands hússins þann 14.september 2015. Þar sem húsið er friðað tekur nefndin ekki afstöðu til málsins fyrr en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Lagt fram erindi íbúa við Eyrargötu 8 og 12 þar sem skorað er á sveitarfélagið að fara í viðgerðir á gangstétt við húsin fljótlega á næsta ári. Einnig að snyrta lóð við Eyrargötu 10.

    Fyrir liggur framkvæmdaáætlun á lagfæringu gatna og gangstétta þar sem forgangsraðað hefur verið eftir ástandi þeirra. Umrædd gangstétt við Eyrargötu er ofarlega á þeirri áætlun. Nefndin vísar umhirðu lóðar við Eyrargötu 10 til þjónustumiðstöðvar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 8.október 2015 uppfærða tillögu að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar við Brekkugötu á Siglufirði.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina aðliggjandi lóðarhöfum. Teikningar munu einnig liggja frammi á tæknideild og öllum velkomið að skoða þær.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Lagt fram erindi Erlu Svanbergsdóttur dags.13.október 2015. Óskað er eftir því að lóðin Hvanneyrarbraut 27 sem nú er skráð á fyrirtæki Erlu, Erluberg ehf., verði flutt á nafn hennar.

    Nefndin felur tæknideild að ganga frá nýjum lóðarleigusamning á nafn Erlu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Fasteignaskrá Íslands hefur vakið athygli Tæknideildar á því að í gildi er einn lóðarleigusamningur fyrir þrjár lóðir við Eyrarflöt 2-4, 6-8 og 10-12. Útbúa þarf þrjá aðskilda samninga og skrá stærð lóðanna í samræmi við gildandi deiliskipulag frá 10.apríl 2013. Að auki verður gerður einn samningur vegna aðkomu- og bílastæðalóðar fyrir Eyrarflöt 6-8 og Eyrarflöt 10-12 og er umrædd lóð sameign þessara húsa. Lagt fram nýtt lóðarblað fyrir ofangreindar lóðir, búið er að hafa samband við íbúa vegna málsins.

    Nefndin samþykkir gerð nýrra lóðarleigusamninga fyrir Eyrarflöt 2-4, 6-8 og 10-12 og aðkomu- og bílastæðalóðar fyrir Eyrarflöt 6-8 og Eyrarflöt 10-12.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Umræða tekin um endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028. Unnið að viðfangsefnum og áherslum nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Lögð fram fyrstu drög að hönnun nyrðri hluta tjaldsvæðisins í Ólafsfirði. Umræða tekin á meðal nefndarmanna. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngustofu þar sem farið er á leit við sveitarfélögin í landinu að hugað verði að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót. Mikilvægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir ef ljóst þykir að gróður hindri sýn eða hefti umferð. Jafnframt eru sveitarfélögin hvött til þess að minna íbúa og lóðareigendur á skyldur sínar hvað varðar gróðurumhirðu. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Skipulagsstofnun vekur athygli á nýrri reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.

    Auk almennrar endurskoðunar á eldri reglugerð, hefur nýja reglugerðin að geyma ákvæði um framkvæmdir í flokki C, en ákvæði lagabreytingar um flokk C tóku gildi í júní síðastliðnum. Í reglugerðinni eru þau nýmæli að sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort framkvæmd, sem háð er framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar eða byggingarleyfi byggingarfulltrúa samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki og tilgreind er í flokki C í 1. viðauka, skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Undantekningar frá þessu eru framkvæmdir í flokki C sem eru áformaðar á öryggis- og varnarsvæðum eða utan netlaga. Þær skal tilkynna til Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn skráir ákvörðun sína um matsskyldu framkvæmdar ásamt tilteknum upplýsingum í þar til gerða gagnagátt.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir ágúst 2015.

