Bæjarráð Fjallabyggðar

417. fundur 06. nóvember 2015 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson varaáheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Nýtt starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála

Málsnúmer 1510109Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi og S. Guðrún Hauksdóttir kom í hennar stað.

Umsóknarfrestur um nýtt starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála rann út 2. nóvember s.l.

9 umsóknir bárust um starfið.
Umsækjendur eru:
Davíð Freyr Þórunnarson
Otto Tynes
Kristinn J. Reimarsson
Elsa Guðrún Jónsdóttir
Lind Völundardóttir
Gunnar Thordarson
Einar Bragi Bragason
Karítas Skarphéðinsdóttir Neff og
Anna Hulda Júlíusdóttir

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að fara yfir umsóknir, taka viðtöl við þá umsækjendur sem helst koma til greina og að því loknu leggja tillögu fyrir bæjarráð.

2.Framkvæmdaáætlun fráveitu 2015-2018

Málsnúmer 1502030Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við VSÓ vegna hönnunar og útboði fráveituframkvæmda á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að samið verði við VSÓ og vísar hluta kostnaðar kr. 1,6 millj. til viðauka við fjárhagsáætlun 2015 og hluta til fjárhagsáætlunar 2016 að upphæð 3,8 millj..

3.Hönnunartillögur - Ræktin Ólafsfirði

Málsnúmer 1411020Vakta málsnúmer

Lögð fram kostnaðaráætlun Mannvits á hönnun burðarvirkja, raflagna, lagna og loftræstingar fyrir stækkun líkamsræktar í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að Mannviti verði falið verkið og vísar kostnaði að upphæð 1,7 millj. til fjárhagsáætlunar 2016.

4.Innsend erindi vegna fjárhagsáætlunar 2016

Málsnúmer 1510057Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi málefni Hestamannafélagsins Gnýfara.

Í umsögn deildarstjóra kemur eftirfarandi fram:

Málefni húseigenda að Brimvöllum og hestamannfélagsins Gnýfara, Ólafsfirði.
Unnið er að því lagfæra framræstingu á svæðinu. Tvö rör sem lágu undir gamla flugvöllinn hafa lent undir fyllingu við gerð Héðinsfjarðarganga og verða þau opnuð aftur. Vonandi leysist þetta vandamál við það. Samt þarf alltaf að muna að moka skurði sem framræsta út í sjó þar sem sandur kemur alltaf í þá aftur þegar mikið brim er á veturna.

Frágangur á svæði vestan óss er í vinnslu og verður lokið sumarið 2016. Gert er ráð fyrir að nota efni úr tipp við Kleifarhorn í fyllingu við endurgerð Bæjarbryggju á Siglufirði og mun svæðið verða mótað samhliða þeirri vinnu. Steypustöðin var rifin nú fyrir stuttu og eftir er að ganga frá hreinsun þar í kring og slétta úr efni á svæðinu.
Þeirri hreinsun verður einnig lokið sumarið 2016.

Erindi frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar er varðar lagfæringu á vegkaflanum og bílastæðið í Skeggjabrekku Ólafsfirði.
Bæjarráð leggur til að séð verði til þess að vegurinn verði heflaður.

Erindi frá Álfhildi Stefánsdóttur varðandi aðra aðkomu að Saurbæjarási.
Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir annarri aðkomu að frístundabyggðinni á Saurbæjarási.
Bæjarstjóri upplýsti að tvisvar á þessu ári hafi aðalvegur að frístundabyggðinni verið heflaður og einnig borið ofan í veginn.
Bæjarráð leggur til að séð verði til þess að vegurinn verði heflaður næsta vor.

Erindi frá Sigurbirni Þorgeirssyni varðandi bætta internettengingu í bæjarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Mílu.

Erindi frá Þorsteini Sveinssyni varðandi hraðakstur á Aðalgötu í Ólafsfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Vegaerðina um úrbætur vegna umferðaröryggis.

Erindi frá Lísebet Hauksdóttur sem voru margvísleg.
Við gerð fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir endurbótum á leiktækjum á leikskólalóðum og viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.

Erindi Erlu Heiðu Sverrisdóttur varðandi hraðakstur í Ólafsveginum í Ólafsfirði.
Samkv. umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar er gert ráð fyrir úrbótum á þessari götu.

Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Við gerð fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.

5.Gjaldskrár 2016

Málsnúmer 1509094Vakta málsnúmer

Teknar til afgreiðslu tillögur nefnda á gjaldskrám 2016.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskrárbreytingar taki gildi 1. janúar 2016.

Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá félagþjónustu.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá leikskólans.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá grunnskólans.
Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslu- og frístundanefndar að gjaldskrá tónskólans taki mið af tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, þar sem samstarf er um tónskólarekstur milli byggðalaganna. Gjald fyrir börn hækki einungis um 15%.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá Tjarnarborgar.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá bókasafns með fimm frávikum.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá íþróttamiðstöðva með þremur frávikum.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá tjaldsvæða meið einu fráviki.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá hafnarsjóðs.
Bæjarráð samþykkir tillögur að gjaldskrám sem voru til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Þær voru:
Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar
Gjaldskrá byggingarfulltrúa
Gjaldskrá vatnsveitu
Gjaldskrá fráveitu
Gjaldskrá kattahalds
Gjaldskrá hundahalds
Gjaldskrá frístundalóða og
Gjaldskrá sorphirðu.

6.Styrkumsóknir 2016 - Frístundamál

Málsnúmer 1510020Vakta málsnúmer

22. fundur fræðslu- og frístundanefndar samþykkti á fundi sínum 3. nóvember 2015, að vísa tillögum um styrkveitingu til bæjarráðs.

Bæjarráð fór yfir tillögurnar og verða styrkumsóknir til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

7.Styrkumsóknir 2016 - Menningarmál

Málsnúmer 1510019Vakta málsnúmer

Á 20. fundi markaðs- og menningarnefndar 5. nóvember 2015, var farið yfir umsóknir um styrki til menningarmála og samþykkt að vísa tillögum að úthlutun til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð fór yfir tillögurnar og verða styrkumsóknir til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

8.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 1505055Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun, sem verða áfram til umfjöllunar á næsta bæjarráðsfundi.

9.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

Málsnúmer 1509024Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd tók til umfjöllunar á fundi sínum 4. nóvember 2015, úthlutun byggðakvóta í bæjarfélaginu og gerði tillögu til bæjarráðs.

Samkvæmt reglum þarf bæjarstjórn að óska eftir því við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að sett séu sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir 10. nóvember 2015. Samkvæmt niðurstöðum ráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagins fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 koma 209 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði og 102 þorskígildistonn til Siglufjarðar, sem er skerðing um 91 þorskígildistonn frá síðustu úthlutun.

Bæjarráð tók fyrir tillögu atvinnumálanefndar og samþykkir eftirfarandi:

a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skulu öll skip og bátar sem uppfylla ákvæði 1. gr. reglugerðarinnar eiga rétt á 2.000 þorskígildiskílóa úthlutun óháð afla þeirra á fiskveiðiárinu 2014/2015. Auk þess skal því aflamarki sem eftir stendur skipt hlutfallslega milli sömu skipa og báta miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 30 þorskígildistonn.

b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:

Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:

"Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016. Aflinn skal nema í þorskígildum talið jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari, auk jafnmikils magns til vinnslu eða á fiskmarkað í sveitarfélaginu."

Fundi slitið.