-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Lagt fram erindi Kristins E. Hrafssonar dags. 14.október 2015. Í erindinu eru gerðar athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar þann 8.október sl. þar sem umsókn um lóð að Strandgötu 3 var hafnað á þeim forsendum að fjarlægðarmörk milli húsa uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012, einnig samræmist staðsetning hússins á lóð ekki þeirri húsalínu sem fyrir er við Strandgötu. Kristinn bendir á að nægjanlegt væri að klæða undir bárujárnið á Strangötu 3 með brunatefjandi efnum til að bæta brunamótstöðuna og uppfylla staðla. Einnig að staðsetning hússins hafi verið hugsuð í sögulegu samhengi með endurheimt gömlu götumyndarinnar í huga.
Nefndin ítrekar fyrri bókun og vísar til byggingarreglugerðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Erindi frestað.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Lagt fram erindi húseiganda að Hólavegi 83, dagsett 12.október 2015. Óskað er eftir leyfi til breytinga á bílskúr hússins vegna breyttrar notkunar hans í atvinnurekstur.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Hermann Einarsson óskar eftir leyfi til að breyta gamalli aðveitustöð að Hávegi 2 í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi breytingum innan húss og utan. Lögð fram teikning af fyrirhuguðum breytingum.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi fellur Hávegur 2 undir landnotkunarflokkinn iðnaðarsvæði. Þar sem ekki er lengur starfrækt aðveitustöð á svæðinu leggur nefndin til að því verði breytt í íbúðarsvæði. Að mati nefndarinnar telst breytingin óveruleg þar sem svæðið liggur við núverandi íbúabyggð á Hávegi og fellur betur að skipulagi heldur en iðnaðarsvæði. Svæðið er takmarkað að stærð og býður ekki upp á mikla aukningu bygginga, breytingin er því ólíkleg til að hafa mikil áhrif á þá byggð sem fyrir er á svæðinu.
Tæknideild er falið að auglýsa breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem felur í sér breytta landnotkun nyrst á Hávegi. Óskað er eftir að umsækjandi leggi fram fullgilda aðaluppdrætti með byggingarleyfisumsókn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Lagt fram erindi Magnúsar Garðarssonar dags.24.10.2015. Óskað er eftir leyfi til útlitsbreytinga á húseigninni við Aðalgötu 6 Siglufirði. Lögð fram teikning af breytingunum.
Dagsektir voru lagðar á vegna ástands hússins þann 14.september 2015. Þar sem húsið er friðað tekur nefndin ekki afstöðu til málsins fyrr en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Lagt fram erindi íbúa við Eyrargötu 8 og 12 þar sem skorað er á sveitarfélagið að fara í viðgerðir á gangstétt við húsin fljótlega á næsta ári. Einnig að snyrta lóð við Eyrargötu 10.
Fyrir liggur framkvæmdaáætlun á lagfæringu gatna og gangstétta þar sem forgangsraðað hefur verið eftir ástandi þeirra. Umrædd gangstétt við Eyrargötu er ofarlega á þeirri áætlun. Nefndin vísar umhirðu lóðar við Eyrargötu 10 til þjónustumiðstöðvar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 8.október 2015 uppfærða tillögu að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar við Brekkugötu á Siglufirði.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina aðliggjandi lóðarhöfum. Teikningar munu einnig liggja frammi á tæknideild og öllum velkomið að skoða þær.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Lagt fram erindi Erlu Svanbergsdóttur dags.13.október 2015. Óskað er eftir því að lóðin Hvanneyrarbraut 27 sem nú er skráð á fyrirtæki Erlu, Erluberg ehf., verði flutt á nafn hennar.
Nefndin felur tæknideild að ganga frá nýjum lóðarleigusamning á nafn Erlu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Fasteignaskrá Íslands hefur vakið athygli Tæknideildar á því að í gildi er einn lóðarleigusamningur fyrir þrjár lóðir við Eyrarflöt 2-4, 6-8 og 10-12. Útbúa þarf þrjá aðskilda samninga og skrá stærð lóðanna í samræmi við gildandi deiliskipulag frá 10.apríl 2013. Að auki verður gerður einn samningur vegna aðkomu- og bílastæðalóðar fyrir Eyrarflöt 6-8 og Eyrarflöt 10-12 og er umrædd lóð sameign þessara húsa. Lagt fram nýtt lóðarblað fyrir ofangreindar lóðir, búið er að hafa samband við íbúa vegna málsins.
Nefndin samþykkir gerð nýrra lóðarleigusamninga fyrir Eyrarflöt 2-4, 6-8 og 10-12 og aðkomu- og bílastæðalóðar fyrir Eyrarflöt 6-8 og Eyrarflöt 10-12.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Umræða tekin um endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028. Unnið að viðfangsefnum og áherslum nefndarinnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Lögð fram fyrstu drög að hönnun nyrðri hluta tjaldsvæðisins í Ólafsfirði. Umræða tekin á meðal nefndarmanna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngustofu þar sem farið er á leit við sveitarfélögin í landinu að hugað verði að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót. Mikilvægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir ef ljóst þykir að gróður hindri sýn eða hefti umferð. Jafnframt eru sveitarfélögin hvött til þess að minna íbúa og lóðareigendur á skyldur sínar hvað varðar gróðurumhirðu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Skipulagsstofnun vekur athygli á nýrri reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.
Auk almennrar endurskoðunar á eldri reglugerð, hefur nýja reglugerðin að geyma ákvæði um framkvæmdir í flokki C, en ákvæði lagabreytingar um flokk C tóku gildi í júní síðastliðnum. Í reglugerðinni eru þau nýmæli að sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort framkvæmd, sem háð er framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar eða byggingarleyfi byggingarfulltrúa samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki og tilgreind er í flokki C í 1. viðauka, skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Undantekningar frá þessu eru framkvæmdir í flokki C sem eru áformaðar á öryggis- og varnarsvæðum eða utan netlaga. Þær skal tilkynna til Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn skráir ákvörðun sína um matsskyldu framkvæmdar ásamt tilteknum upplýsingum í þar til gerða gagnagátt.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28. október 2015
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir ágúst 2015.
Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 7,4 millj. kr. sem er 64% af áætlun tímabilsins sem var 11,5 millj. kr.
Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 11,3 millj. kr. sem er 63% af áætlun tímabilsins sem var 17,9 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 76,8 millj. kr. sem er 98% af áætlun tímabilsins sem var 78,5 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umhverfismál er 37,1 millj. kr. sem er 91% af áætlun tímabilsins sem var 40,8 millj. kr.
Niðurstaða fyrir eignasjóð er -99,8 millj. kr. sem er 112% af áætlun tímabilsins sem var -89,1 millj. kr.
Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 17,4 millj. kr. sem er 71% af áætlun tímabilsins sem var 24,3 millj. kr.
Niðurstaða fyrir veitustofnun er -21,2 millj. kr. sem er 79% af áætlun tímabilsins sem var -26,9 millj. kr.
Bókun fundar
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.