    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 7,4 millj. kr. sem er 64% af áætlun tímabilsins sem var 11,5 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 11,3 millj. kr. sem er 63% af áætlun tímabilsins sem var 17,9 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 76,8 millj. kr. sem er 98% af áætlun tímabilsins sem var 78,5 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 37,1 millj. kr. sem er 91% af áætlun tímabilsins sem var 40,8 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -99,8 millj. kr. sem er 112% af áætlun tímabilsins sem var -89,1 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 17,4 millj. kr. sem er 71% af áætlun tímabilsins sem var 24,3 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -21,2 millj. kr. sem er 79% af áætlun tímabilsins sem var -26,9 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 193. fundur - 4. nóvember 2015

Málsnúmer 1511001FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 193. fundur - 4. nóvember 2015 Lagt fram erindi rekstraraðila tjaldsvæðisins í Ólafsfirði, dagsett 20.október 2015. Ásamt skýrslu með fjölda gistinátta á tjaldsvæðinu sumarið 2015 eru gerðar athugasemdir við skipulag svæðisins.

    Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lögð fram fyrstu drög að hönnun tjaldsvæðisins, unnið af tæknifulltrúa. Þar er gert ráð fyrir gróðri sem rammar inn svæðið með einföldum hætti svo auðvelt sé fyrir útilegugesti að athafna sig á svæðinu. Vinna við tillöguna stendur ennþá yfir og þakkar nefndin rekstraraðilum fyrir framlagðar athugasemdir sem munu verða hafðar til hliðsjónar við frekari hönnun svæðisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 12.2 1509094 Gjaldskrár 2016
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 193. fundur - 4. nóvember 2015 Lagðar fram gjaldskrár fyrir árið 2016:

    Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar
    Gjaldskrá byggingarfulltrúa
    Gjaldskrá vatnsveitu
    Gjaldskrá fráveitu
    Gjaldskrá kattahalds
    Gjaldskrá hundahalds
    Gjaldskrá frístundalóða
    Gjaldskrá sorphirðu

    Á fundi bæjarráðs 30.október sl. var samþykkt hækkun sorphirðugjalda í kr. 36.250, nefndin gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Nefndin samþykkir að ofantaldar gjaldskrár fyrir árið 2016 hækki samkvæmt vísitölu í samræmi við ákvæði hverrar gjaldskrár fyrir sig.
    Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 193. fundur - 4. nóvember 2015 Unnið að áherslum nefndarinnar fyrir endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028. Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 193. fundur - 4. nóvember 2015 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2016 fyrir eftirfarandi málaflokka:

    08 - hreinlætismál
    09 - skipulagsmál
    10 - samgöngumál
    11 - umhverfismál
    13 - landbúnaðarmál
    31 - eignasjóður
    33 - þjónustumiðstöð
    65 - veitustofnun

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2016 fyrir ofangreinda málaflokka til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 3. nóvember 2015

Málsnúmer 1510021FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 3. nóvember 2015 Lagt fram rekstraryfirlit fyrstu átta mánuði ársins.
    Fræðslu- og uppeldismál: Rauntölur, 421.131.017 kr. Áætlun, 437.374.800 kr. Mismunur; 16.243.783 kr.
    Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 161.489.047 kr. Áætlun, 163.531.200 kr. Mismunur; 2.042.153 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 3. nóvember 2015 Á fundinn mættu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.
    Deildarstjóri fjölskyldudeildar ásamt skólastjórum og íþrótta- og tómstundafulltrúa fóru yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2016 fyrir málaflokkana fræðslumál og íþrótta- og æskulýðsmál.
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að opnunartíma Íþróttamiðstöðvar frá og með 20. nóvember. Nefndin samþykkir tillögu um opnunartímann fyrir sitt leyti.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2016 til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 13.3 1509094 Gjaldskrár 2016
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 3. nóvember 2015 Á fundinn mættu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.
    Grunnskóli Fjallabyggðar:
    Lagt er til að gjaldskrá grunnskólans hækki almennt um 4,5% frá og með 1. janúar 2016 að undanskilinni leigu á íþróttasal, þar sem lagt er til að gjaldið verði lækkað úr kr. 7000 í kr. 4500.
    Leikskóli Fjallabyggðar:
    Lagt er til að leikskólagjald hækki um 5% og fæðisgjald um 10% frá og með 1. janúar 2016.
    Tónskóli Fjallabyggðar:
    Skólagjöld Tónskólans eru umtalsvert lægri en gengur og gerist hjá sambærilegum skólum.
    Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar verði hækkuð til samræmis við skólagjöld Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.
    Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar:
    Lagt er til að gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar hækki um 4,5% frá og með 1. janúar 2016.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögum að gjaldskrám til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 3. nóvember 2015 Farið yfir fyrirliggjandi umsóknir um styrki til frístunda- og fræðslumála.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögum um styrkveitingu til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 3. nóvember 2015 Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags fyrir skólaárið 2015-2016.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 3. nóvember 2015 Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags fyrir skólaárið 2015-2016.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 3. nóvember 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 3. nóvember 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

14.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 3. nóvember 2015

Málsnúmer 1510016FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 3. nóvember 2015 Lagt fram rekstraryfirlit félagsþjónustu fyrstu átta mánuði ársins: Rauntölur, 75.009.662 kr. Áætlun, 63.285.464 kr. Mismunur; -11.724.198 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar félagsmálanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 3. nóvember 2015 Deildarstjóri fjölskyldudeildar fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2016.
    Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2016 til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar félagsmálanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 14.3 1509094 Gjaldskrár 2016
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 3. nóvember 2015 Lögð fram tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu fyrir árið 2016. Í tillögunni er lögð áhersla á að innheimta vegna fæðiskostnaðar verði í samræmi við útgjöld vegna innkaupa á matvælum. Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að gjaldskránni til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar félagsmálanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

15.Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 4. nóvember 2015

Málsnúmer 1511002FVakta málsnúmer

  • 15.1 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 4. nóvember 2015 Á dögunum lauk nýsköpunarsamkeppninni Ræsing í Fjallabyggð. Atvinnumálanefnd þakkar þeim fjölmörgu aðilum sem tóku þátt í verkefninu fyrir þátttökuna og jafnframt óskar nefndin þeim aðilum sem voru með vinningstillögur til hamingju með árangurinn og með von um að þær verði að veruleika.
    Einnig vill nefndin þakka þeim fyrirtækjum sem studdu við verkefnið fyrir stuðninginn og starfsfólki Nýsköpunarmiðstöðvar fyrir gott utanumhald.
    Atvinnumálanefnd telur að samkeppnin hafi tekist vel og töluverð tækifæri séu til staðar til að efla atvinnutækifæri í bæjarfélaginu. Stefnt skal að því að halda aðra nýsköpunarsamkeppni á árinu 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 15.2 1501052 Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 4. nóvember 2015 Um síðustu helgi var haldið fyrsta Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð eða atvinnumálaþing þar sem fjallað var um húsnæðismál í bæjarfélaginu. Atvinnumálanefnd telur að vel hafi tekist til og góðar og gagnlegar umræður urðu á þinginu. Nefndin vill þakka fyrirlesurum fyrir þeirra framlag. Jafnframt hvetur nefndin bæjarstjórn til að taka til skoðunar með hvaða hætti hún getur stuðlað að lækkun byggingarkostnaðar. Stefnt skal að því að halda annað atvinnumálaþing að ári liðnu. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 15.3 1505055 Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019
    Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 4. nóvember 2015 Farið var yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2016 fyrir málaflokkinn atvinnumál. Nefndin leggur til við bæjarráð að 1 milljón verði sett i styrki til nýsköpunar og að auki 500.000 kr. til að standa fyrir öðru atvinnumálaþingi. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 15.4 1509024 Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
    Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 4. nóvember 2015 Bæjarráð Fjallabyggðar hefur vísað erindi um úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu til Atvinnumálanefndar og óskar eftir umfjöllun nefndarinnar um málið.
    Samkvæmt reglum þarf bæjarstjórn að óska eftir því við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að sett séu sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir 10. nóvember 2015. Samkvæmt niðurstöðum ráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagins fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 koma 209 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði og 102 þorskígildistonn til Siglufjarðar, sem er skerðing um 91 þorskígildistonn frá síðustu úthlutun.

    Þar sem taka þarf tillit til ýmissa sjónarmiða hagsmunaaðila, varðandi úthlutun, og hagsmunir geta stangast á í veigamiklum málum þá er þeim sem fara með þau mál oft vandi á höndum. Augljóst er að ekki verður gerð sú breyting um frávik við reglugerðina sem öllum líkar. Við mat á stöðunni hafði nefndin til hliðsjónar, megintilgang laga um stjórn fiskveiða þar sem byggðakvóti er til ráðstöfunar í þeim byggðalögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Má nefna þar sem vinnsla hefur flust frá landvinnslu út á sjó og/eða þar sem landvinnsla hefur hætt af öðrum orsökum. Önnur sjónarmið sem hafa þarf í huga að mati nefndarinnar er að styðja við nýliðun og stuðningur sé við útgerðir sem fyrir eru í sveitarfélaginu. Í þriðja lagi er svo sá þáttur sem snýr beint og óbeint að sveitarfélaginu, að hámarka verðmæti þess sem dregið er að landi.

    Nefndin leggur til að:
    - Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.
    - Jöfn úthlutun sé til allra þeirra sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun aflamarks og sækja um byggðakvóta. Skal sú úthlutun nema tveimur þorskígildistonnum á hvern bát.
    - Hámarksúthlutun byggðakvóta á hvern bát skal vera 25 þorskígildistonn.
    Tillögum er vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

16.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 5. nóvember 2015

Málsnúmer 1510020FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 5. nóvember 2015 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2016.
    Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir og fór yfir áætlun bóka- og héraðsskjalasafns auk upplýsingamiðstöðva.

    Nefndin beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að launaáætlun, bókasafns, héraðsskjalasafns og upplýsingamiðstöðvar verði endurskoðuð og hækkun verði til samræmis við umsamdar launahækkanir. Einnig óskar nefndin eftir því að aukið verði við opnun upplýsingamiðstöðvar og launaáætlun verði hækkuð til samræmis við það. Lagt er til að liðirnir bókakaup og tímarit verði óbreyttir frá árinu 2015.
    Nefndin harmar að forstöðumaður bókasafns skuli ekki hafa verið hafður með í ráðum við gerð áætlunar fyrir bóka- og héraðsskjalasafnið.

    Hrönn vék af fundi að lokinni yfirferð.

    Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir aðra liði fjárhagsáætlunar sem snúa að menningarmálum auk áætlunar fyrir tjaldsvæði.

    Varðandi salinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar sem hýsir listaverkasýningar leggur nefndin til að skoðað verði að keyptir verði milliveggir (þilveggir) í salinn til að auka á notagildi salarins.

    Varðandi rekstur Tjarnarborgar þá leggur Fulltrúi D-lista fram eftirfarandi tillögu: "Markaðs- og menningarnefnd leggur til að tryggt verði fjármagn til kaupa á hljóðkerfi í Menningarhúsið Tjarnarborg við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016".
    Formaður óskaði eftir fundarhlé kl. 18:50
    Fundur hófst aftur kl. 18:55
    Tillaga fulltrúa D-lista samþykkt með þremur atkvæðum HSÁ, ÆB og GMI. Á móti; AEJ.

    Guðlaugur vék af fundi kl. 19:00.

    Að öðru leyti vísar markaðs- og menningarnefnd tillögum til afgreiðslu bæjarráðs.
    Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, að vísa lengri opnun upplýsingamiðstöðvar til bæjarráðs.
    Afgreiðsla 20. fundar markaðs- og menningarnefndar að öðru leyti staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 16.2 1509094 Gjaldskrár 2016
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 5. nóvember 2015 Lagðar fram tillögur að gjaldskrám 2016 fyrir bókasafn, tjaldsvæði og Menningarhúsið Tjarnarborg. Nefndin samþykkir að vísa framkomnum tillögum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 5. nóvember 2015 Farið yfir umsóknir um styrki til menningarmála. Styrkumsóknir nema samtals 13.996.999 kr. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 5. nóvember 2015 Lagðar voru fram skýrslur rekstraraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar sumarið 2015. Á Siglufirði voru gistinætur 3.673 sem eru tæplega 1.200 færri en sumarið 2014. Í Ólafsfirði voru gistinætur 227 á móti 795 sumarið 2014. Meginástæða fækkunar gistinátta á tjaldsvæðunum var mjög óhagstætt veðurfar á Norðurlandi. Í Ólafsfirði má einnig rekja fækkun til lokunar á stórum hluta svæðisins vegna framkvæmda og á Siglufirði voru gestir á Pæjumótinu umtalsvert færri en árið áður sem hefur sitt að segja. Markaðs- og menningarnefnd þakkar rekstraraðilum fyrir greinargóðar skýrslur. Nefndin leggur til að gengið verði til viðræðna við rekstaraðila um áframhaldandi umsjón með tjaldsvæðum ef kostur er. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 5. nóvember 2015 Á fundinn mættu fulltrúar Félags um Síldarævintýri; Anita Elefsen, Sandra Finnsdóttir og Guðmundur Skarphéðinsson. Rætt var um framtíð Síldarævintýrisins en ljóst er að stjórn félagsins mun segja sig frá störfum við hátíðina. Nefndin samþykkir að boða til almenns íbúafundar þar sem rætt verði um framtíð og fyrirkomulag á Síldarævintýrinu. Einnig vill nefndin koma á framfæri þakklæti til stjórnarinnar og þakkar þeim ómetanlegt framlag við framkvæmd hátíðarinnar á síðustu árum. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Ríkharður Hólm Sigurðsson og Steinunn María Sveinsdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til bæjarráðs.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 5. nóvember 2015 Lagt fram rekstraryfirlit fyrstu átta mánuði ársins.
    Menningarmál: Rauntölur, 42.271.031 kr. Áætlun, 48.106.666 kr. Mismunur; 5.835.635 kr.
    Atvinnumál (m.a.: rekstur tjaldsvæða og upplýsingamiðstöðva): Rauntölur, 15.961.639 kr. Áætlun, 16.420.200 kr. Mismunur; 458.561 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 5. nóvember 2015 Á fundinn mætir Helgi Jóhannsson til að ræða hugmynd Jóhanns Helgasonar um Jólabæinn Ólafsfjörð. Upplýsti hann um að búið er að setja á laggirnar vinnuhóp Ólafsfirðinga sem vilja sjá hugmyndina verða að veruleika og er hann að vinna að frekari útfærslu. Óskaði hann eftir, fyrir hönd hópsins, að fá að leggja fyrir nefndina fastmótaðri hugmyndir um útfærslu á hugmyndinni um jólabæinn. Nefndin fagnar frumkvæðinu og vill endilega fá að sjá fastmótaðari tillögur um hvernig hugmyndin verður útfærð. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

17.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögunni.

Samkvæmt tillögu er gert ráð fyrir að rekstrartekjur aukist um 37,8 millj. og efnahagur breytist vegna framkvæmda að upphæð 29,7 millj.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

18.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu í hafnarstjórn hjá F- lista.
Hilmar Zophoníasson verður aðalmaður og jafnframt varaformaður í stað Ragnheiðar Ragnarsdóttur, sem verður varamaður í hans stað.

19.Rætur bs. - Staða byggðasamlagsins

Málsnúmer 1503001Vakta málsnúmer

Á 414. fundi bæjarráðs, 27. október 2015, var samþykkt að vísa til bæjarstjórnar formlegri staðfestingu á samþykktum Róta bs. ásamt þjónustusamningi.

Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samþykktir Róta bs. ásamt þjónustusamningi sveitarfélaga sem standa að Rótum bs. um málefni fatlaðs fólks.

20.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 1505055Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019.

Reiknað er með eftirfarandi forsendum:
1.
Hækkun launa um 8% á milli ára.
2.
Hækkun staðgreiðslu útsvars 8,9% á milli ára samkv. spá Samb. ísl. sveitarfélaga.
3.
Óbreytt útsvar 14,48% og óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda.
4.
Hækkun þjónustugjalda á milli ára er almennt 4,5%.
5.
Miðað er við verðbólgu samkvæmt þjóðhagsspá.

Rekstrarafgangur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar er áætlaður 143 milljónir kr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 245 milljónir kr.

Veltufé frá rekstri er 474 milljónir kr. eða 21,5%.
Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 420 milljónir kr. og afborganir langtímakrafna 74 milljónir.

Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 33,4% án lífeyrisskuldbindinga en ríflega 75% með þeim meðtöldum.
Ef handbært fé frá rekstri færi til greiðslu langtímaskulda og lífeyrisskuldbindinga tæki það rúmlega þrjú ár að greiða þær upp.

Eiginfjárhlutfall verður 60%.
Veltufjárhlutfall verður 1,46 og handbært fé í árslok 2016 verður 135 milljónir kr.

Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 707 milljónir kr.

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir, Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.

S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir óskuðu að eftirfarandi yrði bókað:
"Við undirritaðir bæjarfulltrúar D-lista samþykkjum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2016, en áskiljum okkur rétt til þess að koma með breytingartillögur og aðrar tillögur milli umræðna".

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið.